Atli nýr framkvæmdastjóri DHL Express í Danmörku Sæunn Gísladóttir skrifar 27. desember 2016 14:53 Atli Freyr Einarsson tekur við starfi framkvæmdastjóra DHL Express í Danmörku. Hann hóf störf hjá DHL á Íslandi sem bílstjóri árið 1997. Atli Freyr Einarsson tekur við starfi framkvæmdastjóra DHL Express í Danmörku. Hann hóf störf hjá DHL á Íslandi sem bílstjóri árið 1997 segir í tilkynningu. Atli Freyr Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri DHL Express í Danmörku. DHL Express í Danmörku er 500 manna fyrirtæki sem veltir árlega 9 milljörðum króna. Fyrirtækið er eitt það allra stærsta á hraðflutningsmarkaði í Skandinavíu. Atli Freyr tekur til starfa hjá danska fyrirtækinu 1. janúar 2017. Atli hefur unnið allan sinn starfsferil innan DHL og sem framkvæmdastjóri DHL á Íslandi síðastliðin sex ár. Saga Atla Freys innan DHL á Íslandi er um margt áhugaverð. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu sem bílstjóri árið 1997. Meðfram háskólanámi vann hann í útkeyrslu og í þjónustudeild í hlutastarfi. Eftir útskrift úr háskóla færði hann sig yfir í söludeild fyrirtækisins og var gerður að sölu- og markaðsstjóra árið 2005. Frá og með árinu 2010 hefur Atli gengt stöðu framkvæmdastjóra DHL Express Íslandi. Staða DHL á Íslandi hefur verið sterk og markaðshlutdeild þeirra framúrskarandi. Sérstaklega hefur tekist vel til við að snúa erfiðri stöðu eftir hrun fyrirtækinu í vil. „Þetta er auðvitað mikil áskorun en umfram allt skemmtilegt tækifæri sem ekki er hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir Atli Freyr. DHL á Íslandi hafi gengið vel og náð markmiðum sínum á hörðum samkeppnismarkaði. Þekkingin á flutningamarkaðnum væri mjög góð og samkeppnishæf við það besta sem gerist erlendis.Flutningsnet DHL nær til yfir 220 landaDHL er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í flutningaþjónustu og er gjarnan nefnt „Flutningsfyrirtæki heimsins“. Sérfræðiþekking fyrirtækisins liggur einkum í alþjóðahraðflutningum og miðlun flug- og sjófraktar, landflutningum og vörustjórnun. Flutningsnet DHL, sem nær til yfir 220 landa og svæða og 310 þúsund starfsmanna um allan heim, veitir viðskiptavinum yfirburðagæði í þjónustu og þekkingu á heimamörkuðum og tekur tillit til margbreytilegra þarfa hvers svæðis. DHL tekur samfélagslega ábyrgð alvarlega og styrkir umhverfisvernd, neyðaraðstoð og menntun víðsvegar um heiminn. Ekki hefur verið ráðið í framkvæmdastjórastöðuna á Íslandi að svo stöddu en gengið verður frá ráðningu í upphafi nýs árs. Atli Freyr er kvæntur Önnu Svandísi Gísladóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Ráðningar Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Atli Freyr Einarsson tekur við starfi framkvæmdastjóra DHL Express í Danmörku. Hann hóf störf hjá DHL á Íslandi sem bílstjóri árið 1997 segir í tilkynningu. Atli Freyr Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri DHL Express í Danmörku. DHL Express í Danmörku er 500 manna fyrirtæki sem veltir árlega 9 milljörðum króna. Fyrirtækið er eitt það allra stærsta á hraðflutningsmarkaði í Skandinavíu. Atli Freyr tekur til starfa hjá danska fyrirtækinu 1. janúar 2017. Atli hefur unnið allan sinn starfsferil innan DHL og sem framkvæmdastjóri DHL á Íslandi síðastliðin sex ár. Saga Atla Freys innan DHL á Íslandi er um margt áhugaverð. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu sem bílstjóri árið 1997. Meðfram háskólanámi vann hann í útkeyrslu og í þjónustudeild í hlutastarfi. Eftir útskrift úr háskóla færði hann sig yfir í söludeild fyrirtækisins og var gerður að sölu- og markaðsstjóra árið 2005. Frá og með árinu 2010 hefur Atli gengt stöðu framkvæmdastjóra DHL Express Íslandi. Staða DHL á Íslandi hefur verið sterk og markaðshlutdeild þeirra framúrskarandi. Sérstaklega hefur tekist vel til við að snúa erfiðri stöðu eftir hrun fyrirtækinu í vil. „Þetta er auðvitað mikil áskorun en umfram allt skemmtilegt tækifæri sem ekki er hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir Atli Freyr. DHL á Íslandi hafi gengið vel og náð markmiðum sínum á hörðum samkeppnismarkaði. Þekkingin á flutningamarkaðnum væri mjög góð og samkeppnishæf við það besta sem gerist erlendis.Flutningsnet DHL nær til yfir 220 landaDHL er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í flutningaþjónustu og er gjarnan nefnt „Flutningsfyrirtæki heimsins“. Sérfræðiþekking fyrirtækisins liggur einkum í alþjóðahraðflutningum og miðlun flug- og sjófraktar, landflutningum og vörustjórnun. Flutningsnet DHL, sem nær til yfir 220 landa og svæða og 310 þúsund starfsmanna um allan heim, veitir viðskiptavinum yfirburðagæði í þjónustu og þekkingu á heimamörkuðum og tekur tillit til margbreytilegra þarfa hvers svæðis. DHL tekur samfélagslega ábyrgð alvarlega og styrkir umhverfisvernd, neyðaraðstoð og menntun víðsvegar um heiminn. Ekki hefur verið ráðið í framkvæmdastjórastöðuna á Íslandi að svo stöddu en gengið verður frá ráðningu í upphafi nýs árs. Atli Freyr er kvæntur Önnu Svandísi Gísladóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn.
Ráðningar Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira