Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:41 Guðni Th. Jóhannesson og Bjarni Benediktsson. vísir/friðrik þór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. Hins vegar lægi það fyrir að menn væru tilbúnir til viðræðna en með því að veita Bjarna stjórnarmyndunarumboðið sé hann ekki að tilnefna forsætisráðherra. Þá segir forsetinn að hann hafi ekki sett Bjarna nein sérstök tímamörk þó að hann vilji heyra í honum um helgina eða í byrjun næstu viku varðandi það hvernig hafi miðað í viðræðunum. „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra, ég er að hjálpa flokksleiðtogunum og Alþingi að mynda ríkisstjórn, en það er síðan á þeirra ábyrgð að ljúka þessu verki,“ sagði Guðni við fjölmiðlamenn á Bessastöðum eftir fund sinn með Bjarna í morgun. Guðni var spurður hvort það hefði verið í spilunum að minni flokkur fengi umboðið, til að mynda Viðreisn, en formaður flokksins Benedikt Jóhannesson óskaði eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð á fundi sínum með forseta á mánudag. „Hann æskti þess og ég þurfti að taka tillit til þess en ég tel þetta vænlegra til árangurs,“ sagði Guðni og bætti við að sanngirnissjónarmið ráði einnig för þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Forsetinn var einnig spurður að því hvers vegna hann teldi vænlegasta kostinn að veita Bjarna umboðið. „Vegna þess að ég er búinn að ræða við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna og vegna þess að ég hef fylgst vel með því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég er ekki að segja að lyktir séu augljósar,“ sagði Guðni. Hann vildi síðan ekki svara því hver væri næsti augljósi kosturinn ef Bjarna tekst ekki að mynda ríkisstjórn. „Það eru margir kostir í framhaldinu en við skulum taka þetta skref fyrir skref.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. Hins vegar lægi það fyrir að menn væru tilbúnir til viðræðna en með því að veita Bjarna stjórnarmyndunarumboðið sé hann ekki að tilnefna forsætisráðherra. Þá segir forsetinn að hann hafi ekki sett Bjarna nein sérstök tímamörk þó að hann vilji heyra í honum um helgina eða í byrjun næstu viku varðandi það hvernig hafi miðað í viðræðunum. „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra, ég er að hjálpa flokksleiðtogunum og Alþingi að mynda ríkisstjórn, en það er síðan á þeirra ábyrgð að ljúka þessu verki,“ sagði Guðni við fjölmiðlamenn á Bessastöðum eftir fund sinn með Bjarna í morgun. Guðni var spurður hvort það hefði verið í spilunum að minni flokkur fengi umboðið, til að mynda Viðreisn, en formaður flokksins Benedikt Jóhannesson óskaði eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð á fundi sínum með forseta á mánudag. „Hann æskti þess og ég þurfti að taka tillit til þess en ég tel þetta vænlegra til árangurs,“ sagði Guðni og bætti við að sanngirnissjónarmið ráði einnig för þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Forsetinn var einnig spurður að því hvers vegna hann teldi vænlegasta kostinn að veita Bjarna umboðið. „Vegna þess að ég er búinn að ræða við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna og vegna þess að ég hef fylgst vel með því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég er ekki að segja að lyktir séu augljósar,“ sagði Guðni. Hann vildi síðan ekki svara því hver væri næsti augljósi kosturinn ef Bjarna tekst ekki að mynda ríkisstjórn. „Það eru margir kostir í framhaldinu en við skulum taka þetta skref fyrir skref.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23