Myndi kljúfa Bretland í fjóra parta Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. desember 2016 07:15 Skjalakassar streymdu inn í byggingu Hæstaréttar Bretlands í London í gær, á fjórða og síðasta degi málflutnings fyrir dómstólnum um útgöngu úr Evrópusambandinu. Vísir/AFP „Brexit-kosningin klýfur Bretland. Hún klýfur það í fjóra parta,“ sagði Richard Gordon, lögmaður heimastjórnarinnar í Wales, í málflutningi sínum við Hæstarétt Bretlands í gær. Með því að ganga úr Evrópusambandinu sé breska stjórnin að brjóta gegn breskri stjórnskipun, sem gerir ráð fyrir heimastjórn í Wales, rétt eins og í Skotlandi og á Norður-Írlandi. Hún hafi engan rétt til þess. Gordon tók samt skýrt fram að hann ætlist alls ekki til þess að vilji kjósenda verði hunsaður. Stjórnin í Wales vilji hvorki tefja fyrir né koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meirihluti kjósenda hafi verið því fylgjandi, þótt kjósendur í Wales, Skotlandi og á Norður-Írlandi hafi verið því andvígir. Breska stjórnin hafi vissulega völd til þess að gera samninga við önnur ríki og leggja niður slíka samninga. Hins vegar hafi ríkisstjórnin ekki völd til þess að víkja frá lögum sem breska þingið hefur samþykkt. Hann segir þetta svo einfalt að sex ára barn eigi auðveldlega að geta skilið. Hæstiréttur hefur nú í vikunni fjallað um það hvort breska ríkisstjórnin hafi rétt til þess að virkja útgönguákvæði Evrópusambandsins án aðkomu þjóðþingsins. Fjórði og síðasti dagur málflutnings fyrir dómstólnum var í gær, en ekki er búist við niðurstöðu fyrr en í janúar. Yfirréttur í London komst nýverið að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin verði að spyrja þingið áður en útgönguákvæðið er virkjað, en þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Hæstaréttar. Deilan hefur fyrst og fremst snúist um það hvort útgangan, án aðkomu þingsins, myndi brjóta gegn lögum sem breska þingið samþykkti árið 1972 um aðildina að ESB. Breska stjórnin segir að þegar þingið samþykkti fyrr á þessu ári að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu, þá hafi þingið gert ráð fyrir því að stjórnin myndi framfylgja niðurstöðunni. Rúmlega helmingur Breta samþykkti útgönguna, en tæplega helmingur var á móti. Breska þingið lagði svo í gær blessun sína yfir tímaáætlun Theresu May forsætisráðherra, sem reiknar með að virkja útgönguákvæðið í mars á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
„Brexit-kosningin klýfur Bretland. Hún klýfur það í fjóra parta,“ sagði Richard Gordon, lögmaður heimastjórnarinnar í Wales, í málflutningi sínum við Hæstarétt Bretlands í gær. Með því að ganga úr Evrópusambandinu sé breska stjórnin að brjóta gegn breskri stjórnskipun, sem gerir ráð fyrir heimastjórn í Wales, rétt eins og í Skotlandi og á Norður-Írlandi. Hún hafi engan rétt til þess. Gordon tók samt skýrt fram að hann ætlist alls ekki til þess að vilji kjósenda verði hunsaður. Stjórnin í Wales vilji hvorki tefja fyrir né koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meirihluti kjósenda hafi verið því fylgjandi, þótt kjósendur í Wales, Skotlandi og á Norður-Írlandi hafi verið því andvígir. Breska stjórnin hafi vissulega völd til þess að gera samninga við önnur ríki og leggja niður slíka samninga. Hins vegar hafi ríkisstjórnin ekki völd til þess að víkja frá lögum sem breska þingið hefur samþykkt. Hann segir þetta svo einfalt að sex ára barn eigi auðveldlega að geta skilið. Hæstiréttur hefur nú í vikunni fjallað um það hvort breska ríkisstjórnin hafi rétt til þess að virkja útgönguákvæði Evrópusambandsins án aðkomu þjóðþingsins. Fjórði og síðasti dagur málflutnings fyrir dómstólnum var í gær, en ekki er búist við niðurstöðu fyrr en í janúar. Yfirréttur í London komst nýverið að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin verði að spyrja þingið áður en útgönguákvæðið er virkjað, en þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Hæstaréttar. Deilan hefur fyrst og fremst snúist um það hvort útgangan, án aðkomu þingsins, myndi brjóta gegn lögum sem breska þingið samþykkti árið 1972 um aðildina að ESB. Breska stjórnin segir að þegar þingið samþykkti fyrr á þessu ári að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu, þá hafi þingið gert ráð fyrir því að stjórnin myndi framfylgja niðurstöðunni. Rúmlega helmingur Breta samþykkti útgönguna, en tæplega helmingur var á móti. Breska þingið lagði svo í gær blessun sína yfir tímaáætlun Theresu May forsætisráðherra, sem reiknar með að virkja útgönguákvæðið í mars á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira