Leiðindi María Bjarnadóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Er eitthvað leiðinlegra en lýðræði? Ferlar, samráð, málamiðlanir, verklag og reglulegar kosningar með loforðaflaumi og símhringingum vina og fjölskyldu frambjóðenda sem jafnvel brjóta gegn lögum um bannmerkingar í Þjóðskrá! Hvers vegna er þetta eiginlega lagt á okkur?! Getur ekki bara einhver séð um þessi mál? Viðkomandi þarf þó að vera viðbragðsfljótur gagnvart öllu tilfallandi óréttlæti heima og heiman sem við lesum um á internetinu og kröfum okkar sem birtast með undirskriftalistum og deilingum á samfélagsmiðlum. Í raun þyrfti viðkomandi að vera vakandi fyrir öllum statusum á internetinu sem birtast í hástöfum, þar er oft mikilvæga afstöðu að finna sem bara VERÐUR að bregðast við. STRAX. Í vikunni stóð ég fyrir framan listaverkið 28. júlí í Louvre safninu í París og kiknaði aðeins í hnjánum af þakklæti. Berbrjósta byltingarleiðtogi með franska fánann leiðir fólkið til sigurs; til lýðræðis frá einræði. Frá helsi til frelsis. Fórnirnar sem hafa verið færðar til þess að tryggja verkamönnum, kaupmönnum og konum, fólki eins og mér, þátttökurétt við ákvarðanatöku um stjórnun vestrænna samfélaga eru ólýsanlegar. Samfélög og lýðræði hafa þróast svo hratt að veruleiki pöpulsins í París virðist næstum ekki eiga neitt erindi í nútímanum. Samt eiga byltingar nútímans sér líka stað undir forystu berbrjósta kvenna og enn þá eru kökur hápólitískt umræðuefni. Það er kannski leiðinlegt, en það er langsamlega skásta fyrirkomulagið sem í boði er. Eina leiðin til að viðhalda því er að nota það, til dæmis með því að kjósa þegar færi gefst.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Er eitthvað leiðinlegra en lýðræði? Ferlar, samráð, málamiðlanir, verklag og reglulegar kosningar með loforðaflaumi og símhringingum vina og fjölskyldu frambjóðenda sem jafnvel brjóta gegn lögum um bannmerkingar í Þjóðskrá! Hvers vegna er þetta eiginlega lagt á okkur?! Getur ekki bara einhver séð um þessi mál? Viðkomandi þarf þó að vera viðbragðsfljótur gagnvart öllu tilfallandi óréttlæti heima og heiman sem við lesum um á internetinu og kröfum okkar sem birtast með undirskriftalistum og deilingum á samfélagsmiðlum. Í raun þyrfti viðkomandi að vera vakandi fyrir öllum statusum á internetinu sem birtast í hástöfum, þar er oft mikilvæga afstöðu að finna sem bara VERÐUR að bregðast við. STRAX. Í vikunni stóð ég fyrir framan listaverkið 28. júlí í Louvre safninu í París og kiknaði aðeins í hnjánum af þakklæti. Berbrjósta byltingarleiðtogi með franska fánann leiðir fólkið til sigurs; til lýðræðis frá einræði. Frá helsi til frelsis. Fórnirnar sem hafa verið færðar til þess að tryggja verkamönnum, kaupmönnum og konum, fólki eins og mér, þátttökurétt við ákvarðanatöku um stjórnun vestrænna samfélaga eru ólýsanlegar. Samfélög og lýðræði hafa þróast svo hratt að veruleiki pöpulsins í París virðist næstum ekki eiga neitt erindi í nútímanum. Samt eiga byltingar nútímans sér líka stað undir forystu berbrjósta kvenna og enn þá eru kökur hápólitískt umræðuefni. Það er kannski leiðinlegt, en það er langsamlega skásta fyrirkomulagið sem í boði er. Eina leiðin til að viðhalda því er að nota það, til dæmis með því að kjósa þegar færi gefst.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun