Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. október 2016 14:02 Mennirnir þrír ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. vísir/gva Mennirnir þrír sem ákærðir eru fyrir stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu gegn pari við Grímsbæ í júlí 2014 neita allir sök í málinu. Tveir þeirra segjast einungis hafa verið að hjálpa öðru fórnarlambinu, sem skýri blóðslettur á fatnaði þeirra. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun .Vitnisburður tveggja sakborninga, Alvars Óskarssonar og Jónasar Árna Lúðvíkssonar, var nánast sá sami á meðan þriðji maðurinn bar fyrir sig minnisleysi. Alvar og Jónas hafa báðir hlotið þunga dóma fyrir aðild þeirra að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi; Pólstjörnumálið í tilfelli Alvars og Papeyjarmálið í tilfelli Jónasar.Parið hafi dregist óvænt inn í deilurnar Upphaf deilnanna rekja Alvar og Jónas til peningaskuldar á milli Alvars og félaga Alvars og að þannig hafi parið, karl og kona á fimmtugs- og sextugsaldri, dregist óvænt inn í þær deilur. Mennirnir þrír sem ákærðir eru í málinu eru sagðir hafa í sameiningu veist að parinu fyrir utan Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík áður en þeir hafi þvingað það upp í bíl sem þriðji maðurinn hafi ekið. Konunni hafi tekist að flýja út um glugga bílsins en að manninum hafi verið ekið í Garðabæ þar sem honum hafi verið haldið föngnum í allt að fjörutíu mínútur. Alvar og Jónas eru bornir mun þyngri sökum í ákærunni en þriðji maðurinn, en þeir tveir segja ákæruna að öllu leyti ranga. Er Alvari og Jónasi gefið að sök að hafa skipst á að veitast að manninum, meðal annars með kúbeini. Þriðji maðurinn hafi séð um aksturinn um kvöldið.„Hann sagðist vera í veseni, eins og síðast þegar ég lánaði honum. Þá sagðist hann vera á barmi þess að verða drepinn. Ég lánaði honum þá en geri ekki þau mistök að gera það aftur.“vísir/gvaSakaður um að skulda 400 þúsund Að sögn sakborninganna er forsaga málsins sú að Alvar og Jónas höfðu setið að drykkju á English Pub í Hafnarfirði um kvöldið. Þeir hafi viljað halda drykkjunni áfram eftir lokun og því beðið þriðja manninn, sem starfar sem leigubílstjóri, að aka sér í iðnaðarhúsnæði sem þeir voru með á leigu til þess að sækja meira áfengi. Í millitíðinni hafi þeir komið við á næstu bensínstöð, N1, þar sem Alvar hafi hitt félaga sinn sem var í för með parinu. „Hann er að biðja þar um að fá lánaðan pening, sagðist vera í vandræðum. Ég sagðist ekki ætla að gera það því hann skuldaði mér nú þegar,“ sagði Alvar. „Hann sagðist vera í veseni, eins og síðast þegar ég lánaði honum. Þá sagðist hann vera á barmi þess að verða drepinn. Ég lánaði honum þá en geri ekki þau mistök að gera það aftur.“ Alvar sagði parið hafa komið til sín í kjölfarið og sakað sig um að skulda félaganum 400 þúsund krónur. Við það hafi hann reiðst enda hafi það verið lygi. Félaginn hafi þá keyrt af stað, með parinu, og ekki svarað síma sínum þegar Alvar hafi hringt. „Ég er þarna enn í uppnámi yfir þessu atviki, er ölvaður og vildi fá niðurstöðu. Er að hringja í hann [félagann] og hann svarar ekki. Ég fæ þá Jónas til þess að hringja í hann og blekkja hann til þess að hitta mig, sem hann samþykkir og við hittumst í Grímsbæ,“ sagði Alvar. Hann sagði parið hafa stigið út úr bíl vinar síns við Grímsbæ. Vinurinn hafi hins vegar orði hræddur og því ekið á brott og skilið parið eftir. Þeir þrír hafi því boðið parinu far.Sígarettan kveikjan að rifrildunum Alvar sagði konuna hafa kveikt sér í sígarettu í bílnum. Fokið hafi í bílstjórann sem hafi stöðvað bílinn og skipað konunni að fara út úr bílnum. „Þá byrjuðu einhver rifrildi og endaði með því að hann stoppaði og sagði henni að fara út. Hún gerði það í einhverjum skapofsa.“ Maður konunnar var hins vegar eftir í bílnum. Að sögn Alvars reiddist maðurinn og fór fram á að konan yrði sótt því hún væri símalaus. Bílstjórinn hafi hins vegar neitað og að maðurinn hafi þá hrækt í andlitið á honum. „[Bílstjórinn] stendur upp og út úr bílnum í æsingi, rífur upp hurðina og lemur hann í andlitið,“ sagði Alvar, sem segist hafa fengið manninn í fangið á sér í kjölfarið.Sáu kúbeinið en beittu því ekki Alvar og Jónas sögðust báðir hafa aðstoðað manninn inn í iðnaðarhúsnæðið í Garðabæ, rétt honum tusku og hjálpað honum við að þrífa blóðið. Mikið hafi blætt úr skurði á höfðinu á honum og öðru auganu. Aðspurður um hvort kúbeini hafi verið beitt sögðust þeir ekki vita til þess, þeir hafi séð það í höndunum á þriðja manninum, bílstjóranum, en ekki séð hann nota það. Þegar saksóknari spurði hvers vegna föt þeirra hafi verið alblóðug sagði Jónas það stórlega ýkt að fötin hafi verið alblóðug. Líklega hafi verið einhverjar blóðslettur á fötunum eftir að þeir báru manninn inn í húsnæðið. Alvar tók undir þetta. Þeim tveimur hafi síðan tekist að róa mennina tvo. „Stuttu seinna rennur reiðin af [bílstjóranum]. Hann verður eitthvað sorry og sár yfir þessu. Það var ekki fallegt andlitið á manninum, allt í blóði. Það flosnar síðan upp úr þessu,“ sagði Jónas Árni. Leigubílstjórinn hafi að lokum ekið manninum heim. Alvar sagðist þá aðspurður hafa opnað sér bjór, þrifið sér og farið úr blóðugum jakkanum sínum og sett hann í poka. Þriðji maðurinn sem ákærður er, eða bílstjórinn, er einnig ákærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna umrædd kvöld. Hann sagðist hins vegar ekkert muna eftir kvöldinu. „Það er ákveðin atburðarás í höfðinu á mér en hún breytist reglulega. Ég er búinn að sjá þetta svo oft fyrir mér í mörgum útgáfum, hvort sem ég er sofandi eða vakandi,“ sagði hann í vitnaleiðslum. Maðurinn hlaut, samkvæmt ákæru, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, brot á framristarbeini, skurð á enni, skurð á kálfa, mar á handlegg og brjóstkassa, og konan hlaut mar á brjóstkassa, baki og framhandleggum. Dómsmál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Mennirnir þrír sem ákærðir eru fyrir stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu gegn pari við Grímsbæ í júlí 2014 neita allir sök í málinu. Tveir þeirra segjast einungis hafa verið að hjálpa öðru fórnarlambinu, sem skýri blóðslettur á fatnaði þeirra. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun .Vitnisburður tveggja sakborninga, Alvars Óskarssonar og Jónasar Árna Lúðvíkssonar, var nánast sá sami á meðan þriðji maðurinn bar fyrir sig minnisleysi. Alvar og Jónas hafa báðir hlotið þunga dóma fyrir aðild þeirra að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi; Pólstjörnumálið í tilfelli Alvars og Papeyjarmálið í tilfelli Jónasar.Parið hafi dregist óvænt inn í deilurnar Upphaf deilnanna rekja Alvar og Jónas til peningaskuldar á milli Alvars og félaga Alvars og að þannig hafi parið, karl og kona á fimmtugs- og sextugsaldri, dregist óvænt inn í þær deilur. Mennirnir þrír sem ákærðir eru í málinu eru sagðir hafa í sameiningu veist að parinu fyrir utan Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík áður en þeir hafi þvingað það upp í bíl sem þriðji maðurinn hafi ekið. Konunni hafi tekist að flýja út um glugga bílsins en að manninum hafi verið ekið í Garðabæ þar sem honum hafi verið haldið föngnum í allt að fjörutíu mínútur. Alvar og Jónas eru bornir mun þyngri sökum í ákærunni en þriðji maðurinn, en þeir tveir segja ákæruna að öllu leyti ranga. Er Alvari og Jónasi gefið að sök að hafa skipst á að veitast að manninum, meðal annars með kúbeini. Þriðji maðurinn hafi séð um aksturinn um kvöldið.„Hann sagðist vera í veseni, eins og síðast þegar ég lánaði honum. Þá sagðist hann vera á barmi þess að verða drepinn. Ég lánaði honum þá en geri ekki þau mistök að gera það aftur.“vísir/gvaSakaður um að skulda 400 þúsund Að sögn sakborninganna er forsaga málsins sú að Alvar og Jónas höfðu setið að drykkju á English Pub í Hafnarfirði um kvöldið. Þeir hafi viljað halda drykkjunni áfram eftir lokun og því beðið þriðja manninn, sem starfar sem leigubílstjóri, að aka sér í iðnaðarhúsnæði sem þeir voru með á leigu til þess að sækja meira áfengi. Í millitíðinni hafi þeir komið við á næstu bensínstöð, N1, þar sem Alvar hafi hitt félaga sinn sem var í för með parinu. „Hann er að biðja þar um að fá lánaðan pening, sagðist vera í vandræðum. Ég sagðist ekki ætla að gera það því hann skuldaði mér nú þegar,“ sagði Alvar. „Hann sagðist vera í veseni, eins og síðast þegar ég lánaði honum. Þá sagðist hann vera á barmi þess að verða drepinn. Ég lánaði honum þá en geri ekki þau mistök að gera það aftur.“ Alvar sagði parið hafa komið til sín í kjölfarið og sakað sig um að skulda félaganum 400 þúsund krónur. Við það hafi hann reiðst enda hafi það verið lygi. Félaginn hafi þá keyrt af stað, með parinu, og ekki svarað síma sínum þegar Alvar hafi hringt. „Ég er þarna enn í uppnámi yfir þessu atviki, er ölvaður og vildi fá niðurstöðu. Er að hringja í hann [félagann] og hann svarar ekki. Ég fæ þá Jónas til þess að hringja í hann og blekkja hann til þess að hitta mig, sem hann samþykkir og við hittumst í Grímsbæ,“ sagði Alvar. Hann sagði parið hafa stigið út úr bíl vinar síns við Grímsbæ. Vinurinn hafi hins vegar orði hræddur og því ekið á brott og skilið parið eftir. Þeir þrír hafi því boðið parinu far.Sígarettan kveikjan að rifrildunum Alvar sagði konuna hafa kveikt sér í sígarettu í bílnum. Fokið hafi í bílstjórann sem hafi stöðvað bílinn og skipað konunni að fara út úr bílnum. „Þá byrjuðu einhver rifrildi og endaði með því að hann stoppaði og sagði henni að fara út. Hún gerði það í einhverjum skapofsa.“ Maður konunnar var hins vegar eftir í bílnum. Að sögn Alvars reiddist maðurinn og fór fram á að konan yrði sótt því hún væri símalaus. Bílstjórinn hafi hins vegar neitað og að maðurinn hafi þá hrækt í andlitið á honum. „[Bílstjórinn] stendur upp og út úr bílnum í æsingi, rífur upp hurðina og lemur hann í andlitið,“ sagði Alvar, sem segist hafa fengið manninn í fangið á sér í kjölfarið.Sáu kúbeinið en beittu því ekki Alvar og Jónas sögðust báðir hafa aðstoðað manninn inn í iðnaðarhúsnæðið í Garðabæ, rétt honum tusku og hjálpað honum við að þrífa blóðið. Mikið hafi blætt úr skurði á höfðinu á honum og öðru auganu. Aðspurður um hvort kúbeini hafi verið beitt sögðust þeir ekki vita til þess, þeir hafi séð það í höndunum á þriðja manninum, bílstjóranum, en ekki séð hann nota það. Þegar saksóknari spurði hvers vegna föt þeirra hafi verið alblóðug sagði Jónas það stórlega ýkt að fötin hafi verið alblóðug. Líklega hafi verið einhverjar blóðslettur á fötunum eftir að þeir báru manninn inn í húsnæðið. Alvar tók undir þetta. Þeim tveimur hafi síðan tekist að róa mennina tvo. „Stuttu seinna rennur reiðin af [bílstjóranum]. Hann verður eitthvað sorry og sár yfir þessu. Það var ekki fallegt andlitið á manninum, allt í blóði. Það flosnar síðan upp úr þessu,“ sagði Jónas Árni. Leigubílstjórinn hafi að lokum ekið manninum heim. Alvar sagðist þá aðspurður hafa opnað sér bjór, þrifið sér og farið úr blóðugum jakkanum sínum og sett hann í poka. Þriðji maðurinn sem ákærður er, eða bílstjórinn, er einnig ákærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna umrædd kvöld. Hann sagðist hins vegar ekkert muna eftir kvöldinu. „Það er ákveðin atburðarás í höfðinu á mér en hún breytist reglulega. Ég er búinn að sjá þetta svo oft fyrir mér í mörgum útgáfum, hvort sem ég er sofandi eða vakandi,“ sagði hann í vitnaleiðslum. Maðurinn hlaut, samkvæmt ákæru, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, brot á framristarbeini, skurð á enni, skurð á kálfa, mar á handlegg og brjóstkassa, og konan hlaut mar á brjóstkassa, baki og framhandleggum.
Dómsmál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00