Bjargar tveimur börnum með ótrúlegu snarræði Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2016 12:50 Indónesískum manni er nú hampað sem mikilli hetju eftir einstaka björgun hans á tveimur börnum frá aðvífandi stjórnlausum bíl. Eins og köttur nær hann til barnanna sekúndubrotum áður en bíllinn ekur yfir þau. Hann tekur þau í fang sér og kastar sér síðan afturábak og engu má muna samt að bíllinn aki yfir þau öll. Þetta gerðist fyrir utan verkstæði þessa árvekna manns á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Manninum hefur eftir björgunina verið líkt við köngulóarmanninn eða Jackie Chan, en fimi hans og viðbragðsflýtir á ýmislegt sameiginlegt með þeim tveimur. Sjá má björgun hans á börnunum tveimur hér að ofan. Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður
Indónesískum manni er nú hampað sem mikilli hetju eftir einstaka björgun hans á tveimur börnum frá aðvífandi stjórnlausum bíl. Eins og köttur nær hann til barnanna sekúndubrotum áður en bíllinn ekur yfir þau. Hann tekur þau í fang sér og kastar sér síðan afturábak og engu má muna samt að bíllinn aki yfir þau öll. Þetta gerðist fyrir utan verkstæði þessa árvekna manns á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Manninum hefur eftir björgunina verið líkt við köngulóarmanninn eða Jackie Chan, en fimi hans og viðbragðsflýtir á ýmislegt sameiginlegt með þeim tveimur. Sjá má björgun hans á börnunum tveimur hér að ofan.
Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður