Brúnegg og Matvælastofnun Árni Stefán Árnason skrifar 1. desember 2016 14:14 Í meistararitgerð minni í lögfræði, sem kom út 2010 rannsakaði ég m.a. aðbúnað dýra hjá Brúneggjum, sem hafa nú orðið fyrir mikilli gagnrýni í fjölmiðlum. Niðurstaða mín var að miklir annmarkar væru í starfseminni. Verulega þyrfti úr, að bæta svo skilyrði þágildandi dýraverndarlaga væru uppfyllt varðandi velferðarþátt hænsnanna. Með greinarskrifum, þá á dv.is bloggi mínu, reyndi ég jafnframt að vekja athygli á þessu. Ég taldi, vegna tilkomu nýrra dýravelferðarlaga og þar sem Matvælastofnun (MAST) hefur að jafnaði rómað eftirlitsstarf sitt að löngu væri búið að útrýma öllu því, sem skilgreina mætti illa meðferð í verksmiðjubúum í dýraeldi á Íslandi. Fréttin kom því, sem reiðarslag yfir mig og flesta aðra Íslendinga. Dýraverndareftirlit og þekking á verndarákvæðum dýravelferðarlaga og heimildum til beitingar þeirra virðist verulega ábótavant hjá yfirmönnum MAST þó þar sé á öðrum sviðum sannarlega, að finna fagfólk í hæsta gæðaflokki. Til, að skapa trúverðugleika hjá þeim, sem lesa þessa grein og ekki þekkja til mín þá er ég lögfræðingur og lokaverkefni mitt í laganámi var rannsókn á réttaráhrifum og framkvæmd dýraverndarlaga á Íslandi. Ég skrifa þessa grein út frá minni sýn á þetta hörmulega mál en í lögfræðilegum þankagangi skv. minni þekkingu í þeim efnum. Ég skrifa þessa grein líka af því að ég er dýravinur, sem barist hefur lengi fyrir bættri meðferð og velferð dýra á Íslandi í samræmi við skýr fyrirmæli laga nr. 55/2013, íslensku dýravelferðarlaganna. Kastljósþættir RÚV um Brúnegg og áður um svínaníðsmálið komu mér verulega á óvart. Lýst hörmulegum aðstæðum og verulega illri meðferð dýra, líklega á stundum einnig kvalarfullri. Það kom mér á óvart í ljósi þess að MAST og umráðamönnum dýra er gert skylt, að framfylgja í einu og öllu gildandi lögum þegar á þeirri stundu þegar þau hafa tekið gildi. - Það virðist algerlega hafa brugðist í báðum framangreindum málum. Ég hef engan áhuga á því að fjalla um hlut Brúneggja né aðila svínaníðsmálsins að öðru leiti en því að umráðamenn þar hafa augljóslega gerst brotlegir við ýmis lagaákvæði, af fréttaflutningi og myndum RÚV að dæma og við því getur lengið þung refsing. Refsingum ber að beita þegar slíkt á við að mati dómara. En fyrst þurfa mál, að komast í þann farveg réttarríkisins, sem hefur heimild til að beita refsingum. Ég ætla, að beina athygli minni að MAST í þessari grein. Ég er undrandi á yfirmönnum þeirrar stofnunar, svo vægt sé til orða tekið. Undrun og vonbrigði mín beinast aðallega að seinagangi þar á bæ við, að tryggja dýrum tafarlaust betri aðbúnað og meðferð þar, sem menn verða uppvísir að lögbrotum í þeim efnum. Hjá MAST hafa menn borið því við að skort hafi á lagaheimildir til inngripa. Það er einfaldlega rangt. Bæði á þágildandi lögum og þeim nýju eru skýrar heimildir í settum rétti hvernig bregðast megi og skuli við. Þá undrast ég þá mismunum, sem annars vegar einstaklingar sem halda dýr og hins vegar fyrirtæki, sem framleiða dýr eða afurðir af þeim verða fyrir. Matvælastofnun hikar ekki við að vörslusvipta og kæra einstaklinga en dregur lappirnar þegar kemur að eldisiðnanum. Í ljósi þess, sem landsmenn nú þekkja um Brúneggjamálið annars vegar og svínaníðsmálið frá haustinu 2015 er það hafið yfir allan vafa í mínum huga að í báðum tilvikum hafi brot verið meiriháttar í skilning laga og þá ber Matvælastofnun að vísa þeim til lögreglu. Ég tel að í báðum tilvikum hafi aðilar gerst brotlegir við refsiábyrgðarákvæði dýravelferðarlaga varðandi ummönnunarskildu og bannákvæði dýravelferðarlaga. Þá segir jafnframt í lögunum: ,, Nú er brot stórfellt eða ítrekað og skal maður þá sæta fangelsi allt að tveimur árum nema brot teljist meiri háttar svo að það varði refsingu skv. 174. gr. almennra hegningarlaga. Þetta er vilji löggjafans og eftir honum ber að fara! Þegar litið er til baka og á ýmiss dýraverndarmál, sem komið hafa á borð forstjóra Matvælastofnunar og yfirdýralæknis og að mínu mati óskiljanlegan seinagang við afgreiðslu þeirra þykir mér tímabært að æðra sett stjórnvöld hugi að því hvort ekki sé tilefni til að endurskoða mannauð í þeim stjórnunarstöðum, sem þessir tveir einstaklingar sitja nú í. Min skoðun er sú að eftirlitsaðili með dýravelferð á Íslandi skuli vera óháður aðili líkt og er í framleiðslu á lífrænum landbúnaðarafurðum. Svo er ekki í dag en starfsemi MAST heyrir undir lanbúnaðarráðherra, sem er framsóknarmaður og sveitamenn þekkjast allir vel – þið skiljið! Lífrænir vottunar og eftirlitsaðilar grípa tafarlaust í taumana ef frávik verða frá ströngum reglur þesskonar vottunar og tryggja þar með að frávik, sem valda dýrum þjáningu verða eins skammvinn og mögulegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Árni Stefán Árnason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í meistararitgerð minni í lögfræði, sem kom út 2010 rannsakaði ég m.a. aðbúnað dýra hjá Brúneggjum, sem hafa nú orðið fyrir mikilli gagnrýni í fjölmiðlum. Niðurstaða mín var að miklir annmarkar væru í starfseminni. Verulega þyrfti úr, að bæta svo skilyrði þágildandi dýraverndarlaga væru uppfyllt varðandi velferðarþátt hænsnanna. Með greinarskrifum, þá á dv.is bloggi mínu, reyndi ég jafnframt að vekja athygli á þessu. Ég taldi, vegna tilkomu nýrra dýravelferðarlaga og þar sem Matvælastofnun (MAST) hefur að jafnaði rómað eftirlitsstarf sitt að löngu væri búið að útrýma öllu því, sem skilgreina mætti illa meðferð í verksmiðjubúum í dýraeldi á Íslandi. Fréttin kom því, sem reiðarslag yfir mig og flesta aðra Íslendinga. Dýraverndareftirlit og þekking á verndarákvæðum dýravelferðarlaga og heimildum til beitingar þeirra virðist verulega ábótavant hjá yfirmönnum MAST þó þar sé á öðrum sviðum sannarlega, að finna fagfólk í hæsta gæðaflokki. Til, að skapa trúverðugleika hjá þeim, sem lesa þessa grein og ekki þekkja til mín þá er ég lögfræðingur og lokaverkefni mitt í laganámi var rannsókn á réttaráhrifum og framkvæmd dýraverndarlaga á Íslandi. Ég skrifa þessa grein út frá minni sýn á þetta hörmulega mál en í lögfræðilegum þankagangi skv. minni þekkingu í þeim efnum. Ég skrifa þessa grein líka af því að ég er dýravinur, sem barist hefur lengi fyrir bættri meðferð og velferð dýra á Íslandi í samræmi við skýr fyrirmæli laga nr. 55/2013, íslensku dýravelferðarlaganna. Kastljósþættir RÚV um Brúnegg og áður um svínaníðsmálið komu mér verulega á óvart. Lýst hörmulegum aðstæðum og verulega illri meðferð dýra, líklega á stundum einnig kvalarfullri. Það kom mér á óvart í ljósi þess að MAST og umráðamönnum dýra er gert skylt, að framfylgja í einu og öllu gildandi lögum þegar á þeirri stundu þegar þau hafa tekið gildi. - Það virðist algerlega hafa brugðist í báðum framangreindum málum. Ég hef engan áhuga á því að fjalla um hlut Brúneggja né aðila svínaníðsmálsins að öðru leiti en því að umráðamenn þar hafa augljóslega gerst brotlegir við ýmis lagaákvæði, af fréttaflutningi og myndum RÚV að dæma og við því getur lengið þung refsing. Refsingum ber að beita þegar slíkt á við að mati dómara. En fyrst þurfa mál, að komast í þann farveg réttarríkisins, sem hefur heimild til að beita refsingum. Ég ætla, að beina athygli minni að MAST í þessari grein. Ég er undrandi á yfirmönnum þeirrar stofnunar, svo vægt sé til orða tekið. Undrun og vonbrigði mín beinast aðallega að seinagangi þar á bæ við, að tryggja dýrum tafarlaust betri aðbúnað og meðferð þar, sem menn verða uppvísir að lögbrotum í þeim efnum. Hjá MAST hafa menn borið því við að skort hafi á lagaheimildir til inngripa. Það er einfaldlega rangt. Bæði á þágildandi lögum og þeim nýju eru skýrar heimildir í settum rétti hvernig bregðast megi og skuli við. Þá undrast ég þá mismunum, sem annars vegar einstaklingar sem halda dýr og hins vegar fyrirtæki, sem framleiða dýr eða afurðir af þeim verða fyrir. Matvælastofnun hikar ekki við að vörslusvipta og kæra einstaklinga en dregur lappirnar þegar kemur að eldisiðnanum. Í ljósi þess, sem landsmenn nú þekkja um Brúneggjamálið annars vegar og svínaníðsmálið frá haustinu 2015 er það hafið yfir allan vafa í mínum huga að í báðum tilvikum hafi brot verið meiriháttar í skilning laga og þá ber Matvælastofnun að vísa þeim til lögreglu. Ég tel að í báðum tilvikum hafi aðilar gerst brotlegir við refsiábyrgðarákvæði dýravelferðarlaga varðandi ummönnunarskildu og bannákvæði dýravelferðarlaga. Þá segir jafnframt í lögunum: ,, Nú er brot stórfellt eða ítrekað og skal maður þá sæta fangelsi allt að tveimur árum nema brot teljist meiri háttar svo að það varði refsingu skv. 174. gr. almennra hegningarlaga. Þetta er vilji löggjafans og eftir honum ber að fara! Þegar litið er til baka og á ýmiss dýraverndarmál, sem komið hafa á borð forstjóra Matvælastofnunar og yfirdýralæknis og að mínu mati óskiljanlegan seinagang við afgreiðslu þeirra þykir mér tímabært að æðra sett stjórnvöld hugi að því hvort ekki sé tilefni til að endurskoða mannauð í þeim stjórnunarstöðum, sem þessir tveir einstaklingar sitja nú í. Min skoðun er sú að eftirlitsaðili með dýravelferð á Íslandi skuli vera óháður aðili líkt og er í framleiðslu á lífrænum landbúnaðarafurðum. Svo er ekki í dag en starfsemi MAST heyrir undir lanbúnaðarráðherra, sem er framsóknarmaður og sveitamenn þekkjast allir vel – þið skiljið! Lífrænir vottunar og eftirlitsaðilar grípa tafarlaust í taumana ef frávik verða frá ströngum reglur þesskonar vottunar og tryggja þar með að frávik, sem valda dýrum þjáningu verða eins skammvinn og mögulegt er.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar