Kia GT er 5,1 sek. í 100 Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 14:13 Kia mun kynna sportbílinn Kia GT á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði, en þar fer sneggsti bíll sem S-kóreski bílaframleiðandinn hefur nokkurn tíma framleitt. Hann er aðeins 5,1 sekúndu í 100 km hraða, enda 315 hestöfl. Vélin í bílnum átti upphaflega að vera í KIA GT4 Stinger sem Kia kynnti sem tilraunabíl fyrir nokkrum árum, en hefur hætt við að framleiða. Í Evrópu verður Kia GT einnig í boði með dísilvél, líklega sömu 197 hestafla vélinni og er í Hyundai Santa Fe. Kia hefur verið að reyna GT bílinn á Nürburgring brautinni og akstur hans þar má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Þar sést meðal annars að bílnum er ekið á 244 km hraða, en hámarkshraði bílsins er víst nálægt 280 km/klst. Einnig sést að bílnum hefur verið ekið 13.164 kílómetra, svo víst er að Kia slær ekki slöku við í prufuakstrinum á þessum bíl. Kia GT verður kominn í sýningarsali víða um heim í sumar og mun kosta kringum 30.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 3,3 milljónir króna, en eitthvað dýrari verður hann vafalaust hér á landi. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent
Kia mun kynna sportbílinn Kia GT á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði, en þar fer sneggsti bíll sem S-kóreski bílaframleiðandinn hefur nokkurn tíma framleitt. Hann er aðeins 5,1 sekúndu í 100 km hraða, enda 315 hestöfl. Vélin í bílnum átti upphaflega að vera í KIA GT4 Stinger sem Kia kynnti sem tilraunabíl fyrir nokkrum árum, en hefur hætt við að framleiða. Í Evrópu verður Kia GT einnig í boði með dísilvél, líklega sömu 197 hestafla vélinni og er í Hyundai Santa Fe. Kia hefur verið að reyna GT bílinn á Nürburgring brautinni og akstur hans þar má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Þar sést meðal annars að bílnum er ekið á 244 km hraða, en hámarkshraði bílsins er víst nálægt 280 km/klst. Einnig sést að bílnum hefur verið ekið 13.164 kílómetra, svo víst er að Kia slær ekki slöku við í prufuakstrinum á þessum bíl. Kia GT verður kominn í sýningarsali víða um heim í sumar og mun kosta kringum 30.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 3,3 milljónir króna, en eitthvað dýrari verður hann vafalaust hér á landi.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent