Samábyrgð Magnús Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Það hefur verið afar forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðunum við skýrslu Rauða krossins undir titlinum Fólkið í skugganum, þar sem hagir lakast settu borgarbúanna í Reykjavík eru skoðaðir í þaula. Það er reyndar umhugsunarefni að Reykjavíkurborg skuli, án jafn ígrundaðrar skoðunar á nágrannasveitarfélögunum, tekin til umfjöllunar. Stór-höfuðborgarsvæðið samnýtir samgöngur og ýmsa verslunarþjónustu, hefur sambærilegan aðgang að t.d. innanlandsflugvelli, opinberum þjónustustofnunum á borð við háskóla og atvinnutækifærum og því hlýtur að teljast eðlilegt að félagslegri ábyrgð sé einnig dreift. Það virðast fáir efast um að flutningur fátækrahverfisins Höfðaborgar í Efra-Breiðholt á sínum tíma hafi verið mikil mistök. Afleiðingarnar eru enn að koma í ljós með ýmsum hætti en staðreyndin er að stór hluti íbúa lifir við fjárhagslega fátækt og í félagslegum mótbyr. Ungt fólk upplifir valkosti sína og möguleika til betra lífs takmarkaða og er fyrir ýmissa hluta sakir mun hættara við því að erfa fátækt foreldranna kynslóð eftir kynslóð. Borgaryfirvöld og ekki síður frumkvöðlar og baráttufólk innan hverfisins eiga þó sinn þátt í að það er margt gott og fallegt við lífið í Efra-Breiðholti. En betur má ef duga skal því það leynir sér ekki á skýrslu Rauða krossins að vandi hverfisins er umtalsverður. Eins og Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti, og Þuríður Sigurðardóttir, umsjónarmaður með fjölskylduverkefninu Tinnu, benda á í frétt hér framar í blaðinu, þá er margt sem betur mætti fara. Auk aðgerða sem þær leggja til að ráðist verði í innan hverfisins sé auðvitað mikilvægt að dreifa félagslegum íbúum um borgina. Það er eðlilegt að þær Elísabet og Þuríður beini orðum sínum til borgarinnar sem starfmenn hennar og þar sem það er í meirihluta Reykjavíkurborg sem ber félagslega ábyrgð á höfuðborgarsvæðinu. En mörkin á milli Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna tilheyra þeim tíma þegar þau voru sett og eru auðvitað í raun og veru úreld fyrir margt lifandis löngu. Ágætt dæmi um þessa úreldingu er einmitt að finna í hlutfalli nýrra félagslegra íbúða á vegum Reykjavíkur annars vegar og nágrannasveitarfélaganna hins vegar. Þá kemur í ljós að Reykjavík stendur sig sýnu best sem þýðir að íbúar borgarinnar bera félagslega ábyrgð í nærsamfélaginu umfram granna þeirra utan borgarmarkanna. Það skýrir kannski að einhverju leyti lítinn vilja fyrir sameiningu við Reykjavík hjá nágrannasveitarfélögum borgarinnar. Félagslegur húsnæðisvandi á höfuðborgarsvæðinu er auðvitað ekki aðeins vandi Reykvíkinga. Vandinn er allra sem búa innan svæðisins og njóta þess sem það hefur að bjóða. Það hlýtur því að teljast eðlilegt, til þess að stuðla að sem bestri dreifingu á félagslegum úrræðum í húsnæðismálum, að Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögin láti nú til sín taka svo allir íbúar svæðisins leggi jafnt af mörkum til þess að sigrast megi á þessum vanda og það sem fyrst.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið afar forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðunum við skýrslu Rauða krossins undir titlinum Fólkið í skugganum, þar sem hagir lakast settu borgarbúanna í Reykjavík eru skoðaðir í þaula. Það er reyndar umhugsunarefni að Reykjavíkurborg skuli, án jafn ígrundaðrar skoðunar á nágrannasveitarfélögunum, tekin til umfjöllunar. Stór-höfuðborgarsvæðið samnýtir samgöngur og ýmsa verslunarþjónustu, hefur sambærilegan aðgang að t.d. innanlandsflugvelli, opinberum þjónustustofnunum á borð við háskóla og atvinnutækifærum og því hlýtur að teljast eðlilegt að félagslegri ábyrgð sé einnig dreift. Það virðast fáir efast um að flutningur fátækrahverfisins Höfðaborgar í Efra-Breiðholt á sínum tíma hafi verið mikil mistök. Afleiðingarnar eru enn að koma í ljós með ýmsum hætti en staðreyndin er að stór hluti íbúa lifir við fjárhagslega fátækt og í félagslegum mótbyr. Ungt fólk upplifir valkosti sína og möguleika til betra lífs takmarkaða og er fyrir ýmissa hluta sakir mun hættara við því að erfa fátækt foreldranna kynslóð eftir kynslóð. Borgaryfirvöld og ekki síður frumkvöðlar og baráttufólk innan hverfisins eiga þó sinn þátt í að það er margt gott og fallegt við lífið í Efra-Breiðholti. En betur má ef duga skal því það leynir sér ekki á skýrslu Rauða krossins að vandi hverfisins er umtalsverður. Eins og Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti, og Þuríður Sigurðardóttir, umsjónarmaður með fjölskylduverkefninu Tinnu, benda á í frétt hér framar í blaðinu, þá er margt sem betur mætti fara. Auk aðgerða sem þær leggja til að ráðist verði í innan hverfisins sé auðvitað mikilvægt að dreifa félagslegum íbúum um borgina. Það er eðlilegt að þær Elísabet og Þuríður beini orðum sínum til borgarinnar sem starfmenn hennar og þar sem það er í meirihluta Reykjavíkurborg sem ber félagslega ábyrgð á höfuðborgarsvæðinu. En mörkin á milli Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna tilheyra þeim tíma þegar þau voru sett og eru auðvitað í raun og veru úreld fyrir margt lifandis löngu. Ágætt dæmi um þessa úreldingu er einmitt að finna í hlutfalli nýrra félagslegra íbúða á vegum Reykjavíkur annars vegar og nágrannasveitarfélaganna hins vegar. Þá kemur í ljós að Reykjavík stendur sig sýnu best sem þýðir að íbúar borgarinnar bera félagslega ábyrgð í nærsamfélaginu umfram granna þeirra utan borgarmarkanna. Það skýrir kannski að einhverju leyti lítinn vilja fyrir sameiningu við Reykjavík hjá nágrannasveitarfélögum borgarinnar. Félagslegur húsnæðisvandi á höfuðborgarsvæðinu er auðvitað ekki aðeins vandi Reykvíkinga. Vandinn er allra sem búa innan svæðisins og njóta þess sem það hefur að bjóða. Það hlýtur því að teljast eðlilegt, til þess að stuðla að sem bestri dreifingu á félagslegum úrræðum í húsnæðismálum, að Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögin láti nú til sín taka svo allir íbúar svæðisins leggi jafnt af mörkum til þess að sigrast megi á þessum vanda og það sem fyrst.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. nóvember.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun