Tré er ekki bara tré Pétur Halldórsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Margt hefur verið sagt um þær endurbætur sem nú eru gerðar á Sundlaug Akureyrar og kosta 300 milljónir. Hér skal ekki rætt um skynsemi fjárútláta, hvort frekar ætti að betrumbæta í Hlíðarfjalli, í skólunum, félagsþjónustunni eða lagfæra bágborið ástand gatna og gangstétta. Hér skal rætt um tré. Fyrir sextíu árum voru gróðursett tré við Þingvallastræti. Þau skyldu fegra sundlaugarsvæðið og veita því skjól. Gróðursett var lerki, greni og fleiri tegundir. Vafalaust áttu þessi tré misjafna daga því þau voru sum nokkuð frjálslega vaxin, einkum lerkitrén. Kannski voru þau ekki af þeim uppruna að best hæfði Íslandi. Það skiptir þó ekki máli. Í þéttbýli er ekki mest um vert að tré séu bein. Þau eru jafnvel elskulegri sem hafa frjálslegar línur eins og lerkitrén stóru sem stóðu við Sundlaugina. Nýlega var mér sagt að nú hefðu öll þessi tré verið felld. Yfir mig þyrmdi. Er þröngsýnin og fáfræðin allsráðandi? Trén sem stóðu við heitu pottana og rennibrautirnar skýldu sundlaugargestum fyrir norðanáttinni en þau gerðu miklu fleira. Eitt stórt barrtré hefur gríðarmikið flatarmál ef allt er lagt saman. Þess vegna getur tréð safnað á sig mjög miklu ryki. Trén hreinsa loftið og ekki veitir af á Akureyri þar sem allt of margir aka bílum með negldum hjólbörðum sem er óþarfi. Þegar rignir skolast rykið af trjánum og rennur út í sjó. Trén bæta fyrir syndir mannanna. Heiminn vantar fleiri tré. Íslendingar hafa enn ekki lært þá list að hanna mannvirki kringum tré. Hönnuðir vilja byrja með autt blað. Burt með trén. Við þurfum að geta teiknað að vild. Sjálfur hefði ég valið minni rennibraut ef það hefði verið leiðin til að bjarga trjánum og njóta áfram umhverfisþjónustu þeirra. Nei, sundlaugarsvæðið skal verða steinsteypuauðn þar sem norðanáttin nístir bera kroppa og ryk svífur yfir vötnum.Fjárhagslegur ábati af trjámÍ New York kunna menn að meta umhverfisþjónustu trjánna. Þar hefur borgin sett upp vefsjá svo allir megi skoða hvert einasta götutré í borginni. Ef smellt er á eitthvert tré kemur upp gluggi. Þar sést hversu mikið regnvatn tréð temprar á hverju ári. Líka hversu mikla orku það sparar, hversu mikla mengun það hreinsar úr andrúmsloftinu og hversu miklu minni koltvísýringur losnar út í andrúmsloftið í borginni vegna tilvistar þessa eina trés. Allir þessir þættir eru metnir til fjár. Samanlagður fjárhagslegur ábati samfélagsins af þessari þjónustu eins trés nemur gjarnan mörg hundruð dollurum á ári. Vefsjáin heitir New York City Tree Map. Og gúgglið nú! Við Sundlaugina á Akureyri stóðu mörg stór tré sem þjónuðu bæjarbúum og gestum þeirra vel og dyggilega í rúma hálfa öld. Þjónustu þeirra mætti meta á margar milljónir króna. Í hugsunarleysi og heimsku voru þessi tré felld og erfitt að sjá að það sem í staðinn kemur sé dýrmætara. Á Akureyri virðist ekki vera trjáræktarstefna sem að gagni kemur. Á Akureyri virðist fólk ekki vilja sjá gömul tré. Stór, falleg og nytsöm tré eru felld um allan bæ á hverju ári. Íslendingar virðast haldnir eyðimerkureðli. Að minnsta kosti er hér til fólk – lítilla sanda og lítilla sæva – sem tekur rangar ákvarðanir afkomendum sínum til ógagns. Verndum trén!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Halldórsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Margt hefur verið sagt um þær endurbætur sem nú eru gerðar á Sundlaug Akureyrar og kosta 300 milljónir. Hér skal ekki rætt um skynsemi fjárútláta, hvort frekar ætti að betrumbæta í Hlíðarfjalli, í skólunum, félagsþjónustunni eða lagfæra bágborið ástand gatna og gangstétta. Hér skal rætt um tré. Fyrir sextíu árum voru gróðursett tré við Þingvallastræti. Þau skyldu fegra sundlaugarsvæðið og veita því skjól. Gróðursett var lerki, greni og fleiri tegundir. Vafalaust áttu þessi tré misjafna daga því þau voru sum nokkuð frjálslega vaxin, einkum lerkitrén. Kannski voru þau ekki af þeim uppruna að best hæfði Íslandi. Það skiptir þó ekki máli. Í þéttbýli er ekki mest um vert að tré séu bein. Þau eru jafnvel elskulegri sem hafa frjálslegar línur eins og lerkitrén stóru sem stóðu við Sundlaugina. Nýlega var mér sagt að nú hefðu öll þessi tré verið felld. Yfir mig þyrmdi. Er þröngsýnin og fáfræðin allsráðandi? Trén sem stóðu við heitu pottana og rennibrautirnar skýldu sundlaugargestum fyrir norðanáttinni en þau gerðu miklu fleira. Eitt stórt barrtré hefur gríðarmikið flatarmál ef allt er lagt saman. Þess vegna getur tréð safnað á sig mjög miklu ryki. Trén hreinsa loftið og ekki veitir af á Akureyri þar sem allt of margir aka bílum með negldum hjólbörðum sem er óþarfi. Þegar rignir skolast rykið af trjánum og rennur út í sjó. Trén bæta fyrir syndir mannanna. Heiminn vantar fleiri tré. Íslendingar hafa enn ekki lært þá list að hanna mannvirki kringum tré. Hönnuðir vilja byrja með autt blað. Burt með trén. Við þurfum að geta teiknað að vild. Sjálfur hefði ég valið minni rennibraut ef það hefði verið leiðin til að bjarga trjánum og njóta áfram umhverfisþjónustu þeirra. Nei, sundlaugarsvæðið skal verða steinsteypuauðn þar sem norðanáttin nístir bera kroppa og ryk svífur yfir vötnum.Fjárhagslegur ábati af trjámÍ New York kunna menn að meta umhverfisþjónustu trjánna. Þar hefur borgin sett upp vefsjá svo allir megi skoða hvert einasta götutré í borginni. Ef smellt er á eitthvert tré kemur upp gluggi. Þar sést hversu mikið regnvatn tréð temprar á hverju ári. Líka hversu mikla orku það sparar, hversu mikla mengun það hreinsar úr andrúmsloftinu og hversu miklu minni koltvísýringur losnar út í andrúmsloftið í borginni vegna tilvistar þessa eina trés. Allir þessir þættir eru metnir til fjár. Samanlagður fjárhagslegur ábati samfélagsins af þessari þjónustu eins trés nemur gjarnan mörg hundruð dollurum á ári. Vefsjáin heitir New York City Tree Map. Og gúgglið nú! Við Sundlaugina á Akureyri stóðu mörg stór tré sem þjónuðu bæjarbúum og gestum þeirra vel og dyggilega í rúma hálfa öld. Þjónustu þeirra mætti meta á margar milljónir króna. Í hugsunarleysi og heimsku voru þessi tré felld og erfitt að sjá að það sem í staðinn kemur sé dýrmætara. Á Akureyri virðist ekki vera trjáræktarstefna sem að gagni kemur. Á Akureyri virðist fólk ekki vilja sjá gömul tré. Stór, falleg og nytsöm tré eru felld um allan bæ á hverju ári. Íslendingar virðast haldnir eyðimerkureðli. Að minnsta kosti er hér til fólk – lítilla sanda og lítilla sæva – sem tekur rangar ákvarðanir afkomendum sínum til ógagns. Verndum trén!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun