Áratuga reynsla fallin af þingi Sveinn Arnarsson skrifar 31. október 2016 08:00 Alþingishúsið við Austurvöll Níu þingmenn sem óskuðu endurkjörs í kosningunum síðastliðinn laugardag náðu ekki kjöri og falla af þingi. Sameiginleg þingreynsla þessara níu þingmanna er hvorki meiri né minni en rúm 77 ár. Samfylkingin galt afhroð í öðrum kosningum sínum í röð og fékk flokkurinn aðeins þrjá menn kjörna á þing. Fimm þingmenn flokksins féllu í kosningunum, öll á höfuðborgarsvæðinu. Þau Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson óskuðu öll eftir endurkjöri í Reykjavík en án árangurs. Einnig féll Árni Páll Árnason, fyrrum formaður flokksins, af þingi í kraganum. Össur Skarphéðinsson kom inn sem nýr þingmaður eftir kosningarnar árið 1991 og hafði því setið á alþingi í aldarfjórðung þegar hann féll af þingi og samflokksmaður hans, Helgi Hjörvar, hafði setið í rúm 13 ár þegar hann féll af þingi. Fjórir þingmenn, þrír úr Framsókn og einn úr Bjartri framtíð, féllu af þingi eftir aðeins eitt kjörtímabil. Þá féllu þrír þingmenn Framsóknarflokksins, þau Karl Garðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Auk þess féll Páll Valur Björnsson úr Bjartri framtíð einnig af þingi. Sigríður Ingibjörg er þakklát fyrir þann tíma sem hún átti á þingi, en hún tók þar sæti árið 2009. „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sitja tvö kjörtímabil á þingi og ég vona að ég hafi gert eitthvað gagn á þeim tíma. Nú tekur við nýr kafli þegar þessum lýkur,“ segir Sigríður. Hún segir fjölda flokka vera til trafala fyrir framgang félagshyggjunnar. „Þessi fjölbreytta flóra flokka viðheldur Sjálfstæðisflokknum við völd sem getur þá handstýrt hverja hann vill fá til samstarfs.“ Páll Valur Björnsson er ánægður eftir sitt kjörtímabil á þingi. „Þessi þrjú og hálft ár hafa verið ótrúleg, hvernig sem á það er litið, gríðarlega krefjandi, lærdómsrík og langoftast skemmtileg. Það eru alltaf vonbrigði þegar að maður nær ekki markmiðum sínum og þannig er það hjá mér núna,“ segir Páll Valur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Níu þingmenn sem óskuðu endurkjörs í kosningunum síðastliðinn laugardag náðu ekki kjöri og falla af þingi. Sameiginleg þingreynsla þessara níu þingmanna er hvorki meiri né minni en rúm 77 ár. Samfylkingin galt afhroð í öðrum kosningum sínum í röð og fékk flokkurinn aðeins þrjá menn kjörna á þing. Fimm þingmenn flokksins féllu í kosningunum, öll á höfuðborgarsvæðinu. Þau Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson óskuðu öll eftir endurkjöri í Reykjavík en án árangurs. Einnig féll Árni Páll Árnason, fyrrum formaður flokksins, af þingi í kraganum. Össur Skarphéðinsson kom inn sem nýr þingmaður eftir kosningarnar árið 1991 og hafði því setið á alþingi í aldarfjórðung þegar hann féll af þingi og samflokksmaður hans, Helgi Hjörvar, hafði setið í rúm 13 ár þegar hann féll af þingi. Fjórir þingmenn, þrír úr Framsókn og einn úr Bjartri framtíð, féllu af þingi eftir aðeins eitt kjörtímabil. Þá féllu þrír þingmenn Framsóknarflokksins, þau Karl Garðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Auk þess féll Páll Valur Björnsson úr Bjartri framtíð einnig af þingi. Sigríður Ingibjörg er þakklát fyrir þann tíma sem hún átti á þingi, en hún tók þar sæti árið 2009. „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sitja tvö kjörtímabil á þingi og ég vona að ég hafi gert eitthvað gagn á þeim tíma. Nú tekur við nýr kafli þegar þessum lýkur,“ segir Sigríður. Hún segir fjölda flokka vera til trafala fyrir framgang félagshyggjunnar. „Þessi fjölbreytta flóra flokka viðheldur Sjálfstæðisflokknum við völd sem getur þá handstýrt hverja hann vill fá til samstarfs.“ Páll Valur Björnsson er ánægður eftir sitt kjörtímabil á þingi. „Þessi þrjú og hálft ár hafa verið ótrúleg, hvernig sem á það er litið, gríðarlega krefjandi, lærdómsrík og langoftast skemmtileg. Það eru alltaf vonbrigði þegar að maður nær ekki markmiðum sínum og þannig er það hjá mér núna,“ segir Páll Valur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira