"Computer says no“ Ólafur Rúnarsson skrifar 18. nóvember 2016 00:00 Nú hafa tónlistarskólakennarar verið samningslausir í meira en ár og ekkert bólar á því að nýr samningur sé á næsta leiti. Eftir fimm vikna verkfall árið 2014 var skrifað undir samning til eins árs, einhvers konar vopnahléssamning, og áttu viðræður að halda áfram samkvæmt viðræðuplani. Ekkert hefur því miður miðað í þessum viðræðum við sveitarfélögin.Hampa okkur á tyllidögum En við hverja erum við tónlistarskólakennarar að semja? Eru það ekki hinir kjörnu fulltrúar sem við kjósum á fjögurra ára fresti? Þeir sömu og hampa okkur á tyllidögum þegar við mætum á viðburði með söngvarann, lúðrasveitina, kammersveitina o.s.frv. í okkar samfélögum. Eða erum við að semja við óhagganlegt „kerfi embættismanna“, lesist Samband íslenskra sveitarfélaga? Er það ekki hentugt fyrir hina kjörnu fulltrúa að vísa ábyrgðinni yfir á eitthvert samband sem tekur að sér að vera vondi kallinn og snúa sér svo að þeim sem kusu þá og segjast hafa skilning á kröfum þeirra? Til hvers var þá verið að færa þessi málefni yfir í nærsamfélagið á sveitarstjórnarstigi? Eru hinir kjörnu fulltrúar okkar ekki kosnir til þess að útdeila og forgangsraða í þágu nærsamfélagsins?Ekkert sem þeir geta gert Á þessu ári hafa bæði Bretar og Bandaríkjamenn kosið að hafna hinu andlitslausa embættismannakerfi. Brexit og kosning DonaldsTrump er kall á breytingar og lýsir þreytu á kerfi sem fríar kjörna fulltrúa ábyrgð. Svörin sem við fáum frá hinum kjörnu fulltrúum eru á þá leið að það sé ekkert sem þeir geti gert. Erum við að stefna í sömu átt, er þetta framtíðin? Ætla hinir kjörnu fulltrúar okkar að skýla sér á bak við frasann „computer says no“?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú hafa tónlistarskólakennarar verið samningslausir í meira en ár og ekkert bólar á því að nýr samningur sé á næsta leiti. Eftir fimm vikna verkfall árið 2014 var skrifað undir samning til eins árs, einhvers konar vopnahléssamning, og áttu viðræður að halda áfram samkvæmt viðræðuplani. Ekkert hefur því miður miðað í þessum viðræðum við sveitarfélögin.Hampa okkur á tyllidögum En við hverja erum við tónlistarskólakennarar að semja? Eru það ekki hinir kjörnu fulltrúar sem við kjósum á fjögurra ára fresti? Þeir sömu og hampa okkur á tyllidögum þegar við mætum á viðburði með söngvarann, lúðrasveitina, kammersveitina o.s.frv. í okkar samfélögum. Eða erum við að semja við óhagganlegt „kerfi embættismanna“, lesist Samband íslenskra sveitarfélaga? Er það ekki hentugt fyrir hina kjörnu fulltrúa að vísa ábyrgðinni yfir á eitthvert samband sem tekur að sér að vera vondi kallinn og snúa sér svo að þeim sem kusu þá og segjast hafa skilning á kröfum þeirra? Til hvers var þá verið að færa þessi málefni yfir í nærsamfélagið á sveitarstjórnarstigi? Eru hinir kjörnu fulltrúar okkar ekki kosnir til þess að útdeila og forgangsraða í þágu nærsamfélagsins?Ekkert sem þeir geta gert Á þessu ári hafa bæði Bretar og Bandaríkjamenn kosið að hafna hinu andlitslausa embættismannakerfi. Brexit og kosning DonaldsTrump er kall á breytingar og lýsir þreytu á kerfi sem fríar kjörna fulltrúa ábyrgð. Svörin sem við fáum frá hinum kjörnu fulltrúum eru á þá leið að það sé ekkert sem þeir geti gert. Erum við að stefna í sömu átt, er þetta framtíðin? Ætla hinir kjörnu fulltrúar okkar að skýla sér á bak við frasann „computer says no“?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun