Hefur fengist við flest svið lögfræðinnar um ævina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2016 09:45 Ragnar kveðst hafa lært sína lögfræði mest af eigin lestri. Vísir/GVA Hann svarar í símann á lögmannsstofunni. Samt er klukkan orðin meira en fimm. „Það ræður engu,“ segir hann þegar haft er orð á því. Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur vinnur fulla vinnu þó kominn sé yfir áttrætt, kveðst þó aðeins hafa dregið úr henni frá því hann hafði sem mest umleikis. Ragnar hélt hádegissamkomu á skrifstofu sinni nýlega til að fagna 50 ára lögmannsréttindum í Hæstarétti. Héraðsdómslögmaður varð hann í desember 1962. Hvaða mál finnst honum standa upp úr á ferlinum? „Ég hef fengist við flest svið lögfræðinnar en ekki öll í einu. Lengst við höfundarrétt. Í næstum 40 ár var ég lögfræðilegur ráðunautur rithöfunda og fleiri. Svo hef ég fengist við sjórétt, vátryggingarétt, fjarskiptarétt, mannréttindi, eignaréttindi. Fékk mikinn áhuga á eignarétti í sambandi við þjóðlendumálin. Vann fyrir bændur og þótti ríkið ganga æði langt í því að reyna að ná til sín jörðum sem þeir höfðu þinglýstar eignarheimildir fyrir í hundrað og fimmtíu ár.“ Mestan áhuga kveðst Ragnar hafa haft á rétti bændanna yfir afréttum. „Ég las mikið af íslenskum og norrænum heimildum til að átta mig á fyrirbrigðinu og komst að því að það var séríslenskt. Íslendingar settu sér reglur í sambandi við ofnýtingu strax á Grágásartímabilinu. Svo voru reglur um hvernig ætti að reka á fjall þegar menn þurftu að fara yfir jarðir annarra. Ég hef ekki getað fundið nein fordæmi í norskri löggjöf að slíkum reglum frá þessum tíma.“ Ragnar kveðst hafa verið leitandi ungur maður. „Ég byrjaði nú á að fara til Suður-Evrópu og Norður-Afríku því það var ekki ljóst hvað ég ætlaði að fást við. Fór fyrst í háskóla í Madrid en leiddist þar og fór á flakk. En ég hef alltaf haft áhuga á mannréttindum í samfélaginu og líka á valdinu og misnotkun á því. Það var ekki um margt að velja á þessum árum í Háskóla Íslands þannig að lögfræðin varð fyrir valinu,“ segir hann og kveðst hafa lært mest af eigin lestri en tekur fram að í deildinni hafi samt verið góðir kennarar eins og Ármann Snævar og Theódór B. Líndal. Nú er Ragnar með eigin rekstur og hjá honum vinna 10 lögfræðingar. „Þegar ég byrjaði hér á Klapparstígnum árið 2000 ætlaði ég vera aleinn part úr degi og bjó til spjald sem á stóð: Opið mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 13 en það tókst nú ekki betur en þetta,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að erfitt sé að takmarka sig í þessu starfi. „Annaðhvort er að sinna því eða ekki,“ segir hann. „Ég ætlaði að leggjast í eitthvert fræðagrúsk en það varð minna úr því.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember 2016. Lífið Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Hann svarar í símann á lögmannsstofunni. Samt er klukkan orðin meira en fimm. „Það ræður engu,“ segir hann þegar haft er orð á því. Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur vinnur fulla vinnu þó kominn sé yfir áttrætt, kveðst þó aðeins hafa dregið úr henni frá því hann hafði sem mest umleikis. Ragnar hélt hádegissamkomu á skrifstofu sinni nýlega til að fagna 50 ára lögmannsréttindum í Hæstarétti. Héraðsdómslögmaður varð hann í desember 1962. Hvaða mál finnst honum standa upp úr á ferlinum? „Ég hef fengist við flest svið lögfræðinnar en ekki öll í einu. Lengst við höfundarrétt. Í næstum 40 ár var ég lögfræðilegur ráðunautur rithöfunda og fleiri. Svo hef ég fengist við sjórétt, vátryggingarétt, fjarskiptarétt, mannréttindi, eignaréttindi. Fékk mikinn áhuga á eignarétti í sambandi við þjóðlendumálin. Vann fyrir bændur og þótti ríkið ganga æði langt í því að reyna að ná til sín jörðum sem þeir höfðu þinglýstar eignarheimildir fyrir í hundrað og fimmtíu ár.“ Mestan áhuga kveðst Ragnar hafa haft á rétti bændanna yfir afréttum. „Ég las mikið af íslenskum og norrænum heimildum til að átta mig á fyrirbrigðinu og komst að því að það var séríslenskt. Íslendingar settu sér reglur í sambandi við ofnýtingu strax á Grágásartímabilinu. Svo voru reglur um hvernig ætti að reka á fjall þegar menn þurftu að fara yfir jarðir annarra. Ég hef ekki getað fundið nein fordæmi í norskri löggjöf að slíkum reglum frá þessum tíma.“ Ragnar kveðst hafa verið leitandi ungur maður. „Ég byrjaði nú á að fara til Suður-Evrópu og Norður-Afríku því það var ekki ljóst hvað ég ætlaði að fást við. Fór fyrst í háskóla í Madrid en leiddist þar og fór á flakk. En ég hef alltaf haft áhuga á mannréttindum í samfélaginu og líka á valdinu og misnotkun á því. Það var ekki um margt að velja á þessum árum í Háskóla Íslands þannig að lögfræðin varð fyrir valinu,“ segir hann og kveðst hafa lært mest af eigin lestri en tekur fram að í deildinni hafi samt verið góðir kennarar eins og Ármann Snævar og Theódór B. Líndal. Nú er Ragnar með eigin rekstur og hjá honum vinna 10 lögfræðingar. „Þegar ég byrjaði hér á Klapparstígnum árið 2000 ætlaði ég vera aleinn part úr degi og bjó til spjald sem á stóð: Opið mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 13 en það tókst nú ekki betur en þetta,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að erfitt sé að takmarka sig í þessu starfi. „Annaðhvort er að sinna því eða ekki,“ segir hann. „Ég ætlaði að leggjast í eitthvert fræðagrúsk en það varð minna úr því.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember 2016.
Lífið Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið