Steindi missti tíu kíló á átta vikum fyrir 40 sekúndur: „Tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. nóvember 2016 12:15 Til vinstri má sjá mynd af Steinda í miðjum tökum í sumar. Hin myndin er glæný. mynd/brynjar snær „Ég fer með hlutverk Atla í myndinni Undir Trénu, en um er að ræða dramatíska mynd sem er bæði thriller og smá kómísk í leiðinni,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en tökum á kvikmyndinni lauk fyrir tveimur mánuðum. Með aðalhlutverkin fara Steinþór Hróar, Sigurður Sigurjónssyni, Edda Björgvinsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Selma Björnsdóttir. „Þessi mynd fjallar í raun og veru bara um venjulegt fólk sem missir tökin,“ segir Steindi sem varð að taka upp eina senu í kvikmyndinni um helgina. Fyrir það atriði varð hann að missa tíu kíló en sú sena gerist í fortíð Atla og hafði Steindi aðeins tvo mánuði til að missa kílóin. „Þessi sena er sirka fjörutíu sekúndur og ég og leikstjórinn ákváðum í sameiningu að taka hana upp tveimur mánuðum eftir að tökum lauk, þannig að ég hefði tíma til að grenna mig. Atli á að líta töluvert öðruvísi út í þessari senu. Ég missti tíu kíló og var allur vel rakaður, nýklipptur og flottur. Annars er karakterinn minn í myndinni frekar feitur, með úfið hár og subbulegur.“ Eins og áður segir þá missti Steindi tíu kíló á tveimur mánuðum og hafði hann mikið fyrir því. Hann var í tökum á Steypustöðinni á þessum tveimur mánuðum en Steypustöðin er grínþáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 á næsta ári. Borðaði bara hádegismat í tvær vikur „Við fengum alltaf hollan mat í hádeginu í tökunum á Steypustöðinni og síðan fékk ég mér bara Hámark í kvöldmat, ekkert annað. Ég tók matarræðið alveg í gegn og svindlaði kannski pínulítið. Síðustu tvær vikurnar byrjaði ég að fara í ræktina, borðaði hádegismat og síðan ekkert í kvöldmat. Ég tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd.“ Steindi segir að hann hafi reynt að fara snemma að sofa síðustu tvær vikurnar, það hafi komið honum í gegnum þetta allt saman. „Ég vil endilega fá að taka það fram að ég mæli alls ekki með þessari aðferð. Ég gat bara ekki farið í ræktina eins og venjulegur maður allan tímann, þar sem ég var mikið fastur í tökum.“ Í dag er Steindi 79 kíló og var hann 89 kíló. Hann segist ætla reyna halda sér í svipuðu formi. „Mér finnst alveg notalegt að vera fitubolla, en ég finn samt strax fyrir því að mér oft svolítið kalt. En ég ætla kannski aðeins að passa mig í framhaldinu.“ Kvikmyndin Undir Trénu verður frumsýnd á næsta ári. Bíó og sjónvarp Steypustöðin Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég fer með hlutverk Atla í myndinni Undir Trénu, en um er að ræða dramatíska mynd sem er bæði thriller og smá kómísk í leiðinni,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en tökum á kvikmyndinni lauk fyrir tveimur mánuðum. Með aðalhlutverkin fara Steinþór Hróar, Sigurður Sigurjónssyni, Edda Björgvinsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Selma Björnsdóttir. „Þessi mynd fjallar í raun og veru bara um venjulegt fólk sem missir tökin,“ segir Steindi sem varð að taka upp eina senu í kvikmyndinni um helgina. Fyrir það atriði varð hann að missa tíu kíló en sú sena gerist í fortíð Atla og hafði Steindi aðeins tvo mánuði til að missa kílóin. „Þessi sena er sirka fjörutíu sekúndur og ég og leikstjórinn ákváðum í sameiningu að taka hana upp tveimur mánuðum eftir að tökum lauk, þannig að ég hefði tíma til að grenna mig. Atli á að líta töluvert öðruvísi út í þessari senu. Ég missti tíu kíló og var allur vel rakaður, nýklipptur og flottur. Annars er karakterinn minn í myndinni frekar feitur, með úfið hár og subbulegur.“ Eins og áður segir þá missti Steindi tíu kíló á tveimur mánuðum og hafði hann mikið fyrir því. Hann var í tökum á Steypustöðinni á þessum tveimur mánuðum en Steypustöðin er grínþáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 á næsta ári. Borðaði bara hádegismat í tvær vikur „Við fengum alltaf hollan mat í hádeginu í tökunum á Steypustöðinni og síðan fékk ég mér bara Hámark í kvöldmat, ekkert annað. Ég tók matarræðið alveg í gegn og svindlaði kannski pínulítið. Síðustu tvær vikurnar byrjaði ég að fara í ræktina, borðaði hádegismat og síðan ekkert í kvöldmat. Ég tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd.“ Steindi segir að hann hafi reynt að fara snemma að sofa síðustu tvær vikurnar, það hafi komið honum í gegnum þetta allt saman. „Ég vil endilega fá að taka það fram að ég mæli alls ekki með þessari aðferð. Ég gat bara ekki farið í ræktina eins og venjulegur maður allan tímann, þar sem ég var mikið fastur í tökum.“ Í dag er Steindi 79 kíló og var hann 89 kíló. Hann segist ætla reyna halda sér í svipuðu formi. „Mér finnst alveg notalegt að vera fitubolla, en ég finn samt strax fyrir því að mér oft svolítið kalt. En ég ætla kannski aðeins að passa mig í framhaldinu.“ Kvikmyndin Undir Trénu verður frumsýnd á næsta ári.
Bíó og sjónvarp Steypustöðin Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira