Breskir þingmenn í bobba Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. vísir/epa Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gæti þurft að boða til þingkosninga á næsta ári frekar en að fara í hart við þingið út af útgöngu úr Evrópusambandinu. Nýr dómsúrskurður er í það minnsta líklegur til að draga framvinduna alla á langinn. Staðfesti Hæstiréttur Bretlands dómsúrskurð frá í vikunni stendur breska þingið frammi fyrir erfiðu vali. Það þarf að taka ákvörðun um það hvort Bretland eigi að virkja útgönguákvæði Lissabonsáttmálans og þar með segja skilið við Evrópusambandið. Að öllum líkindum er meirihluti þingmanna andvígur útgöngu, en fylgi þeir samvisku sinni hvað það varðar þá bregðast þeir jafnframt meirihluta kjósenda sem í júní síðastliðnum samþykktu útgöngu. Sá meirihluti var að vísu ekki mjög stór. Rétt tæplega 52 prósent samþykktu útgönguna en rúmlega 48 prósent voru andvíg. Og þótt andstaðan við Evrópusambandið hafi kannski ekki rist djúpt hjá öllum þeim sem greiddu atkvæði með útgöngu, þá munu hörðustu Evrópuandstæðingarnir örugglega ekki láta það ganga þegjandi yfir sig að þingið kjósi að hunsa niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Ríkisstjórn Theresu May þarf að fá samþykki breska þingsins áður en úrsagnarákvæði Lissabonsáttmála Evrópusambandsins verður virkjað. Nordicphotos/AFPSamkvæmt nýrri skoðanakönnun er reyndar naumur meirihluti Breta núna fylgjandi áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Nú er það 51 prósent sem vill aðild áfram en 49 prósent eru andvíg. Munurinn er þó það lítill að enn skiptist þjóðin í tvo álíka stóra helminga hvað þetta hagsmunamál hennar varðar. Og jafnvel þótt þingið muni á endanum fallast á útgöngu, þá mun dómsúrskurðurinn vafalaust verða til þess að draga afgreiðslu hennar á langinn og flækja allar samningaviðræður við Evrópusambandið. Ráðamenn annarra Evrópusambandsríkja hafa lagt áherslu á að Bretar yfirgefi sambandið sem allra fyrst, úr því þeir ætli út á annað borð. Þingið gæti hins vegar reynt að fá stjórnina til að tryggja að útgangan úr Evrópusambandinu verði sem mildust fyrir alla, þannig að Bretar héldu áfram einhvers konar aðild að innri markaði sambandsins en þyrftu þá að fallast á frjálsa för fólks yfir landamærin upp að einhverju marki. Harkaleg útganga, sem þýddi að Bretland myndi slíta öll tengsl við Evrópusambandið og þyrfti að semja upp á nýtt um öll viðskipti, rétt eins og hvert annað ríki utan Evrópu, væri varla það sem þingið vildi sjá. Svo gæti því farið að frekar en að fara út í erfið átök við þingið sjái Theresa May sér ekki annað fært en að boða til þingkosninga strax á næsta ári, áður en útgönguákvæðið er virkjað. Þar með fengi þjóðin nýja aðkomu að málinu.David Cameron var tilneyddur að boða til þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Vísir/Getty50. greinin Samkvæmt 50. grein Lissabonsáttmála Evrópusambandsins geta aðildarríki óskað eftir útgöngu. Tekið er fram að það eigi þá að gerast í samræmi við stjórnskipun þess lands, sem vill yfirgefa sambandið. Eftir að 50. greinin hefur verið virkjuð hafa aðildaríkin tvö ár til þess að semja um skilmála útöngunnar, þar á meðal um dagsetningu útgöngunnar. Takist ekki samkomulag er þó hægt að framlengja þennan frest, en aðeins með samþykki allra aðildarríkjanna. Hættan er samt sú að gangi samningaviðræðurnar illa sitji Bretar að tveimur árum liðnum eftir með sárt ennið, án aðildar og án samnings.Þrýst á útgönguAndstaða gegn aðild hefur áratugum saman verið áberandi á breska þinginu. Framan af var hún sterkari meðal þingmanna Verkamannaflokksins en Íhaldsflokksins, en það snerist við fyrir aldarfjórðungi eða svo þegar Evrópusambandið var tekið að leggja meiri áherslu á félagsleg réttindi. Frá því upp úr síðustu aldamótum hefur þó Breski sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, verið einna harðastur í andstöðunni við aðild. Andstaðan við aðild hefur svo aukist töluvert á síðustu árum eftir að efnahagskreppan skall á með evruvanda og tregðu almennings við að taka á móti flóttafólki. Innan Íhaldsflokksins urðu Evrópuandstæðingar svo áhrifamiklir að í kosningabaráttunni á síðasta ári sá David Cameron, þáverandi forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, sér ekki fært annað en að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn eða áframahaldandi aðild.Nigel Farage sagði af sér eftir kosningasigurinn og sagðist hafa fullnægt pólitískum metnaði sínum.Vísir/AFPÞjóðaratkvæðagreiðslanÞann 23. júní síðastliðinn samþykktu 51,89 prósent kjósenda, rúmlega 17 milljónir manna, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en 48,11 prósent voru fylgjandi áframhaldandi aðild. Kosningaþátttakan var um 72 prósent. Í kjölfarið sagði David Cameron af sér, bæði sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, þar sem hann hafði hvatt kjósendur til að samþykkja áframhald aðildar. Við kefllinu tók Theresa May, sem hét því að fara að vilja kjósenda þótt hún hafi sjálf viljað áfram aðildar. Hún fékk til liðs við sig Boris Johnson, helsta forsprakka útgöngusinna innan Íhaldsflokksins, og gerði hann að utanríkisráðherra. Nigel Farage, leiðtogi UKIP, sagði síðan af sér, enda hafði hann þá náð fram helsta baráttumáli sínu.DómsúrskurðurinnYfirréttur í London, High Court of Justice, kvað á fimmtudaginn upp þann úrskurð að breska þingið hafi eitt ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Dómstóllinn segir að úrsögn hafi það í för með sér að Bretar missi sum þau réttindi sem fylgja ESB-aðild og leidd voru í bresk lög með aðildarlöggjöfinni árið 1972. Dómstóllinn hafnar þeim meginmálflutningi stjórnarinnar að þingið hafi, með lögum sínum frá 1973 um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, ætlast til þess að upp frá því færi ríkisstjórnin með ákvörðunarvald um úrsögn. Ríkisstjórnin hefur sagt að úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar, sem hefur strax gefið út að niðurstaða verði kynnt þann 7. desember næstkomandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gæti þurft að boða til þingkosninga á næsta ári frekar en að fara í hart við þingið út af útgöngu úr Evrópusambandinu. Nýr dómsúrskurður er í það minnsta líklegur til að draga framvinduna alla á langinn. Staðfesti Hæstiréttur Bretlands dómsúrskurð frá í vikunni stendur breska þingið frammi fyrir erfiðu vali. Það þarf að taka ákvörðun um það hvort Bretland eigi að virkja útgönguákvæði Lissabonsáttmálans og þar með segja skilið við Evrópusambandið. Að öllum líkindum er meirihluti þingmanna andvígur útgöngu, en fylgi þeir samvisku sinni hvað það varðar þá bregðast þeir jafnframt meirihluta kjósenda sem í júní síðastliðnum samþykktu útgöngu. Sá meirihluti var að vísu ekki mjög stór. Rétt tæplega 52 prósent samþykktu útgönguna en rúmlega 48 prósent voru andvíg. Og þótt andstaðan við Evrópusambandið hafi kannski ekki rist djúpt hjá öllum þeim sem greiddu atkvæði með útgöngu, þá munu hörðustu Evrópuandstæðingarnir örugglega ekki láta það ganga þegjandi yfir sig að þingið kjósi að hunsa niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Ríkisstjórn Theresu May þarf að fá samþykki breska þingsins áður en úrsagnarákvæði Lissabonsáttmála Evrópusambandsins verður virkjað. Nordicphotos/AFPSamkvæmt nýrri skoðanakönnun er reyndar naumur meirihluti Breta núna fylgjandi áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Nú er það 51 prósent sem vill aðild áfram en 49 prósent eru andvíg. Munurinn er þó það lítill að enn skiptist þjóðin í tvo álíka stóra helminga hvað þetta hagsmunamál hennar varðar. Og jafnvel þótt þingið muni á endanum fallast á útgöngu, þá mun dómsúrskurðurinn vafalaust verða til þess að draga afgreiðslu hennar á langinn og flækja allar samningaviðræður við Evrópusambandið. Ráðamenn annarra Evrópusambandsríkja hafa lagt áherslu á að Bretar yfirgefi sambandið sem allra fyrst, úr því þeir ætli út á annað borð. Þingið gæti hins vegar reynt að fá stjórnina til að tryggja að útgangan úr Evrópusambandinu verði sem mildust fyrir alla, þannig að Bretar héldu áfram einhvers konar aðild að innri markaði sambandsins en þyrftu þá að fallast á frjálsa för fólks yfir landamærin upp að einhverju marki. Harkaleg útganga, sem þýddi að Bretland myndi slíta öll tengsl við Evrópusambandið og þyrfti að semja upp á nýtt um öll viðskipti, rétt eins og hvert annað ríki utan Evrópu, væri varla það sem þingið vildi sjá. Svo gæti því farið að frekar en að fara út í erfið átök við þingið sjái Theresa May sér ekki annað fært en að boða til þingkosninga strax á næsta ári, áður en útgönguákvæðið er virkjað. Þar með fengi þjóðin nýja aðkomu að málinu.David Cameron var tilneyddur að boða til þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Vísir/Getty50. greinin Samkvæmt 50. grein Lissabonsáttmála Evrópusambandsins geta aðildarríki óskað eftir útgöngu. Tekið er fram að það eigi þá að gerast í samræmi við stjórnskipun þess lands, sem vill yfirgefa sambandið. Eftir að 50. greinin hefur verið virkjuð hafa aðildaríkin tvö ár til þess að semja um skilmála útöngunnar, þar á meðal um dagsetningu útgöngunnar. Takist ekki samkomulag er þó hægt að framlengja þennan frest, en aðeins með samþykki allra aðildarríkjanna. Hættan er samt sú að gangi samningaviðræðurnar illa sitji Bretar að tveimur árum liðnum eftir með sárt ennið, án aðildar og án samnings.Þrýst á útgönguAndstaða gegn aðild hefur áratugum saman verið áberandi á breska þinginu. Framan af var hún sterkari meðal þingmanna Verkamannaflokksins en Íhaldsflokksins, en það snerist við fyrir aldarfjórðungi eða svo þegar Evrópusambandið var tekið að leggja meiri áherslu á félagsleg réttindi. Frá því upp úr síðustu aldamótum hefur þó Breski sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, verið einna harðastur í andstöðunni við aðild. Andstaðan við aðild hefur svo aukist töluvert á síðustu árum eftir að efnahagskreppan skall á með evruvanda og tregðu almennings við að taka á móti flóttafólki. Innan Íhaldsflokksins urðu Evrópuandstæðingar svo áhrifamiklir að í kosningabaráttunni á síðasta ári sá David Cameron, þáverandi forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, sér ekki fært annað en að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn eða áframahaldandi aðild.Nigel Farage sagði af sér eftir kosningasigurinn og sagðist hafa fullnægt pólitískum metnaði sínum.Vísir/AFPÞjóðaratkvæðagreiðslanÞann 23. júní síðastliðinn samþykktu 51,89 prósent kjósenda, rúmlega 17 milljónir manna, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en 48,11 prósent voru fylgjandi áframhaldandi aðild. Kosningaþátttakan var um 72 prósent. Í kjölfarið sagði David Cameron af sér, bæði sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, þar sem hann hafði hvatt kjósendur til að samþykkja áframhald aðildar. Við kefllinu tók Theresa May, sem hét því að fara að vilja kjósenda þótt hún hafi sjálf viljað áfram aðildar. Hún fékk til liðs við sig Boris Johnson, helsta forsprakka útgöngusinna innan Íhaldsflokksins, og gerði hann að utanríkisráðherra. Nigel Farage, leiðtogi UKIP, sagði síðan af sér, enda hafði hann þá náð fram helsta baráttumáli sínu.DómsúrskurðurinnYfirréttur í London, High Court of Justice, kvað á fimmtudaginn upp þann úrskurð að breska þingið hafi eitt ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Dómstóllinn segir að úrsögn hafi það í för með sér að Bretar missi sum þau réttindi sem fylgja ESB-aðild og leidd voru í bresk lög með aðildarlöggjöfinni árið 1972. Dómstóllinn hafnar þeim meginmálflutningi stjórnarinnar að þingið hafi, með lögum sínum frá 1973 um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, ætlast til þess að upp frá því færi ríkisstjórnin með ákvörðunarvald um úrsögn. Ríkisstjórnin hefur sagt að úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar, sem hefur strax gefið út að niðurstaða verði kynnt þann 7. desember næstkomandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira