Forsetinn segist ekki þurfa óumbeðna launahækkun Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2016 21:15 Forseti Íslands segist ekki hafa vitað af launahækkun sem kjararáð úrskurðaði honum né óskað eftir og hann þyrfti heldur ekki á henni að halda. Hann muni láta hækkunina fara góðra mála gengi hún eftir en hann myndi og hann myndi sætta sig fullkomlega við það að Alþingi drægi launahækkunina til baka. Með ákvörðun kjararáðs á kjördag um hækkun launa þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hækka laun forsetans um 20 prósent og verða 2.895.000 krónur á mánuði.Ætlar þú að taka þeirri launahækkun og hvernig líst þér á þessa ákvörðun kjararáðs sem er að valda mikilli úlfúð í þjóðfélaginu? „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Margir þingmenn hafa lýst andúð sinni á þessari ákvörðun kjararáðs. Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun. Taki málin í sínar hendur og ég myndi sætta mig fullkomlega við þá niðurstöðu sem fengist að því loknu,“ sagði Guðni. Það væri hins vegar ekki í hans verkahring að beina því til þeirra sem nú reyndu að mynda ríkisstjórn að taka á þessu máli frekar en öðrum málum. En hugur hans væri ljós í þessum efnum. „Þangað til sé ég til þess að þessi hækkun renni ekki í minn vasa,“ sagði forsetinn. Þannig að þú munt láta mismuninn renna eitthvað annað? „Já,“ sagði Guðni og spurði hvort hann þyrfti að tilgreina hvert. „Á ég að vera einhver móðir Theresa hérna sem gortar sig af því,“ spurði Guðni þegar hann var spurður nánar út í hvert hann myndi láta fjármunina renna. Forsetinn hefði ákveðin völd og verksvið en það sé ekki hans að segja Alþingi fyrir verkum. „Ég vil vanda mig. Ég er nýr í þessu embætti og ég er ekki endilega viss um að það væri til þess að þoka góðum málum áfram að ég fari að reyna að segja þingheimi fyrir verkum í þessu eða öðru,“ sagði forsetinn.Fjármálaráðherra þykir hækkunin mikil Það má hins vegar telja fullvíst að ákvörðun kjararáðs verði tekinn fyrir þegar Alþingi kemur saman á ný. Formaður Sjálfstæðisflokks segir vel koma til greina að Alþingi breyt ákvörðun kjararáðs. „Ég hef fullan skilning á því að fólki þyki þetta vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum í landinu á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni. Komi til þess að þingið grípi inn í verði fundin varanleg lausn enda hafi hann lagt fram frumvarp til að breyta lögum um kjararáð. Þar ættu eingöngu þeir að vera sem ekki gætu samið um sín kjör sjálfir. Þá þurfi að skoða viðmiðanir við laun annarra hópa. Ljóst er að launahækkun til þingmanna og ráðherra upp á allt að 75 prósent og forseta upp á 20 prósent auðveldar ekki stöðuna á vinnumarkaði þar sem liggur fyrir að reyna að ná samkomulagi um lífeyrismál til að bjarga SALEK samkomulaginu.Er ekki ljóst að það er mikið í húfi og kjarasamningar í landinu kannski allir í uppnámi ef ekki er brugðist við þessum miklu hækkunum á einu bretti, en nú þegar hafa lífeyrismálin stefnt samningum í hættu? „Jú það má kannski spyrja að því ef orðið verður við kröfum um að þingið grípi inn í, hvort við getum þá á sama tíma náð sátt um lausn lífeyrismálanna,“ sagði Bjarni.Finnst þér þetta ekki mikið stökk í einu lagi? Jafnvel þótt hægt sé að færa einhver rök fyrir því, sem ekki hefur verið gert að hálfu kjararáðs, er þá hækkun um 45 prósent og jafnvel meira en það mikil í einu stökki? „Jú, þetta er mjög mikil hækkun og hún þarfnast mikilla útskýringa. Og það er ekki víst að hún gangi upp,“ sagði Bjarni Benediktsson. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Forseti Íslands segist ekki hafa vitað af launahækkun sem kjararáð úrskurðaði honum né óskað eftir og hann þyrfti heldur ekki á henni að halda. Hann muni láta hækkunina fara góðra mála gengi hún eftir en hann myndi og hann myndi sætta sig fullkomlega við það að Alþingi drægi launahækkunina til baka. Með ákvörðun kjararáðs á kjördag um hækkun launa þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hækka laun forsetans um 20 prósent og verða 2.895.000 krónur á mánuði.Ætlar þú að taka þeirri launahækkun og hvernig líst þér á þessa ákvörðun kjararáðs sem er að valda mikilli úlfúð í þjóðfélaginu? „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Margir þingmenn hafa lýst andúð sinni á þessari ákvörðun kjararáðs. Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun. Taki málin í sínar hendur og ég myndi sætta mig fullkomlega við þá niðurstöðu sem fengist að því loknu,“ sagði Guðni. Það væri hins vegar ekki í hans verkahring að beina því til þeirra sem nú reyndu að mynda ríkisstjórn að taka á þessu máli frekar en öðrum málum. En hugur hans væri ljós í þessum efnum. „Þangað til sé ég til þess að þessi hækkun renni ekki í minn vasa,“ sagði forsetinn. Þannig að þú munt láta mismuninn renna eitthvað annað? „Já,“ sagði Guðni og spurði hvort hann þyrfti að tilgreina hvert. „Á ég að vera einhver móðir Theresa hérna sem gortar sig af því,“ spurði Guðni þegar hann var spurður nánar út í hvert hann myndi láta fjármunina renna. Forsetinn hefði ákveðin völd og verksvið en það sé ekki hans að segja Alþingi fyrir verkum. „Ég vil vanda mig. Ég er nýr í þessu embætti og ég er ekki endilega viss um að það væri til þess að þoka góðum málum áfram að ég fari að reyna að segja þingheimi fyrir verkum í þessu eða öðru,“ sagði forsetinn.Fjármálaráðherra þykir hækkunin mikil Það má hins vegar telja fullvíst að ákvörðun kjararáðs verði tekinn fyrir þegar Alþingi kemur saman á ný. Formaður Sjálfstæðisflokks segir vel koma til greina að Alþingi breyt ákvörðun kjararáðs. „Ég hef fullan skilning á því að fólki þyki þetta vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum í landinu á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni. Komi til þess að þingið grípi inn í verði fundin varanleg lausn enda hafi hann lagt fram frumvarp til að breyta lögum um kjararáð. Þar ættu eingöngu þeir að vera sem ekki gætu samið um sín kjör sjálfir. Þá þurfi að skoða viðmiðanir við laun annarra hópa. Ljóst er að launahækkun til þingmanna og ráðherra upp á allt að 75 prósent og forseta upp á 20 prósent auðveldar ekki stöðuna á vinnumarkaði þar sem liggur fyrir að reyna að ná samkomulagi um lífeyrismál til að bjarga SALEK samkomulaginu.Er ekki ljóst að það er mikið í húfi og kjarasamningar í landinu kannski allir í uppnámi ef ekki er brugðist við þessum miklu hækkunum á einu bretti, en nú þegar hafa lífeyrismálin stefnt samningum í hættu? „Jú það má kannski spyrja að því ef orðið verður við kröfum um að þingið grípi inn í, hvort við getum þá á sama tíma náð sátt um lausn lífeyrismálanna,“ sagði Bjarni.Finnst þér þetta ekki mikið stökk í einu lagi? Jafnvel þótt hægt sé að færa einhver rök fyrir því, sem ekki hefur verið gert að hálfu kjararáðs, er þá hækkun um 45 prósent og jafnvel meira en það mikil í einu stökki? „Jú, þetta er mjög mikil hækkun og hún þarfnast mikilla útskýringa. Og það er ekki víst að hún gangi upp,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira