Sjálfstæðisflokknum rústað Grétar H. Óskarsson skrifar 25. október 2016 00:00 Það er ekki öllum gefið að stjórna og leiða stjórnmálaflokk til góðra verka og uppskera aukið fylgi og frekari frama í þjóðlífinu. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa illu heilli eina ferðina enn brugðist vonum vorum, hverjar svo sem væntingar okkar óbreyttra flokksfélaga voru eftir hrunið. Formaður Sjálfstæðisflokksins gekk jafnvel svo langt á fundi flokksmanna í Valhöll að kannast ekki við neitt hrun, þetta hafi bara verið efnahagslægð. Það fór óhugur um fleiri en mig sem sátu undir þessum ummælum. Flestir í salnum hafa án efa tapað stórum fjárhæðum í hruninu og það var forkastanlegt af formanni flokksins að tala niður til okkar og staðhæfa að ekkert hrun hafi orðið. Ein fáránlegasta framganga fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins var að standa fyrir hækkun virðisaukaskatts á mat og bækur. Þar með fékk stjórnarandstaðan ókeypis beitt vopn í hendur til árása á ríkisstjórnina og fjármálaráðherra sérstaklega. Afleiðingarnar létu heldur ekki á sér standa, fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum hríðféll. En hver var tilgangurinn með þessum skattlagningum á mat og bækur? Að auka tekjur í ríkissjóð? Að stýra neyslu almennings til hins betra? Tekjuaukning ríkissjóðs hefur vart verið mælanleg og varla getur það hafa verið ætlun fjármálaráðherra að þvinga þjóðina til þess að borða og lesa minna. Hver var þá tilgangurinn með þessum skattahækkunum? Einnig má spyrja hver var tilgangurinn með að fella niður sykurskattinn? Var það af heilsufarslegum ástæðum til þess að stuðla að offitu og skemmdum tönnum eða af einhverjum duldum orsökum sem almenningur getur hvort sem er ekki skilið? Eftir hrunið var nauðsynlegt að skera niður útgjöld á mörgum sviðum. Nú þegar ræst hefur úr aftur hlýtur það að vera sett í forgang að bæta í þar sem þörfin er brýnust. Áttatíu þúsund manns skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, en samkvæmt orðum fjármálaráðherra þá vitum við landsmenn ekki hvað er okkur fyrir bestu. Forgangurinn skal vera þriggja milljarða tekjuafgangur og sjúklingar mega eiga sig og bíða á löngum biðlistum og viðeigandi lyf skulu þeir ekki fá. Og svo voru það kjaramál ellilífeyrisþega, öryrkja og annars „undirmálsfólks“ í þjóðfélaginu: „Fyrir u.þ.b. ári lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra íslenska ríkisins, þau boð út ganga að ellilífeyrisþegar skyldu ekki fá bætt eftirlaun sín afturvirkt til átta mánaða eins og aðrir láglaunahópar. En í framhaldinu fengu allir launþegar afturvirkar greiðslur og t.d. ráðherrar tíu mánuði afturvirka, sem gerði hvorki meira né minna en vel á aðra milljón króna. Var stefnuyfirlýsing ríksistjórnarinnar bull og kjaftæði?“ (Hjörleifur Hallgrímsson, MBL 2/4/16) Einnig má spyrja hvar er siðferðisvitund og sjálfsvirðing þeirra stjórnmálamanna sem valist hafa til þess að stjórna landi okkar. „Siðferðisbrestur stjórnmálamanna sem eiga aflandsfélög og eignir í erlendum gjaldeyri felst ekki í eignarhaldinu eða auðlegðinni. Siðferðisbresturinn felst í skilaboðum innanlands um hvað sé almenningi fyrir bestu. Enda er þetta fólk allt krónusinnar í orði en evrusinnar á borði. Það er ekki víst að það þjóni langtímahagsmunum íslensku þjóðarinnar að fara í myntsamstarf um evru. Þvert á móti bendir margt til þess í augnablikinu að ókostirnir sem fylgi slíku séu fleiri en kostirnir. Hins vegar gerum við þá einföldu kröfu til stjórnmálamanna sem tala fyrir ágæti krónunnar að þeir fylgi eigin trúarboðskap. Allt annað er hræsni.“ (Þorbjörn Þórðarson, Fréttablaðið 2/4/16) Hvenær fáum við sjálfstæðismenn flokksforystu sem getur lyft flokknum aftur upp á þann stall sem hann forðum hafði sem langstærsti flokkur landsins og flokkur allra stétta? Höfundur hefur verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í hálfa öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki öllum gefið að stjórna og leiða stjórnmálaflokk til góðra verka og uppskera aukið fylgi og frekari frama í þjóðlífinu. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa illu heilli eina ferðina enn brugðist vonum vorum, hverjar svo sem væntingar okkar óbreyttra flokksfélaga voru eftir hrunið. Formaður Sjálfstæðisflokksins gekk jafnvel svo langt á fundi flokksmanna í Valhöll að kannast ekki við neitt hrun, þetta hafi bara verið efnahagslægð. Það fór óhugur um fleiri en mig sem sátu undir þessum ummælum. Flestir í salnum hafa án efa tapað stórum fjárhæðum í hruninu og það var forkastanlegt af formanni flokksins að tala niður til okkar og staðhæfa að ekkert hrun hafi orðið. Ein fáránlegasta framganga fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins var að standa fyrir hækkun virðisaukaskatts á mat og bækur. Þar með fékk stjórnarandstaðan ókeypis beitt vopn í hendur til árása á ríkisstjórnina og fjármálaráðherra sérstaklega. Afleiðingarnar létu heldur ekki á sér standa, fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum hríðféll. En hver var tilgangurinn með þessum skattlagningum á mat og bækur? Að auka tekjur í ríkissjóð? Að stýra neyslu almennings til hins betra? Tekjuaukning ríkissjóðs hefur vart verið mælanleg og varla getur það hafa verið ætlun fjármálaráðherra að þvinga þjóðina til þess að borða og lesa minna. Hver var þá tilgangurinn með þessum skattahækkunum? Einnig má spyrja hver var tilgangurinn með að fella niður sykurskattinn? Var það af heilsufarslegum ástæðum til þess að stuðla að offitu og skemmdum tönnum eða af einhverjum duldum orsökum sem almenningur getur hvort sem er ekki skilið? Eftir hrunið var nauðsynlegt að skera niður útgjöld á mörgum sviðum. Nú þegar ræst hefur úr aftur hlýtur það að vera sett í forgang að bæta í þar sem þörfin er brýnust. Áttatíu þúsund manns skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, en samkvæmt orðum fjármálaráðherra þá vitum við landsmenn ekki hvað er okkur fyrir bestu. Forgangurinn skal vera þriggja milljarða tekjuafgangur og sjúklingar mega eiga sig og bíða á löngum biðlistum og viðeigandi lyf skulu þeir ekki fá. Og svo voru það kjaramál ellilífeyrisþega, öryrkja og annars „undirmálsfólks“ í þjóðfélaginu: „Fyrir u.þ.b. ári lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra íslenska ríkisins, þau boð út ganga að ellilífeyrisþegar skyldu ekki fá bætt eftirlaun sín afturvirkt til átta mánaða eins og aðrir láglaunahópar. En í framhaldinu fengu allir launþegar afturvirkar greiðslur og t.d. ráðherrar tíu mánuði afturvirka, sem gerði hvorki meira né minna en vel á aðra milljón króna. Var stefnuyfirlýsing ríksistjórnarinnar bull og kjaftæði?“ (Hjörleifur Hallgrímsson, MBL 2/4/16) Einnig má spyrja hvar er siðferðisvitund og sjálfsvirðing þeirra stjórnmálamanna sem valist hafa til þess að stjórna landi okkar. „Siðferðisbrestur stjórnmálamanna sem eiga aflandsfélög og eignir í erlendum gjaldeyri felst ekki í eignarhaldinu eða auðlegðinni. Siðferðisbresturinn felst í skilaboðum innanlands um hvað sé almenningi fyrir bestu. Enda er þetta fólk allt krónusinnar í orði en evrusinnar á borði. Það er ekki víst að það þjóni langtímahagsmunum íslensku þjóðarinnar að fara í myntsamstarf um evru. Þvert á móti bendir margt til þess í augnablikinu að ókostirnir sem fylgi slíku séu fleiri en kostirnir. Hins vegar gerum við þá einföldu kröfu til stjórnmálamanna sem tala fyrir ágæti krónunnar að þeir fylgi eigin trúarboðskap. Allt annað er hræsni.“ (Þorbjörn Þórðarson, Fréttablaðið 2/4/16) Hvenær fáum við sjálfstæðismenn flokksforystu sem getur lyft flokknum aftur upp á þann stall sem hann forðum hafði sem langstærsti flokkur landsins og flokkur allra stétta? Höfundur hefur verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í hálfa öld.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun