Prófessor í stjórnmálafræði segir augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu Anton Egilsson skrifar 12. desember 2016 19:20 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Mynd/samsett Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Þetta segir Eiríkur í kjölfar yfirlýsingar forseta Íslands sem segir þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar alvarlega. „Þegar forseti segir að það sé komin upp alvarleg staða þá merkir það að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir að það sé búið að þrautreyna allar augljósar sviðsmyndir til að mynda ríkisstjórn í landinu.“ Sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Hann segir þá að hugsanlega sé kominn tími til að fara í nýjar og skapandi aðgerðir. Nefnir hann minnihlutastjórn sem dæmi. „Kannski þurfa menn að fara í einhverjar skapandi aðgerðir, gera eitthvað nýtt. Það er til dæmis að koma hér á minnihlutastjórn. Augljósasti kosturinn í þeim efnum væri minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.“ Þingstyrkur flokka á Alþingi hefur hingað til ráðið för hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við veitingu umboðs til stjórnarmyndunar. Samkvæmt því ætti Framsóknarflokkur að vera næstur í röðinni en Eiríkur segir þá ekki líklega til að ná að mynda meirihlutastjórn. „Miðað við hvernig forseti hefur hagað þessu ætti Framsókn að fá umboðið næst. Gallinn við það er þó sá að maður sér ekki hvernig þeir eiga að geta myndað meirihlutastjórn.“ Eiríkur segir að þó að stjórnarkreppa ríki í landinu þýði það ekki að neyð sé uppi. „Það er algjörlega augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir þó ekki að það sé einhver neyð eða vá uppi og við getum alveg farið glöð inn í jólin þó það sé stjórnarkreppa.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Þetta segir Eiríkur í kjölfar yfirlýsingar forseta Íslands sem segir þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar alvarlega. „Þegar forseti segir að það sé komin upp alvarleg staða þá merkir það að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir að það sé búið að þrautreyna allar augljósar sviðsmyndir til að mynda ríkisstjórn í landinu.“ Sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Hann segir þá að hugsanlega sé kominn tími til að fara í nýjar og skapandi aðgerðir. Nefnir hann minnihlutastjórn sem dæmi. „Kannski þurfa menn að fara í einhverjar skapandi aðgerðir, gera eitthvað nýtt. Það er til dæmis að koma hér á minnihlutastjórn. Augljósasti kosturinn í þeim efnum væri minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.“ Þingstyrkur flokka á Alþingi hefur hingað til ráðið för hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við veitingu umboðs til stjórnarmyndunar. Samkvæmt því ætti Framsóknarflokkur að vera næstur í röðinni en Eiríkur segir þá ekki líklega til að ná að mynda meirihlutastjórn. „Miðað við hvernig forseti hefur hagað þessu ætti Framsókn að fá umboðið næst. Gallinn við það er þó sá að maður sér ekki hvernig þeir eiga að geta myndað meirihlutastjórn.“ Eiríkur segir að þó að stjórnarkreppa ríki í landinu þýði það ekki að neyð sé uppi. „Það er algjörlega augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir þó ekki að það sé einhver neyð eða vá uppi og við getum alveg farið glöð inn í jólin þó það sé stjórnarkreppa.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26