Spenningurinn að ná hámarkinu Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 2. desember 2016 16:00 Ævari Þór finnst jólin ægilega skemmtileg, aðallega vegna þess að þá sameinast fjölskyldan og stemningin er svo hátíðleg. VÍSIR/EYÞÓR Ef það er snjór á aðfangadag er fullkomið að fara út og leika sér, til dæmis við að búa til snjókarl. En ekki bara venjulegan snjókarl, því það hlýtur að vera hægt að þróa þessa aldagömlu hönnun. Það væri til dæmis hægt að reyna að búa til snjókarl úr snjókubbum eða þríhyrningum. Svo er auðvitað hægt að leggjast í enn metnaðarfyllri snjólist, byggja virki eða jafnvel hús. Í versta falli mjög abstrakt snjólistaverk,“ lýsir Ævar.Tíminn þýtur með lestri Bókalestur er líka góð afþreying sem getur látið heilu klukkutímana þjóta hjá að mati Ævars. „Lykillinn er að finna bók sem þú getur gleymt þér í. Það getur líka verið teiknimyndasaga, þetta þarf ekki að vera þykkur doðrantur. Tinni eða góð myndasögusyrpa nær manni í einn og hálfan tíma allavega.“ Hann segir að svo sé auðvitað alltaf dagskrá í sjónvarpinu til að reyna að dreifa athygli barnanna, en bætir við að það sé margt annað í boði, til dæmis að spila og fara í einhverja leiki. „Það var klassískur leikur á mínu heimili rétt fyrir klukkan sex á aðfangadag að reyna að giska á hvað væri í pökkunum. Þetta er samt hættulegur leikur, því oft rambar fólk á að giska á rétt. Kannski er betra að spila frekar borðspil,“ segir Ævar brosandi.Ein gjöf á aðfangadagsmorgun Ævar á ekki sjálfur börn og hefur því ekki þurft að nota þessi ráð ennþá, en hann á yngri systur sem er tuttugu árum yngri en hann, „og svo á ég fullt af litlum frænkum og frændum, þannig að maður hefur einhverja hugmynd um hvaða ráð virka og hver ekki. Svo man maður auðvitað sjálfur spenninginn á aðfangadag.“ Hann er alinn upp í sveit og þar var alltaf farið út til að athuga með dýrin áður en klukkurnar hringdu inn jólin. „Rétt fyrir klukkan sex var dýrunum gefið og sum fengu aðeins meira hey en venjulega í tilefni dagsins. Þá fór maður út, fékk súrefni í lungun og hafði gott af því að hreyfa sig aðeins. Annað úr minni æsku sem ég mun svo hiklaust nota sjálfur er að á aðfangadag máttum við systkinin opna eina gjöf um morguninn, sem róaði mann aðeins,“ segir Ævar og skellir upp úr.Fjölskyldan sameinast Jólin hafa alltaf verið yndislegur tími hjá Ævari en eftir að hann flutti að heiman hefur hann alltaf farið heim í sveitina til foreldra sinna einhverja daga yfir hátíðirnar. „Mér finnst jólin ægilega skemmtileg, aðallega vegna þess að þá sameinast fjölskyldan og stemningin er svo hátíðleg. Ég á mér fjölmargar skemmtilegar jólaminningar sem snúast flestar um að vera uppi í sveit, við systkinin með mömmu og pabba. Þetta var og er ennþá ótrúlega næs, eins og maður segir á góðri íslensku. Þetta getur verið dýrmætur og yndislegur tími og er það vonandi hjá flestum.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Rauð jól þau úti séu þau hvít Jól Skín í rauðar skotthúfur Jól Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól Stollenbrauð Jólin Svið í jólamatinn Jól Jólaklukkur Jól
Ef það er snjór á aðfangadag er fullkomið að fara út og leika sér, til dæmis við að búa til snjókarl. En ekki bara venjulegan snjókarl, því það hlýtur að vera hægt að þróa þessa aldagömlu hönnun. Það væri til dæmis hægt að reyna að búa til snjókarl úr snjókubbum eða þríhyrningum. Svo er auðvitað hægt að leggjast í enn metnaðarfyllri snjólist, byggja virki eða jafnvel hús. Í versta falli mjög abstrakt snjólistaverk,“ lýsir Ævar.Tíminn þýtur með lestri Bókalestur er líka góð afþreying sem getur látið heilu klukkutímana þjóta hjá að mati Ævars. „Lykillinn er að finna bók sem þú getur gleymt þér í. Það getur líka verið teiknimyndasaga, þetta þarf ekki að vera þykkur doðrantur. Tinni eða góð myndasögusyrpa nær manni í einn og hálfan tíma allavega.“ Hann segir að svo sé auðvitað alltaf dagskrá í sjónvarpinu til að reyna að dreifa athygli barnanna, en bætir við að það sé margt annað í boði, til dæmis að spila og fara í einhverja leiki. „Það var klassískur leikur á mínu heimili rétt fyrir klukkan sex á aðfangadag að reyna að giska á hvað væri í pökkunum. Þetta er samt hættulegur leikur, því oft rambar fólk á að giska á rétt. Kannski er betra að spila frekar borðspil,“ segir Ævar brosandi.Ein gjöf á aðfangadagsmorgun Ævar á ekki sjálfur börn og hefur því ekki þurft að nota þessi ráð ennþá, en hann á yngri systur sem er tuttugu árum yngri en hann, „og svo á ég fullt af litlum frænkum og frændum, þannig að maður hefur einhverja hugmynd um hvaða ráð virka og hver ekki. Svo man maður auðvitað sjálfur spenninginn á aðfangadag.“ Hann er alinn upp í sveit og þar var alltaf farið út til að athuga með dýrin áður en klukkurnar hringdu inn jólin. „Rétt fyrir klukkan sex var dýrunum gefið og sum fengu aðeins meira hey en venjulega í tilefni dagsins. Þá fór maður út, fékk súrefni í lungun og hafði gott af því að hreyfa sig aðeins. Annað úr minni æsku sem ég mun svo hiklaust nota sjálfur er að á aðfangadag máttum við systkinin opna eina gjöf um morguninn, sem róaði mann aðeins,“ segir Ævar og skellir upp úr.Fjölskyldan sameinast Jólin hafa alltaf verið yndislegur tími hjá Ævari en eftir að hann flutti að heiman hefur hann alltaf farið heim í sveitina til foreldra sinna einhverja daga yfir hátíðirnar. „Mér finnst jólin ægilega skemmtileg, aðallega vegna þess að þá sameinast fjölskyldan og stemningin er svo hátíðleg. Ég á mér fjölmargar skemmtilegar jólaminningar sem snúast flestar um að vera uppi í sveit, við systkinin með mömmu og pabba. Þetta var og er ennþá ótrúlega næs, eins og maður segir á góðri íslensku. Þetta getur verið dýrmætur og yndislegur tími og er það vonandi hjá flestum.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Rauð jól þau úti séu þau hvít Jól Skín í rauðar skotthúfur Jól Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól Stollenbrauð Jólin Svið í jólamatinn Jól Jólaklukkur Jól
Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól
Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól