Óttarr segir enga ástæðu til að vantreysta Viðreisn og Bjartri í tæpum meirihluta Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2016 11:59 Óttarr og Benedikt. Vísir/'Anton Formaður Bjartrar framtíðar segir enga ástæðu til að ætla að erfitt væri að vinna með flokki hans og Viðreisn í tæpum meirihluta á Alþingi með Sjálfstæðisflokknum ef samstaða ríkti um málefnaskrá slíkrar ríkisstjórnar. En fyrst þurfi að ná samningum um ákveðin grundvallarmál sem Björt framtíð og Viðreisn vilji ná fram. Stjórnarmyndunarmöguleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins virðast vera að þrengjast eftir því sem líður á vikuna. Vinstri græn hafa ekki reynst tilkippileg til viðræðna um myndun meirihluta með núverandi stjórnarflokkum og eða Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum. Þá mátti heyra á Bjarna í viðtali okkar við hann í gær, að erfiðlega gegni að ná saman um málefni við Viðreisn og Bjarta framtíð sem ganga saman til viðræðna við aðra flokka. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að hann og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hafi ekki heyrt í Bjarna frá því snemma í vikunni, en líkur aukast á því að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands eftir því sem helgin nálgast. Óttarr segir ljóst eftir tæplega fjögurra ára stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og kosningabaráttuna nú í haust, að töluvert langt sé á milli Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í mörgum grundvallarmálum. „Og við höfum sagt það líka að þótt við séum opin fyrir því að axla ábyrgð og sitja í ríkisstjórn, þá gerum við það ekki nema það sé góð ríkisstjórn. Sem ætli að vinna að góðum málefnum,“ segir Óttarr.Hvaða mál eru það sem þér sýnist kannski vera erfiðust á milli flokkana? „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Hins vegar hafi flokkarnir ekki sest formlega að samningaborði, þannig að þetta sé allt í hugleiðingaformi eins og staðan sé núna. Það sé erfitt að átta sig á því hvort yfirleitt væri hægt að ná saman um málefnin með Sjálfstæðisflokknum. „Ég sé enga ástæðu til að vantreysta fólki. Alla vega ekki ef grundvöllurinn er sterkur. Alls ekki. Engin sérstök ástæða til þess. En það skiptir máli, sérstaklega ef þú ert að gera eitthvað sem stendur tæpt, að það sé þá á sterkum grunni,“ segir Óttarr. Bjarni Benediktsson hefur ítrekað sagt að honum þætti meirihluti með Viðreisn og Bjartri framtíð helst til og knappur, sem væntanlega lýsir áhyggjum yfir að þurfa að treysta á hvern einasta þingmann slíkrar stjórnar við allar atkvæðagreiðslur og vinnslu mála á Alþingi. „Auðvitað er það Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með umboðið núna og þeirra kannski að svara fyrir það. En það er alla vega nokkuð ljóst í huga okkar í Bjartri framtíð að það eru ákveðin prinsippmál eins og ég er búinn að nefna. En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé. Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar segir enga ástæðu til að ætla að erfitt væri að vinna með flokki hans og Viðreisn í tæpum meirihluta á Alþingi með Sjálfstæðisflokknum ef samstaða ríkti um málefnaskrá slíkrar ríkisstjórnar. En fyrst þurfi að ná samningum um ákveðin grundvallarmál sem Björt framtíð og Viðreisn vilji ná fram. Stjórnarmyndunarmöguleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins virðast vera að þrengjast eftir því sem líður á vikuna. Vinstri græn hafa ekki reynst tilkippileg til viðræðna um myndun meirihluta með núverandi stjórnarflokkum og eða Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum. Þá mátti heyra á Bjarna í viðtali okkar við hann í gær, að erfiðlega gegni að ná saman um málefni við Viðreisn og Bjarta framtíð sem ganga saman til viðræðna við aðra flokka. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að hann og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hafi ekki heyrt í Bjarna frá því snemma í vikunni, en líkur aukast á því að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands eftir því sem helgin nálgast. Óttarr segir ljóst eftir tæplega fjögurra ára stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og kosningabaráttuna nú í haust, að töluvert langt sé á milli Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í mörgum grundvallarmálum. „Og við höfum sagt það líka að þótt við séum opin fyrir því að axla ábyrgð og sitja í ríkisstjórn, þá gerum við það ekki nema það sé góð ríkisstjórn. Sem ætli að vinna að góðum málefnum,“ segir Óttarr.Hvaða mál eru það sem þér sýnist kannski vera erfiðust á milli flokkana? „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Hins vegar hafi flokkarnir ekki sest formlega að samningaborði, þannig að þetta sé allt í hugleiðingaformi eins og staðan sé núna. Það sé erfitt að átta sig á því hvort yfirleitt væri hægt að ná saman um málefnin með Sjálfstæðisflokknum. „Ég sé enga ástæðu til að vantreysta fólki. Alla vega ekki ef grundvöllurinn er sterkur. Alls ekki. Engin sérstök ástæða til þess. En það skiptir máli, sérstaklega ef þú ert að gera eitthvað sem stendur tæpt, að það sé þá á sterkum grunni,“ segir Óttarr. Bjarni Benediktsson hefur ítrekað sagt að honum þætti meirihluti með Viðreisn og Bjartri framtíð helst til og knappur, sem væntanlega lýsir áhyggjum yfir að þurfa að treysta á hvern einasta þingmann slíkrar stjórnar við allar atkvæðagreiðslur og vinnslu mála á Alþingi. „Auðvitað er það Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með umboðið núna og þeirra kannski að svara fyrir það. En það er alla vega nokkuð ljóst í huga okkar í Bjartri framtíð að það eru ákveðin prinsippmál eins og ég er búinn að nefna. En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38 Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38
Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. 9. nóvember 2016 19:00