Nýir þingmenn á skólabekk í dag Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. nóvember 2016 09:30 Nýr þingmaður VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, er farinn að hlakka svo til þingstarfa að hann var þegar kominn í Alþingishúsið í gær. Þar gluggaði hann í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttablaðið/Anton Kynningarfundur fyrir nýkjörna alþingismenn fer fram í dag. Þar fá þeir kynningu á starfsaðstæðum, starfskjörum og ýmsum þingvenjum og óskrifuðum reglum, svo dæmi sé nefnt. Þá kemur líka út ný útgáfa af ritinu Háttvirtur þingmaður, sem er handbók um þingstörfin. „Þetta er bók upp á 170 síður,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann segir kynningarfundinn jafnan vera vel sóttan. Kolbeinn Óttarsson Proppé er einn nýrra þingmanna. Hann þjófstartaði reyndar og fór í síðustu viku í Alþingishúsið til að sækja fundinn, en greip í tómt. Hann hlakkar mikið til morgundagsins. „Það verður mjög fínt að fá betri innsýn inn í það hvernig þetta virkar allt. Þó að maður hafi svo sem fylgst með þessu utanfrá nokkuð lengi, þá er allt annað að vera kominn hérna megin,“ segir Kolbeinn. Ein óskrifaða reglan sem, þó hefur nokkrum sinnum verið brotin, er að þingmenn séu með bindi. Kolbeinn á ekki neitt slíkt. „Ég á ekki eitt einasta bindi og ég ætla ekki að breyta því. Seðlabankinn getur átt sína bindiskyldu. Ég hef aldrei skilið þennan klæðnað. Þetta þrengir að og fólk á að klæðast því sem því þykir þægilegt að vera í,“ segir hann. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn á þing 2013 og sótti kynningarfundinn á þeim tíma. „Þetta er kannski ekki nauðsynlegt, en það var gagnlegt og styður þig í að átta þig á hlutunum. En svo gerist þetta oft af sjálfu sér eins og á öðrum vinnustöðum. Þú sérð og spyrð og svo framvegis,“ segir Brynjar um nauðsyn þess að sækja fundinn. Tæplega helmingur þingmanna var kjörinn á Alþingi í fyrsta sinn í nýliðnum kosningum. Brynjar segir að sér lítist að sumu leyti ágætlega á hópinn. „Það er innan um þarna fólk sem ég hef tröllatrú á. Svo kemur í ljós þegar menn fara að vinna í nefndarstörfum hvernig menn finna sig i þessu. Sumir koma á óvart en aðrir valda vonbrigðum, eins og á öllum vinnustöðum,“ segir Brynjar. Brynjar hlakkar til þingvetrarins. „Það er spennandi hvernig ríkisstjórn verður. Það er mikill munur á að vera þingmaður i stjórnarandstöðu eða stjórn.“ Kosningar 2016 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Kynningarfundur fyrir nýkjörna alþingismenn fer fram í dag. Þar fá þeir kynningu á starfsaðstæðum, starfskjörum og ýmsum þingvenjum og óskrifuðum reglum, svo dæmi sé nefnt. Þá kemur líka út ný útgáfa af ritinu Háttvirtur þingmaður, sem er handbók um þingstörfin. „Þetta er bók upp á 170 síður,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann segir kynningarfundinn jafnan vera vel sóttan. Kolbeinn Óttarsson Proppé er einn nýrra þingmanna. Hann þjófstartaði reyndar og fór í síðustu viku í Alþingishúsið til að sækja fundinn, en greip í tómt. Hann hlakkar mikið til morgundagsins. „Það verður mjög fínt að fá betri innsýn inn í það hvernig þetta virkar allt. Þó að maður hafi svo sem fylgst með þessu utanfrá nokkuð lengi, þá er allt annað að vera kominn hérna megin,“ segir Kolbeinn. Ein óskrifaða reglan sem, þó hefur nokkrum sinnum verið brotin, er að þingmenn séu með bindi. Kolbeinn á ekki neitt slíkt. „Ég á ekki eitt einasta bindi og ég ætla ekki að breyta því. Seðlabankinn getur átt sína bindiskyldu. Ég hef aldrei skilið þennan klæðnað. Þetta þrengir að og fólk á að klæðast því sem því þykir þægilegt að vera í,“ segir hann. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn á þing 2013 og sótti kynningarfundinn á þeim tíma. „Þetta er kannski ekki nauðsynlegt, en það var gagnlegt og styður þig í að átta þig á hlutunum. En svo gerist þetta oft af sjálfu sér eins og á öðrum vinnustöðum. Þú sérð og spyrð og svo framvegis,“ segir Brynjar um nauðsyn þess að sækja fundinn. Tæplega helmingur þingmanna var kjörinn á Alþingi í fyrsta sinn í nýliðnum kosningum. Brynjar segir að sér lítist að sumu leyti ágætlega á hópinn. „Það er innan um þarna fólk sem ég hef tröllatrú á. Svo kemur í ljós þegar menn fara að vinna í nefndarstörfum hvernig menn finna sig i þessu. Sumir koma á óvart en aðrir valda vonbrigðum, eins og á öllum vinnustöðum,“ segir Brynjar. Brynjar hlakkar til þingvetrarins. „Það er spennandi hvernig ríkisstjórn verður. Það er mikill munur á að vera þingmaður i stjórnarandstöðu eða stjórn.“
Kosningar 2016 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira