BMW hefur selt 100.000 rafmagnsbíla á 3 árum Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2016 10:39 BMW i3. Bílum sem ganga fyrir rafmagni fjölgar hratt á götum heimsins og BMW er einn þeirra bílaframleiðenda sem tekist hefur að selja yfir 100.000 slíka bíla. Það hefur BMW tekist á aðeins 3 árum. BMW setti i3 rafmagnsbílinn á markað árið 2013 og hefur nú þegar selt yfir 60.000 eintök af honum og fullyrðir BMW að hann sé söluhæsti rafmagnslúxusbíll heims, þó svo Tesla sé ef til vill ekki sammála þeirri fullyrðingu. BMW hefur einnig selt yfir 10.000 eintök af i8 tengiltvinnbílnum, sem er öllu stærri og dýrari bíll, en hann kom á markað árið 2014. Ennfremur hefur BMW selt yfir 30.000 tengiltvinnbíla af öðrum gerðum sínum, meðal annars X5 jeppanum í tengitvinnútgáfu. Þar sem BMW hefur fjölgað mjög bílgerðum sínum sem ganga að hluta til fyrir rafmagni og enn fleiri slíkir bílar á leiðinni má búast við að næstu 100.000 BMW rafmagnsbílar muni seljast á skemmri tíma en 3 árum. Mini bílamerkið er í eigu BMW og þar á bæ er einnig farið að selja tengitvinnbíla og sá fyrsti í þeirri röð er Mini Countryman PHEV. Ennfremur stendur til að koma með fyrsta hreinræktaða rafmagnsbílinn frá Mini árið 2019 og árið eftir kemur X3 jepplingurinn út sem hreinræktaður rafmagnsbíll. Glæný bílgerð sem gengur eingöngu fyrir rafmagni er svo í kortunum hjá BMW árið 2021. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent
Bílum sem ganga fyrir rafmagni fjölgar hratt á götum heimsins og BMW er einn þeirra bílaframleiðenda sem tekist hefur að selja yfir 100.000 slíka bíla. Það hefur BMW tekist á aðeins 3 árum. BMW setti i3 rafmagnsbílinn á markað árið 2013 og hefur nú þegar selt yfir 60.000 eintök af honum og fullyrðir BMW að hann sé söluhæsti rafmagnslúxusbíll heims, þó svo Tesla sé ef til vill ekki sammála þeirri fullyrðingu. BMW hefur einnig selt yfir 10.000 eintök af i8 tengiltvinnbílnum, sem er öllu stærri og dýrari bíll, en hann kom á markað árið 2014. Ennfremur hefur BMW selt yfir 30.000 tengiltvinnbíla af öðrum gerðum sínum, meðal annars X5 jeppanum í tengitvinnútgáfu. Þar sem BMW hefur fjölgað mjög bílgerðum sínum sem ganga að hluta til fyrir rafmagni og enn fleiri slíkir bílar á leiðinni má búast við að næstu 100.000 BMW rafmagnsbílar muni seljast á skemmri tíma en 3 árum. Mini bílamerkið er í eigu BMW og þar á bæ er einnig farið að selja tengitvinnbíla og sá fyrsti í þeirri röð er Mini Countryman PHEV. Ennfremur stendur til að koma með fyrsta hreinræktaða rafmagnsbílinn frá Mini árið 2019 og árið eftir kemur X3 jepplingurinn út sem hreinræktaður rafmagnsbíll. Glæný bílgerð sem gengur eingöngu fyrir rafmagni er svo í kortunum hjá BMW árið 2021.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent