Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2016 14:30 Róbert Gunnarsson gæti hafa skorað sitt síðasta skrautmark fyrir íslenska landsliðið. vísir/epa Róbert Gunnarsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í handbolta undanfarinn áratug, gaf ekki kost á sér í HM-hópinn, en Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, valdi 28 manna hóp sem tilkynntur var í dag. Hann á eftir að skera niður. Landsliðsferli Róberts er að öllum líkindum lokið en Geir sagði í samtali við Vísi að hann vildi að línumaðurinn myndi gefa það formlega út sjálfur. Þjálfarinn býst þó ekki við að sjá hann aftur í bláu treyjunni. „Robbi mun sjálfur staðfesta hver sín persónulega staða er. Við áttum gott spjall áður en hópurinn var valinn þar sem hann tilkynnti mér að hann væri að draga sig til baka og yrði ekki með í þetta skiptið,“ segir Geir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann líti svo á ákvörðun Róberts að hann sé hættur í landsliðinu segir Geir: „Já, ég held að hann sé að taka það skref eins og fleiri hafa verið að gera upp á síðkastið. Hann hefur kannski farið að hugsa þetta á síðustu vikum og mánuðum og mér sýnist þetta vera niðurstaðan til frambúðar.“ Ákvörðun Róberts kemur í framhaldi þess að línumaðurinn var ekki valinn í síðasta verkefni landsliðsins þegar það mætti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í síðasta mánuði. Þar hristi Geir upp í hlutunum og valdi hvorki Róbert né Vigni Svavarsson. Vignir er kominn aftur í hópinn. „Þetta er bara svona núna. Róbert er að draga sig til baka og það er allt í góðu. Ég virði ákvörðun hans enda hefur hann átt glæstan feril með landsliðinu,“ segir Geir Sveinsson. Besti vinur Róberts í landsliðinu og annar lykilmaður síðasta áratugar, Snorri Steinn Guðjónsson, lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr í vetur. Róbert Gunnarsson var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM 2010. Hann spilar nú með Árósum í dönsku úrvalsdeildinni. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Róbert Gunnarsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í handbolta undanfarinn áratug, gaf ekki kost á sér í HM-hópinn, en Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, valdi 28 manna hóp sem tilkynntur var í dag. Hann á eftir að skera niður. Landsliðsferli Róberts er að öllum líkindum lokið en Geir sagði í samtali við Vísi að hann vildi að línumaðurinn myndi gefa það formlega út sjálfur. Þjálfarinn býst þó ekki við að sjá hann aftur í bláu treyjunni. „Robbi mun sjálfur staðfesta hver sín persónulega staða er. Við áttum gott spjall áður en hópurinn var valinn þar sem hann tilkynnti mér að hann væri að draga sig til baka og yrði ekki með í þetta skiptið,“ segir Geir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann líti svo á ákvörðun Róberts að hann sé hættur í landsliðinu segir Geir: „Já, ég held að hann sé að taka það skref eins og fleiri hafa verið að gera upp á síðkastið. Hann hefur kannski farið að hugsa þetta á síðustu vikum og mánuðum og mér sýnist þetta vera niðurstaðan til frambúðar.“ Ákvörðun Róberts kemur í framhaldi þess að línumaðurinn var ekki valinn í síðasta verkefni landsliðsins þegar það mætti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í síðasta mánuði. Þar hristi Geir upp í hlutunum og valdi hvorki Róbert né Vigni Svavarsson. Vignir er kominn aftur í hópinn. „Þetta er bara svona núna. Róbert er að draga sig til baka og það er allt í góðu. Ég virði ákvörðun hans enda hefur hann átt glæstan feril með landsliðinu,“ segir Geir Sveinsson. Besti vinur Róberts í landsliðinu og annar lykilmaður síðasta áratugar, Snorri Steinn Guðjónsson, lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr í vetur. Róbert Gunnarsson var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM 2010. Hann spilar nú með Árósum í dönsku úrvalsdeildinni.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09