Elegans hjá einni fremstu sminku landsins Svana Lovísa Kristjánsdóttir skrifar 6. desember 2016 20:00 Harpa Káradóttir í bjartri og fallegri stofunni. Myndir/Anton Brink Glamour heimsótti sminkuna, skólastjórann og bókahöfundinn Hörpu Káradóttur sem býr ásamt fjölskyldu sinni í bjartri og fallegri íbúð í 104 Reykjavík sem þau hafa tekið í gegn frá grunni. Heimilið er elegant og ber þess merki að hér býr mikill fagurkeri sem kann að meta vandaða hluti og má sjá gott safn af fallegri list, hönnun, antík og plöntum sem skapar notalega stemmingu. Harpa var þá í óðaönn að leggja lokahönd á förðunarbókina Andlit sem kom út fyrir jólin og við mælum með í jólapakkann. Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér. Ég er 29 ára gömul sminka. Bý með Daníel kærastanum mínum og Kötlu dóttur okkar. Ég er skólastjóri í Mood make-up school ásamt því að starfa sem sminka í auglýsingum.Geturðu lýst þér í nokkrum orðum? Með mikið jafnaðargeð, metnaðarfull, dýrka vinnuna mína, elska að elda, hef ekkert á móti einu vínglasi við og við.Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Léttur, yfirvegaður en notalegur. Mér finnst yfirleitt skemmtilegustu heimilin þar sem er blanda af alls konar stílum.Hvað er það besta við starfið þitt? Það sem mér þykir best við starfið mitt er að ég ræð að miklu leyti hvernig vinnu-tíminn er hjá mér og nánast enginn dagur er eins.Hvað er íbúðin stór? 120 fermetrar.Hvað hafið þið fjölskyldan búið hér lengi og hafið þið gert mikið fyrir íbúðina? Við erum búin að búa hérna í þrjá mán-uði. Já, við einfaldlega tókum allt í gegn. Undirvinnan tók mjög langan tíma. Síðan máluðum við, settum ný gólfefni, nýja skápa, nýtt eldhús og nýtt bað-herbergi. Tíu mánuðum seinna gátum við svo loksins flutt inn.Skemmtilegur hringur í veggnum sem skilur að gang og stofu.Hefðir þú viljað gera eitthvað öðruvísi, svona eftir á að hyggja? Það er ekkert sem ég hefði gert öðruvísi, við höfðum mikinn tíma til þess að ákveða okkur með hvað við vildum gera þannig að við náðum að vanda okkar mikið þegar það var komið að því að fara að velja inn í íbúðina.Fékkstu aðstoð innanhússhönnuðar við breytingarnar? Nei, foreldrar mínir urðu einhvers konar álitsgjafar hjá okkur og það var alveg ómetanlegt að eiga þau að í þessum framkvæmdum. Svo var mikið hringt í vinkonurnar á kvöldin og farið yfir málin.Hvað finnst þér mikilvægast að huga að þegar þú innréttar heimilið þitt? Hversu mikil not ég hef fyrir hlutina og hversu mikið þeir gleðja augað. Ég læt það yfirleitt ekki hafa áhrif á mig að ég sé með eina tveggja ára sem er eins og atvinnumaður í að skíta allt út heldur skelli ég bara hvíta áklæðinu af sófanum í þvottavélina á þriggja vikna fresti með bros á vör.Stofan er smekkleg þar sem er margt fallegt fyrir augað.Hvar verslar þú helst fyrir heimilið? Ég á enga uppáhaldsbúð en ég hef mjög gaman af antíkbúðum.Hvaðan sækir þú helst innblástur? Af netinu og úr tímaritum. Uppáhaldstímaritið mitt er RUM.Safnar þú einhverju? Já, ég safna matarstelli. Hvar er hjarta heimilisins? Í eldhúsinu, við elskum bæði að elda.Hvað er það besta við heimilið? Andinn í íbúðinni. Það er einhver stemning þarna og mér finnst alltaf gaman að vera heima. Kannski það sé mikla lofthæðin og útsýnið.Hvað er á óskalistanum inn á heimilið? Alvöru pottasett.Er einhver einn hlutur þér kærastur? Ég held mikið upp á Andy Warhol pósterinn sem ég er með uppi á vegg, það sem gerir hann enn skemmtilegri er að hann er áritaður af honum sjálfum. En eldavélin mín fylgir fast á hæla honum.Hvað er á döfinni hjá þér? Í dag er ég á fullu að skrifa make-up bók sem kemur út fyrir jól. Virkilega krefjandi en spennandi verkefni og ég er svo heppin að vera að vinna þetta með frábæru fólki. En annars gengur lífið bara sinn vanagang, Mood skólinn og svona frílans verkefni í bland.Notalegur eldhúskrókur.Eldhús er vel skipulagt og sniðugt að blanda saman svörtum og hvítum lit á veggjum og innréttingu.Flott hilla undir plötusafnið sem má nota sem skenk og bekk líka.Í stofunni er ólíkum húsgögnum og litum raðað saman á smekklegan hátt.Smáatriðin skipta málið - fatahengið í forstofunni er sérstaklega vel lukkað.Viðtalið við Hörpu Káradóttur birtist fyrst í októberblaði Glamour. Glamour Heimili Mest lesið Ralph Lauren skrifar ævisögu sína Glamour Nicole Kidman glæsileg í Armani flauelskjól Glamour Yoko Ono, Amy Schumer og Patti Smith í Pirelli-dagatalinu Glamour Ilmpartý hjá Andreu Maack Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: Rómantík Glamour Casino að hætti Chanel Glamour Eigandi Topshop í djúpum skít Glamour Kim Kardashian og Kanye West búin að eignast stelpu Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour
Glamour heimsótti sminkuna, skólastjórann og bókahöfundinn Hörpu Káradóttur sem býr ásamt fjölskyldu sinni í bjartri og fallegri íbúð í 104 Reykjavík sem þau hafa tekið í gegn frá grunni. Heimilið er elegant og ber þess merki að hér býr mikill fagurkeri sem kann að meta vandaða hluti og má sjá gott safn af fallegri list, hönnun, antík og plöntum sem skapar notalega stemmingu. Harpa var þá í óðaönn að leggja lokahönd á förðunarbókina Andlit sem kom út fyrir jólin og við mælum með í jólapakkann. Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér. Ég er 29 ára gömul sminka. Bý með Daníel kærastanum mínum og Kötlu dóttur okkar. Ég er skólastjóri í Mood make-up school ásamt því að starfa sem sminka í auglýsingum.Geturðu lýst þér í nokkrum orðum? Með mikið jafnaðargeð, metnaðarfull, dýrka vinnuna mína, elska að elda, hef ekkert á móti einu vínglasi við og við.Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Léttur, yfirvegaður en notalegur. Mér finnst yfirleitt skemmtilegustu heimilin þar sem er blanda af alls konar stílum.Hvað er það besta við starfið þitt? Það sem mér þykir best við starfið mitt er að ég ræð að miklu leyti hvernig vinnu-tíminn er hjá mér og nánast enginn dagur er eins.Hvað er íbúðin stór? 120 fermetrar.Hvað hafið þið fjölskyldan búið hér lengi og hafið þið gert mikið fyrir íbúðina? Við erum búin að búa hérna í þrjá mán-uði. Já, við einfaldlega tókum allt í gegn. Undirvinnan tók mjög langan tíma. Síðan máluðum við, settum ný gólfefni, nýja skápa, nýtt eldhús og nýtt bað-herbergi. Tíu mánuðum seinna gátum við svo loksins flutt inn.Skemmtilegur hringur í veggnum sem skilur að gang og stofu.Hefðir þú viljað gera eitthvað öðruvísi, svona eftir á að hyggja? Það er ekkert sem ég hefði gert öðruvísi, við höfðum mikinn tíma til þess að ákveða okkur með hvað við vildum gera þannig að við náðum að vanda okkar mikið þegar það var komið að því að fara að velja inn í íbúðina.Fékkstu aðstoð innanhússhönnuðar við breytingarnar? Nei, foreldrar mínir urðu einhvers konar álitsgjafar hjá okkur og það var alveg ómetanlegt að eiga þau að í þessum framkvæmdum. Svo var mikið hringt í vinkonurnar á kvöldin og farið yfir málin.Hvað finnst þér mikilvægast að huga að þegar þú innréttar heimilið þitt? Hversu mikil not ég hef fyrir hlutina og hversu mikið þeir gleðja augað. Ég læt það yfirleitt ekki hafa áhrif á mig að ég sé með eina tveggja ára sem er eins og atvinnumaður í að skíta allt út heldur skelli ég bara hvíta áklæðinu af sófanum í þvottavélina á þriggja vikna fresti með bros á vör.Stofan er smekkleg þar sem er margt fallegt fyrir augað.Hvar verslar þú helst fyrir heimilið? Ég á enga uppáhaldsbúð en ég hef mjög gaman af antíkbúðum.Hvaðan sækir þú helst innblástur? Af netinu og úr tímaritum. Uppáhaldstímaritið mitt er RUM.Safnar þú einhverju? Já, ég safna matarstelli. Hvar er hjarta heimilisins? Í eldhúsinu, við elskum bæði að elda.Hvað er það besta við heimilið? Andinn í íbúðinni. Það er einhver stemning þarna og mér finnst alltaf gaman að vera heima. Kannski það sé mikla lofthæðin og útsýnið.Hvað er á óskalistanum inn á heimilið? Alvöru pottasett.Er einhver einn hlutur þér kærastur? Ég held mikið upp á Andy Warhol pósterinn sem ég er með uppi á vegg, það sem gerir hann enn skemmtilegri er að hann er áritaður af honum sjálfum. En eldavélin mín fylgir fast á hæla honum.Hvað er á döfinni hjá þér? Í dag er ég á fullu að skrifa make-up bók sem kemur út fyrir jól. Virkilega krefjandi en spennandi verkefni og ég er svo heppin að vera að vinna þetta með frábæru fólki. En annars gengur lífið bara sinn vanagang, Mood skólinn og svona frílans verkefni í bland.Notalegur eldhúskrókur.Eldhús er vel skipulagt og sniðugt að blanda saman svörtum og hvítum lit á veggjum og innréttingu.Flott hilla undir plötusafnið sem má nota sem skenk og bekk líka.Í stofunni er ólíkum húsgögnum og litum raðað saman á smekklegan hátt.Smáatriðin skipta málið - fatahengið í forstofunni er sérstaklega vel lukkað.Viðtalið við Hörpu Káradóttur birtist fyrst í októberblaði Glamour.
Glamour Heimili Mest lesið Ralph Lauren skrifar ævisögu sína Glamour Nicole Kidman glæsileg í Armani flauelskjól Glamour Yoko Ono, Amy Schumer og Patti Smith í Pirelli-dagatalinu Glamour Ilmpartý hjá Andreu Maack Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: Rómantík Glamour Casino að hætti Chanel Glamour Eigandi Topshop í djúpum skít Glamour Kim Kardashian og Kanye West búin að eignast stelpu Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour