Cadillac vill loka 43% söluumboða sinna Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2016 12:15 Eitt af umboðum Cadillac í Bandaríkjunum. Bandaríski lúxusbílaframleiðandinn Cadillac hefur hug á því að loka 43% af þeim söluumboðum sem selja Cadillac bíla vestanhafs, eða 400 umboðum samtals. Þessi söluumboð seldu öll minna en 50 Cadillac bíla í fyrra og Cadillac hefur boðið eigendum þeirra 100.000 til 180.000 dollara eingreiðslu ef þeim verður lokað. Þessi 43% af söluumboðum Cadillac seldu einungis 9% af þeim Cadillac bílum sem seldust í Bandaríkjunum í fyrra og skipta því litlu máli fyrir heildarsölu Cadillac, en kosta aftur á móti Cadillac skildinginn. Cadillac er með mun fleiri söluumboð á hvern seldan bíl en samkeppnisaðilar þess og mörg af þessum söluumboðum eru að selja aðrar bílgerðir en Cadillac. Cadillac hefur hinsvegar hug á því að allir söluaðilar þess selji eingöngu Cadillac bíla. Í nýrri aðgerðaráætlun Cadillac ætlar fyrirtækið að skipta söluumboðunum uppí 5 flokka og ræðst afsláttur á Cadillac bílum til þeirra af því hve marga bíla þau selja á hverju ári. Mörg smærri söluumboð Cadillac bíla eru ekki hrifin af þessum áformum og því hefur Cadillac boðist til þess að greiða þeim fyrir að hætta sölu Cadillac bíla. Söluumboðin hafa til loka ársins 2017 til að gera upp hug sinn hvort þau ætla að hætta að selja Cadillac bíla og þiggja eingreiðsluna frá Cadillac. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent
Bandaríski lúxusbílaframleiðandinn Cadillac hefur hug á því að loka 43% af þeim söluumboðum sem selja Cadillac bíla vestanhafs, eða 400 umboðum samtals. Þessi söluumboð seldu öll minna en 50 Cadillac bíla í fyrra og Cadillac hefur boðið eigendum þeirra 100.000 til 180.000 dollara eingreiðslu ef þeim verður lokað. Þessi 43% af söluumboðum Cadillac seldu einungis 9% af þeim Cadillac bílum sem seldust í Bandaríkjunum í fyrra og skipta því litlu máli fyrir heildarsölu Cadillac, en kosta aftur á móti Cadillac skildinginn. Cadillac er með mun fleiri söluumboð á hvern seldan bíl en samkeppnisaðilar þess og mörg af þessum söluumboðum eru að selja aðrar bílgerðir en Cadillac. Cadillac hefur hinsvegar hug á því að allir söluaðilar þess selji eingöngu Cadillac bíla. Í nýrri aðgerðaráætlun Cadillac ætlar fyrirtækið að skipta söluumboðunum uppí 5 flokka og ræðst afsláttur á Cadillac bílum til þeirra af því hve marga bíla þau selja á hverju ári. Mörg smærri söluumboð Cadillac bíla eru ekki hrifin af þessum áformum og því hefur Cadillac boðist til þess að greiða þeim fyrir að hætta sölu Cadillac bíla. Söluumboðin hafa til loka ársins 2017 til að gera upp hug sinn hvort þau ætla að hætta að selja Cadillac bíla og þiggja eingreiðsluna frá Cadillac.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent