Tesla 2,4 sekúndur í 100 með breyttum hugbúnaði Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2016 09:53 Tesla Model S er jafn snöggur í 100 og 1.500 hestafla Bugatti Chiron. Eigendur Tesla Model S P100D eiga von á góðri sendingu frá Tesla, þ.e. nýjum hugbúnaði í bíla sína sem gerir þá enn sneggri en þeir þegar eru. Tesla Model S P100D er öflugasti og sneggsti bíll Tesla og getur að sögn þeirra tekið sprettinn í 100 nú þegar á 2,5 sekúndum. Það fannst þó þeim Tesla mönnum ekki nóg og breytti þeim stjórnhugbúnaði í bílnum sem stjórnar því afli sem leysa má úr læðingi úr öflugum rafhlöðum bílsins. Með breytingunni verður bíllinn 2,4 sekúndur í 100 km hraða og þarf eiginlega Formúlu 1 bíl til að slá honum við hvað snerpu varðar. Hinn 1.500 hestafla Bugatti Chiron nær þó víst sama tíma á sprettinum. Það var forstjóri Tesla, Elon Musk sem twittaði um þessa breytingu í gær, en Tesla á enn eftir að senda eigendum Tesla Model S P100D bíla þessa uppfærslu. Uppfærslan á ekki við aðrar gerðir Tesla Model S, en einnig Model X P100D. Með nýja hugbúnaðinum verður Tesla Model S P100D 10,6 sekúndur að fara kvartmíluna og batnar tíminn þar um 0,1 sekúndu, eins og uppí 100. Tesla Model S P100D kostar 134.500 dollara en Tesla Model X P100D 135.500 dollara í Bandaríkjunum. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent
Eigendur Tesla Model S P100D eiga von á góðri sendingu frá Tesla, þ.e. nýjum hugbúnaði í bíla sína sem gerir þá enn sneggri en þeir þegar eru. Tesla Model S P100D er öflugasti og sneggsti bíll Tesla og getur að sögn þeirra tekið sprettinn í 100 nú þegar á 2,5 sekúndum. Það fannst þó þeim Tesla mönnum ekki nóg og breytti þeim stjórnhugbúnaði í bílnum sem stjórnar því afli sem leysa má úr læðingi úr öflugum rafhlöðum bílsins. Með breytingunni verður bíllinn 2,4 sekúndur í 100 km hraða og þarf eiginlega Formúlu 1 bíl til að slá honum við hvað snerpu varðar. Hinn 1.500 hestafla Bugatti Chiron nær þó víst sama tíma á sprettinum. Það var forstjóri Tesla, Elon Musk sem twittaði um þessa breytingu í gær, en Tesla á enn eftir að senda eigendum Tesla Model S P100D bíla þessa uppfærslu. Uppfærslan á ekki við aðrar gerðir Tesla Model S, en einnig Model X P100D. Með nýja hugbúnaðinum verður Tesla Model S P100D 10,6 sekúndur að fara kvartmíluna og batnar tíminn þar um 0,1 sekúndu, eins og uppí 100. Tesla Model S P100D kostar 134.500 dollara en Tesla Model X P100D 135.500 dollara í Bandaríkjunum.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent