Fyrirheit stjórnvalda reyndust orðin tóm Svavar Hávarðsson skrifar 8. nóvember 2016 11:00 Nemendur Háskóla Íslands á haustmisseri eru skráðir 13.000. Vísir/Ernir Stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit um að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD á þessu ári og Norðurlandanna árið 2020. Ekkert er minnst á þessi fyrirheit í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017 til 2021. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi búið við skertar fjárveitingar árum saman um leið og nemendum hefur fjölgað mikið og kröfur til skólans stóraukist. „Háskólinn hefur gætt ýtrasta aðhalds í öllum rekstri, en lengra verður ekki gengið án þess að gæðum náms og kennslu sé stefnt í voða og stöðu og orðspori skólans á alþjóðavettvangi ógnað. Fyrir liggur að skólinn verður að óbreyttu rekinn með um 300 milljóna króna halla á þessu ári sem er fordæmalaust og óvissa er um framhaldið,“ segir Jón Atli í viðtali við Fréttablaðið.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli gerir að umtalsefni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins að stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit sín um framlög til skólans. Aðspurður segir hann að í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar sé kveðið á um að standa við framlög til Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands sem þýðir að framlög til Háskóla Íslands skuli aukast í áföngum uns meðalfjárveitingum til háskóla á hinum Norðurlöndunum verði náð árið 2020. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sé þetta markmið ítrekað. „Þetta fyrirheit hefur ekki verið efnt og eru því gífurleg vonbrigði að í nýlega samþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021, þar sem gert ráð fyrir verulegri útgjaldaaukningu til ýmissa innviða af hálfu ríkisins, er háskólastigið skilið eftir,“ segir Jón Atli og bætir við að til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þurfi skólinn um 1,5 milljarða króna strax árið 2017. Núverandi staða hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við háskólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft hefur að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum á undanförnum árum. Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Augljóst er að langvarandi undirfjármögnun Háskólans mun hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi,“ segir rektor. Jón Atli segir í grein sinni í Læknablaðinu að áhrifa þessarar alvarlegu stöðu muni að óbreyttu ekki síst gæta í heilbrigðiskerfinu, enda starfi Háskóli Íslands og Landspítalinn sem órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús sem er mikilvægasta kennslu-, þjálfunar- og rannsóknastofnun landsins á heilbrigðissviði. Ríflega 2.000 nemendur leggja nú stund á nám á fjölmörgum fræðisviðum sem tengjast heilbrigðiskerfinu. Kosningar 2016 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit um að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD á þessu ári og Norðurlandanna árið 2020. Ekkert er minnst á þessi fyrirheit í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017 til 2021. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi búið við skertar fjárveitingar árum saman um leið og nemendum hefur fjölgað mikið og kröfur til skólans stóraukist. „Háskólinn hefur gætt ýtrasta aðhalds í öllum rekstri, en lengra verður ekki gengið án þess að gæðum náms og kennslu sé stefnt í voða og stöðu og orðspori skólans á alþjóðavettvangi ógnað. Fyrir liggur að skólinn verður að óbreyttu rekinn með um 300 milljóna króna halla á þessu ári sem er fordæmalaust og óvissa er um framhaldið,“ segir Jón Atli í viðtali við Fréttablaðið.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli gerir að umtalsefni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins að stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit sín um framlög til skólans. Aðspurður segir hann að í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar sé kveðið á um að standa við framlög til Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands sem þýðir að framlög til Háskóla Íslands skuli aukast í áföngum uns meðalfjárveitingum til háskóla á hinum Norðurlöndunum verði náð árið 2020. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sé þetta markmið ítrekað. „Þetta fyrirheit hefur ekki verið efnt og eru því gífurleg vonbrigði að í nýlega samþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021, þar sem gert ráð fyrir verulegri útgjaldaaukningu til ýmissa innviða af hálfu ríkisins, er háskólastigið skilið eftir,“ segir Jón Atli og bætir við að til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þurfi skólinn um 1,5 milljarða króna strax árið 2017. Núverandi staða hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við háskólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft hefur að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum á undanförnum árum. Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Augljóst er að langvarandi undirfjármögnun Háskólans mun hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi,“ segir rektor. Jón Atli segir í grein sinni í Læknablaðinu að áhrifa þessarar alvarlegu stöðu muni að óbreyttu ekki síst gæta í heilbrigðiskerfinu, enda starfi Háskóli Íslands og Landspítalinn sem órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús sem er mikilvægasta kennslu-, þjálfunar- og rannsóknastofnun landsins á heilbrigðissviði. Ríflega 2.000 nemendur leggja nú stund á nám á fjölmörgum fræðisviðum sem tengjast heilbrigðiskerfinu.
Kosningar 2016 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira