Ólíklegt að ný stjórn verði til á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2016 19:10 Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði til á þeim dögum sem eftir lifir árs en formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar segja annan anda ríkja í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn nú en áður. Óttarr Proppé segir menn ef til vill búna að meðtaka betur vilja kjósenda eins og hann birtist í síðustu kosningum. Í dag eru tveir mánuðir liðnir frá við kjósendur gengu að kjörborðinu og kusu fulltrúa sjö flokka á þing, sem síðan hefur ekki tekist að mynda starfhæfan meirihluta á Alþingi þrátt fyrir fjölbreyttar tilraunir til þess. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar reyna enn á ný að ná saman og hafa skipst á hugmyndum um málamiðlanir í erfiðustu ágreiningsmálum flokkanna frá því á mánudag þegar þeir hittust. Óttar Proppé segir menn á öðrum stað nú þegar búið sé að gera nokkrar tilraunir til myndunar ríkisstjórna og nú hafi leiðtogar flokkanna ef til vill meðtekið niðurstöður kosninganna um breiðari sátt betur og ræði saman á annan hátt en áður. „Við túlkuðum það sem svo að fólk vildi miðjupólitík en ekki annað hvort eða pólitík. En ég held nú að skilaboðin séu þau að fólk vilji að við vinnum saman. Það er auðvitað hluti af því hvernig sem ríkisstjórn verður mynduð, að það er mikilvægt að hún vinni líka vel með öðrum,“ segir Óttarr. Það sé þingi og flokkum holt að læra að málefnin ráði en ekki endilega meirihluti hverju sinni. Kosningaúrslitin sjálf og skoðanir einstakra flokka á samstarfi við aðra hafa ráðið miklu um erfiðleikana við stjórnarmyndun. Óttar segir að þegar gengið sé til kosninga sé eðlilegt að fólk vilji veg sinna flokka sem mestan. „Er ekki eins og þú segir allir í pólitík kannski með þá óskastjórn að fá að koma öllum sínum málum í gegn? En ég held að það sé nokkuð ljóst að það verður seint. Það skiptir líka máli að það eru ekki bara mínir stuðningsmenn sem búa á Íslandi. Heldur þurfum við að mynda ríkisstjórn sem horfir til almannahagsmunanna og að sem flestir séu ánægðir. Alla vega enginn mikið óánægðri en annar,“ segir formaður Bjartrar framtíðar.Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði mynduð áður en þetta ár er liðið. „Þetta er að mjakast í rétta átt sýnist mér og gæti endað á að við komumst í formlegar viðræður en það er ekki að fara að gerast í dag eða á morgun,“ segir Óttarr. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00 Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31 Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði til á þeim dögum sem eftir lifir árs en formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar segja annan anda ríkja í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn nú en áður. Óttarr Proppé segir menn ef til vill búna að meðtaka betur vilja kjósenda eins og hann birtist í síðustu kosningum. Í dag eru tveir mánuðir liðnir frá við kjósendur gengu að kjörborðinu og kusu fulltrúa sjö flokka á þing, sem síðan hefur ekki tekist að mynda starfhæfan meirihluta á Alþingi þrátt fyrir fjölbreyttar tilraunir til þess. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar reyna enn á ný að ná saman og hafa skipst á hugmyndum um málamiðlanir í erfiðustu ágreiningsmálum flokkanna frá því á mánudag þegar þeir hittust. Óttar Proppé segir menn á öðrum stað nú þegar búið sé að gera nokkrar tilraunir til myndunar ríkisstjórna og nú hafi leiðtogar flokkanna ef til vill meðtekið niðurstöður kosninganna um breiðari sátt betur og ræði saman á annan hátt en áður. „Við túlkuðum það sem svo að fólk vildi miðjupólitík en ekki annað hvort eða pólitík. En ég held nú að skilaboðin séu þau að fólk vilji að við vinnum saman. Það er auðvitað hluti af því hvernig sem ríkisstjórn verður mynduð, að það er mikilvægt að hún vinni líka vel með öðrum,“ segir Óttarr. Það sé þingi og flokkum holt að læra að málefnin ráði en ekki endilega meirihluti hverju sinni. Kosningaúrslitin sjálf og skoðanir einstakra flokka á samstarfi við aðra hafa ráðið miklu um erfiðleikana við stjórnarmyndun. Óttar segir að þegar gengið sé til kosninga sé eðlilegt að fólk vilji veg sinna flokka sem mestan. „Er ekki eins og þú segir allir í pólitík kannski með þá óskastjórn að fá að koma öllum sínum málum í gegn? En ég held að það sé nokkuð ljóst að það verður seint. Það skiptir líka máli að það eru ekki bara mínir stuðningsmenn sem búa á Íslandi. Heldur þurfum við að mynda ríkisstjórn sem horfir til almannahagsmunanna og að sem flestir séu ánægðir. Alla vega enginn mikið óánægðri en annar,“ segir formaður Bjartrar framtíðar.Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði mynduð áður en þetta ár er liðið. „Þetta er að mjakast í rétta átt sýnist mér og gæti endað á að við komumst í formlegar viðræður en það er ekki að fara að gerast í dag eða á morgun,“ segir Óttarr.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00 Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31 Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00
Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31
Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49
Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32