Obama: Verðum að muna að við erum öll í sama liði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 17:46 Joe Biden varaforseti var við hlið Obama þegar hann ávarpaði fjölmiðla nú fyrir stuttu og slógu þeir á létta strengi á tilfinningaþrunginni stund. Vísir/Getty Barack Obama ávarpaði fjölmiðlamenn úr Rósagarðinum við Hvíta húsið rétt í þessu. Honum við hlið var varaforseti hans, Joe Biden. Í ávarpi sínu lagði Obama áherslu á að fólk væri bjartsýnt og vongott, sem og að Bandaríkjamenn væru ein heild. „Allir eru leiðir þegar þeir tapa kosningum, en daginn eftir verðum við að muna að við erum öll í sama liði,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig að hann hefði talað við Trump símleiðis í gærkvöldi og óskað honum til hamingju með sigurinn. Hann bindi miklar vonir um að Trump gangi vel í forsetatíð sinni og að hann nái að sameina klofna þjóð. „Við erum fyrst og fremst Bandaríkjamenn. Við viljum öll það besta fyrir landið okkar. Það er það sem ég skynjaði í orðum herra Trump í gær. Það er það sem ég skynjaði þegar ég talaði við hann sjálfur og það taldi í mig kjark. Það er það sem landið okkar þarfnast, samheldni. Virðing fyrir stofnunum samfélagsins, virðing fyrir því hvernig við lifum lífinu okkar, virðing fyrir lögunum og virðing fyrir hvort öðru.“ Obama sagðist jafnframt vera mjög stoltur af Clinton og hennar kosningabaráttu, framboð hennar hafi verið innblástur fyrir fjölda fólks og stúlkna um heim allan. Hann sagðist bera miklar vonir til þess að Clinton hjónin haldi áfram að vinna í þágu Bandaríkjanna um heim allan. Mikilvægt að ungt fólk missi ekki dampinn Forsetinn nýtti tækifærið einnig og ávarpaði ungt fólk beint, sem mörg hver voru að kjósa í fyrsta skipti og öðluðust jafnvel áhuga á stjórnmálum í fyrsta sinn í baráttunni. „Svona eru kosningabaráttur, þetta er eðli lýðræðis. Það er oft erfitt og umdeilt, það er ekki alltaf hvetjandi. En við unga fólkið sem fékk áhuga á stjórnmálum í fyrsta skipti í kosningunum og eru mörg hver vonsvikin vil ég segja að þið verðið að halda í metnaðinn. Ekki verða tortryggin. Ekki halda í eina mínútu að þið getið ekki haft áhrif. Clinton sagði í morgun að það sé þess virði að berjast fyrir því sem er rétt. Og stundum tapar maður rifrildi og stundum tapar maður kosningum,“ sagði Obama „Stundum gerast hlutir sem sumum þykir framför og öðrum þykir afturför. Og það er allt í lagi. Ég hef tapað kosningum, þannig eru stjórnmál stundum. Við gerum okkar besta við að sannfæra fólk um að við höfum rétt fyrir okkur og svo kýs fólk. Ef við töpum þá lærum við af mistökum okkar.“ Ræðu Obama var streymt á Facebook síðu CNN og má sjá hana í heild sinni hér fyrir neðan. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Joe Biden Tengdar fréttir „Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Barack Obama ávarpaði fjölmiðlamenn úr Rósagarðinum við Hvíta húsið rétt í þessu. Honum við hlið var varaforseti hans, Joe Biden. Í ávarpi sínu lagði Obama áherslu á að fólk væri bjartsýnt og vongott, sem og að Bandaríkjamenn væru ein heild. „Allir eru leiðir þegar þeir tapa kosningum, en daginn eftir verðum við að muna að við erum öll í sama liði,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig að hann hefði talað við Trump símleiðis í gærkvöldi og óskað honum til hamingju með sigurinn. Hann bindi miklar vonir um að Trump gangi vel í forsetatíð sinni og að hann nái að sameina klofna þjóð. „Við erum fyrst og fremst Bandaríkjamenn. Við viljum öll það besta fyrir landið okkar. Það er það sem ég skynjaði í orðum herra Trump í gær. Það er það sem ég skynjaði þegar ég talaði við hann sjálfur og það taldi í mig kjark. Það er það sem landið okkar þarfnast, samheldni. Virðing fyrir stofnunum samfélagsins, virðing fyrir því hvernig við lifum lífinu okkar, virðing fyrir lögunum og virðing fyrir hvort öðru.“ Obama sagðist jafnframt vera mjög stoltur af Clinton og hennar kosningabaráttu, framboð hennar hafi verið innblástur fyrir fjölda fólks og stúlkna um heim allan. Hann sagðist bera miklar vonir til þess að Clinton hjónin haldi áfram að vinna í þágu Bandaríkjanna um heim allan. Mikilvægt að ungt fólk missi ekki dampinn Forsetinn nýtti tækifærið einnig og ávarpaði ungt fólk beint, sem mörg hver voru að kjósa í fyrsta skipti og öðluðust jafnvel áhuga á stjórnmálum í fyrsta sinn í baráttunni. „Svona eru kosningabaráttur, þetta er eðli lýðræðis. Það er oft erfitt og umdeilt, það er ekki alltaf hvetjandi. En við unga fólkið sem fékk áhuga á stjórnmálum í fyrsta skipti í kosningunum og eru mörg hver vonsvikin vil ég segja að þið verðið að halda í metnaðinn. Ekki verða tortryggin. Ekki halda í eina mínútu að þið getið ekki haft áhrif. Clinton sagði í morgun að það sé þess virði að berjast fyrir því sem er rétt. Og stundum tapar maður rifrildi og stundum tapar maður kosningum,“ sagði Obama „Stundum gerast hlutir sem sumum þykir framför og öðrum þykir afturför. Og það er allt í lagi. Ég hef tapað kosningum, þannig eru stjórnmál stundum. Við gerum okkar besta við að sannfæra fólk um að við höfum rétt fyrir okkur og svo kýs fólk. Ef við töpum þá lærum við af mistökum okkar.“ Ræðu Obama var streymt á Facebook síðu CNN og má sjá hana í heild sinni hér fyrir neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Joe Biden Tengdar fréttir „Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
„Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24
Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03