Hvaða 10 bílgerðir á fólk lengst? Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2016 14:58 Toyota Highlander er sá bíll sem bílkaupendur í Bandaríkjunum á lengst allra bíla. Sumir bílar endast illa og ná jafnvel ekki 10 ára aldri. Lélegir bílar skipta líka oft um hendur þar sem eigendur þeirra hafa gefist uppá þeim. Því er forvitnilegt að skoða hvaða bílgerðir það eru sem endast lengst í höndum fyrstu kaupenda þeirra. Það hefur einmitt verið gert í henni Ameríku og þar kemur margt spennandi í ljós. Í fyrsta lagi þá eru allar 10 efstu bílgerðirnar japanskar. Í öðru lagi á Toyota/Lexus 6 bíla af þessum efstu 10. Í þriðja lagi eru efstu fjórir bílarnir frá Toyota. Sá sem er efstur á blaði er Toyota Highlander jeppinn en fyrstu eigendur þeirra eiga þá meira en 10 ár í 32,1% tilfella. Er það 2,5 sinnum lengri tími en meðaltalið vestanhafs. Í þessari könnun voru 2,5 milljónir bíla af árgerðunum 1981 til 2006 kannaðar og eigendur þeirra spurðir hvort þeir væru fyrstu kaupendur bílanna. Listi þeirra 10 bíla sem lengst voru í höndum fyrstu kaupenda er svona. Prósentan sýnir hve hátt hlutfall bílgerðarinnar var enn í höndum fyrsta kaupanda og í seinni dálknum sést hversu mikið hærra það hlutfall er en meðaltalið í Bandaríkjunum. 1. Toyota Highlander Hybrid 32,1% 2,5x 2. Toyota Prius 32,0% 2,5x 3. Toyota Highlander 29,0% 2,2x 4. Toyota Sienna 28,7% 2,2x 5. Honda Pilot 27,2% 2,1x 6. Honda CR-V 25,2% 2,0x 7. Toytota RAV4 24,9% 1,9x 8. Subaru Forester 24,2% 1,9x 9. Lexus RX Hybrid 24,1% 1,9x+ 10. Honda Odyssey 24,0% 1,9x Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent
Sumir bílar endast illa og ná jafnvel ekki 10 ára aldri. Lélegir bílar skipta líka oft um hendur þar sem eigendur þeirra hafa gefist uppá þeim. Því er forvitnilegt að skoða hvaða bílgerðir það eru sem endast lengst í höndum fyrstu kaupenda þeirra. Það hefur einmitt verið gert í henni Ameríku og þar kemur margt spennandi í ljós. Í fyrsta lagi þá eru allar 10 efstu bílgerðirnar japanskar. Í öðru lagi á Toyota/Lexus 6 bíla af þessum efstu 10. Í þriðja lagi eru efstu fjórir bílarnir frá Toyota. Sá sem er efstur á blaði er Toyota Highlander jeppinn en fyrstu eigendur þeirra eiga þá meira en 10 ár í 32,1% tilfella. Er það 2,5 sinnum lengri tími en meðaltalið vestanhafs. Í þessari könnun voru 2,5 milljónir bíla af árgerðunum 1981 til 2006 kannaðar og eigendur þeirra spurðir hvort þeir væru fyrstu kaupendur bílanna. Listi þeirra 10 bíla sem lengst voru í höndum fyrstu kaupenda er svona. Prósentan sýnir hve hátt hlutfall bílgerðarinnar var enn í höndum fyrsta kaupanda og í seinni dálknum sést hversu mikið hærra það hlutfall er en meðaltalið í Bandaríkjunum. 1. Toyota Highlander Hybrid 32,1% 2,5x 2. Toyota Prius 32,0% 2,5x 3. Toyota Highlander 29,0% 2,2x 4. Toyota Sienna 28,7% 2,2x 5. Honda Pilot 27,2% 2,1x 6. Honda CR-V 25,2% 2,0x 7. Toytota RAV4 24,9% 1,9x 8. Subaru Forester 24,2% 1,9x 9. Lexus RX Hybrid 24,1% 1,9x+ 10. Honda Odyssey 24,0% 1,9x
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent