Talandi um Brúnegg Guðmundur Edgarsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Eftirlit og vottun hvers konar hafa verið áberandi í umræðunni að undanförnu vegna villandi merkinga á vörum Brúneggja sem Kastljós gerði lýðum ljóst um daginn. Ekki skal hér lagður dómur á frammistöðu opinberra eftirlitsstofnana á borð við MAST í því máli heldur því velt upp hvort eftirlit og vottun þurfi endilega að vera á vegum ríkisins. Viðbrögð mín við þeim vangaveltum eru einföld: Markaðurinn á að sinna slíku, ekki hið opinbera. Dæmi um einkarekin vottunarfyrirtæki Staðreyndin er sú að fjölmörg eftirlits- og vottunarfyrirtæki eru nú þegar starfandi á frjálsum markaði hér á landi sem annars staðar. Nefna má frjáls félagasamtök á borð við Neytendasamtökin á Íslandi og hina alþjóðlegu gæðavottunarstofnun, ISO. Þá er starfandi aragrúi af sjálfstæðum matsfyrirtækjum í samkeppnisrekstri eins og Tékkland og Aðalskoðun á sviði bifreiðaskoðunar hér heima og breska úttektarfyrirtækið BSI, sem m.a. vottar gæði og öryggi á lækningatækjum, lyftubúnaði og leikvöllum á alþjóðavísu. Að auki hefur netið séð til þess að neytendur eru sjálfir beinir aðilar að úttektum og gæðamati. Nefna má TripAdvisor og eBay í því samhengi. Það er því liðin tíð að leita þurfi á náðir ríkisins til að sinna eftirliti með öryggi og gæðum vöru eða þjónustu. Gott að hafa samkeppni Fyrirtæki í matvælaframleiðslu eða öðrum rekstri hafa beinan hag af því að framleiðsla þeirra sé vottuð af viðurkenndum aðilum. Þannig skapa þau traust og auka viðskipti sín. Þau myndu því glöð greiða beint fyrir slíkar úttektir. Væru öll mats- og eftirlitsfyrirtæki á markaði myndu þau keppa á grundvelli verðs og þjónustu. Þeim fyrirtækjum sem ekki stæðu sig yrði rutt úr vegi og ný tækju við eða þau sem fyrir væru efldust. Slík hreinsun á sér trauðla stað ef ríkið situr eitt að starfseminni. Þvert á móti. Fjárframlög eru aukin og rekstur viðkomandi stofnunar tryggður enn frekar. Fyrirtæki og neytendur fá ekkert val, borga bara reikninginn í formi hærri skatta. Ekki gott. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirlit og vottun hvers konar hafa verið áberandi í umræðunni að undanförnu vegna villandi merkinga á vörum Brúneggja sem Kastljós gerði lýðum ljóst um daginn. Ekki skal hér lagður dómur á frammistöðu opinberra eftirlitsstofnana á borð við MAST í því máli heldur því velt upp hvort eftirlit og vottun þurfi endilega að vera á vegum ríkisins. Viðbrögð mín við þeim vangaveltum eru einföld: Markaðurinn á að sinna slíku, ekki hið opinbera. Dæmi um einkarekin vottunarfyrirtæki Staðreyndin er sú að fjölmörg eftirlits- og vottunarfyrirtæki eru nú þegar starfandi á frjálsum markaði hér á landi sem annars staðar. Nefna má frjáls félagasamtök á borð við Neytendasamtökin á Íslandi og hina alþjóðlegu gæðavottunarstofnun, ISO. Þá er starfandi aragrúi af sjálfstæðum matsfyrirtækjum í samkeppnisrekstri eins og Tékkland og Aðalskoðun á sviði bifreiðaskoðunar hér heima og breska úttektarfyrirtækið BSI, sem m.a. vottar gæði og öryggi á lækningatækjum, lyftubúnaði og leikvöllum á alþjóðavísu. Að auki hefur netið séð til þess að neytendur eru sjálfir beinir aðilar að úttektum og gæðamati. Nefna má TripAdvisor og eBay í því samhengi. Það er því liðin tíð að leita þurfi á náðir ríkisins til að sinna eftirliti með öryggi og gæðum vöru eða þjónustu. Gott að hafa samkeppni Fyrirtæki í matvælaframleiðslu eða öðrum rekstri hafa beinan hag af því að framleiðsla þeirra sé vottuð af viðurkenndum aðilum. Þannig skapa þau traust og auka viðskipti sín. Þau myndu því glöð greiða beint fyrir slíkar úttektir. Væru öll mats- og eftirlitsfyrirtæki á markaði myndu þau keppa á grundvelli verðs og þjónustu. Þeim fyrirtækjum sem ekki stæðu sig yrði rutt úr vegi og ný tækju við eða þau sem fyrir væru efldust. Slík hreinsun á sér trauðla stað ef ríkið situr eitt að starfseminni. Þvert á móti. Fjárframlög eru aukin og rekstur viðkomandi stofnunar tryggður enn frekar. Fyrirtæki og neytendur fá ekkert val, borga bara reikninginn í formi hærri skatta. Ekki gott. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun