Píratar senda frá sér yfirlýsingu: „Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 21:13 Píratar hvetja umboðsmann Alþingis til að kanna hvort fjármálaráðherra hafi brotið gegn siðareglum ráðherra. Vísir/Anton Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og meðferðar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á henni. „Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað. “ Píratar nefna einnig að þeim þyki hátterni fjármálaráðherra skipta máli og nefna að þeir telji ekki boðlegt að fjármálaráðherra sé ónákvæmur í svörum líkt og ráðherrann sagði sjálfur frá í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Telja þeir að fjármálaráðherrann hafi í raun sagt almenningi ósatt. Þingflokkurinn leggur fram kröfu þess efnis að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn kemst á laggirnar. Flokksmenn telja Bjarna þurfa að svara fyrir þessa ónákvæmni og hvetja umboðsmann Alþingis til að athuga hvort hann hafi brotið gegn grein 6. C) í siðareglum ráðherra. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:„Yfirlýsing frá þingflokki Pírata vegna meðhöndlunar fjármálaráðherra á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum.Þingflokkur Pírata fordæmir eindregið vinnubrögð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar við skil á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum, sem og skýringar hans á ástæðum þess að hún var ekki gerð opinber fyrr.Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað.Ofan á þetta bætist að ráðherra sagði almenningi ósatt um þetta mál, aðspurður í fréttum Ríkisútvarpsins. Fyrir liggur að skýrslunni var skilað til ráðuneytis hans þann 13. september síðastliðinn og var ráðherra sérstaka kynnt efni hennar þann 5. október, rúmri viku áður en þingi var slitið fyrir kosningar. Ráðherra getur vart borið fyrir sig minnisglöpum í þessu samhengi, þar sem hann svaraði sjálfur óundirbúinni fyrirspurn um málið á Alþingi þann 10. október. Þar fullyrti hann að umrædd skýrsla yrði birt á næstu dögum, vitandi vel að skýrslan væri tilbúin til birtingar. Þetta þýðir að ráðherra getur ekki hafa verið það óljóst, aðspurður af fréttastofu Rúv, hvort þingi hafi verið slitið eða ekki þegar skýrslan var tilbúin.Þingflokkur Pírata krefst þess að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn tekur formlega við, þannig að Bjarni Benediktsson svari fyrir vinnubrögð sín sem fjármálaráðherra. Það mundi veikja stöðu þingsins, sem fer með eftirlitshlutverk gagnvart ráðherra, að þurfa mögulega að yfirheyra nýjan forsætisráðherra vegna verka sem ekki lengur heyra undir hans lögformlegu ábyrgð.Að sama skapi hvetjum við umboðsmann Alþingis til að taka án tafar fyrir erindi Svandísar Svavarsdóttur vegna þessa máls, þar sem nær óumdeilanlegt virðist að fjármálaráðherra hafi brotið gegn grein 6.c) í siðareglum ráðherra með vinnubrögðum sínum, en þar segir: “Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.”Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna. Þá er það kallað lygi, þegar menn fara vísvitandi með rangt mál.Nú reynir á nýtt þing að sýna að tal okkar allra um ný vinnubrögð og ábyrgð í stjórnmálum sé ekki orðin tóm.“ Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og meðferðar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á henni. „Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað. “ Píratar nefna einnig að þeim þyki hátterni fjármálaráðherra skipta máli og nefna að þeir telji ekki boðlegt að fjármálaráðherra sé ónákvæmur í svörum líkt og ráðherrann sagði sjálfur frá í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Telja þeir að fjármálaráðherrann hafi í raun sagt almenningi ósatt. Þingflokkurinn leggur fram kröfu þess efnis að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn kemst á laggirnar. Flokksmenn telja Bjarna þurfa að svara fyrir þessa ónákvæmni og hvetja umboðsmann Alþingis til að athuga hvort hann hafi brotið gegn grein 6. C) í siðareglum ráðherra. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:„Yfirlýsing frá þingflokki Pírata vegna meðhöndlunar fjármálaráðherra á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum.Þingflokkur Pírata fordæmir eindregið vinnubrögð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar við skil á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum, sem og skýringar hans á ástæðum þess að hún var ekki gerð opinber fyrr.Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað.Ofan á þetta bætist að ráðherra sagði almenningi ósatt um þetta mál, aðspurður í fréttum Ríkisútvarpsins. Fyrir liggur að skýrslunni var skilað til ráðuneytis hans þann 13. september síðastliðinn og var ráðherra sérstaka kynnt efni hennar þann 5. október, rúmri viku áður en þingi var slitið fyrir kosningar. Ráðherra getur vart borið fyrir sig minnisglöpum í þessu samhengi, þar sem hann svaraði sjálfur óundirbúinni fyrirspurn um málið á Alþingi þann 10. október. Þar fullyrti hann að umrædd skýrsla yrði birt á næstu dögum, vitandi vel að skýrslan væri tilbúin til birtingar. Þetta þýðir að ráðherra getur ekki hafa verið það óljóst, aðspurður af fréttastofu Rúv, hvort þingi hafi verið slitið eða ekki þegar skýrslan var tilbúin.Þingflokkur Pírata krefst þess að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn tekur formlega við, þannig að Bjarni Benediktsson svari fyrir vinnubrögð sín sem fjármálaráðherra. Það mundi veikja stöðu þingsins, sem fer með eftirlitshlutverk gagnvart ráðherra, að þurfa mögulega að yfirheyra nýjan forsætisráðherra vegna verka sem ekki lengur heyra undir hans lögformlegu ábyrgð.Að sama skapi hvetjum við umboðsmann Alþingis til að taka án tafar fyrir erindi Svandísar Svavarsdóttur vegna þessa máls, þar sem nær óumdeilanlegt virðist að fjármálaráðherra hafi brotið gegn grein 6.c) í siðareglum ráðherra með vinnubrögðum sínum, en þar segir: “Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.”Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna. Þá er það kallað lygi, þegar menn fara vísvitandi með rangt mál.Nú reynir á nýtt þing að sýna að tal okkar allra um ný vinnubrögð og ábyrgð í stjórnmálum sé ekki orðin tóm.“
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira