Tíminn og jólin Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2016 07:00 Þessi misserin koma þau svolítið aftan að manni, jólin. Maður man eftir því að hafa farið að sofa einhvern tímann í ágúst og svo hrekkur maður til meðvitundar í miðju jólaboði með laufabrauð í munnvikinu og bölvar miskunnarlausum framgangi tímans. Fyrir 15 árum var ég 8 ára og þá þótti mér tíminn líka óvæginn og frekur. Meinið var þó annað, nefnilega hvað hann leið löturhægt, sérstaklega í desember. Svona næstum því eins og hann væri að hæðast að mér. Og þegar jólin voru rétt handan við hornið hætti hann að hæðast og byrjaði að refsa. Í hvert skipti sem hugurinn sveif að gjafahrúgunni undir trénu á aðfangadagskvöld virtist tíminn taka eitt skref aftur á bak. En jólin komu alltaf að lokum og eftir því sem árin urðu fleiri varð tíminn samvinnuþýðari. Þangað til, fyrir ekkert svo löngu, að hann byrjaði að taka fram úr mér. Eftir 15 ár verð ég 38 ára og áður en ég veit af verður tíminn búinn að fleyta mér lóðbeint inn í aftansöng á aðfangadagskvöld árið 2031 og ég er í miðju þriðja erindi á „Í dag er glatt í döprum hjörtum“. Og kannski held ég í höndina á sætum manni og leiðin liggur heim að halda jól með börnunum okkar. Að útkljá loksins kunnuglega baráttu þeirra við tímann. Nú ætla ég hins vegar að snúa mér að jólunum sem standa yfir akkúrat núna. Um þessar mundir, þegar fortíð og framtíð hafa tilhneigingu til að rekast harkalega á, er nefnilega kjörið að bregða hreinlega fæti fyrir tímann og stinga sér á bólakaf ofan í augnablikið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Þessi misserin koma þau svolítið aftan að manni, jólin. Maður man eftir því að hafa farið að sofa einhvern tímann í ágúst og svo hrekkur maður til meðvitundar í miðju jólaboði með laufabrauð í munnvikinu og bölvar miskunnarlausum framgangi tímans. Fyrir 15 árum var ég 8 ára og þá þótti mér tíminn líka óvæginn og frekur. Meinið var þó annað, nefnilega hvað hann leið löturhægt, sérstaklega í desember. Svona næstum því eins og hann væri að hæðast að mér. Og þegar jólin voru rétt handan við hornið hætti hann að hæðast og byrjaði að refsa. Í hvert skipti sem hugurinn sveif að gjafahrúgunni undir trénu á aðfangadagskvöld virtist tíminn taka eitt skref aftur á bak. En jólin komu alltaf að lokum og eftir því sem árin urðu fleiri varð tíminn samvinnuþýðari. Þangað til, fyrir ekkert svo löngu, að hann byrjaði að taka fram úr mér. Eftir 15 ár verð ég 38 ára og áður en ég veit af verður tíminn búinn að fleyta mér lóðbeint inn í aftansöng á aðfangadagskvöld árið 2031 og ég er í miðju þriðja erindi á „Í dag er glatt í döprum hjörtum“. Og kannski held ég í höndina á sætum manni og leiðin liggur heim að halda jól með börnunum okkar. Að útkljá loksins kunnuglega baráttu þeirra við tímann. Nú ætla ég hins vegar að snúa mér að jólunum sem standa yfir akkúrat núna. Um þessar mundir, þegar fortíð og framtíð hafa tilhneigingu til að rekast harkalega á, er nefnilega kjörið að bregða hreinlega fæti fyrir tímann og stinga sér á bólakaf ofan í augnablikið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun