Linus og töfralyfið Stefán Pálsson skrifar 8. janúar 2017 10:00 Í 116 ára sögu Nóbelsverðlaunanna hafa einungis fjórir einstaklingar hlotið tvenn verðlaun. Þrír þessara tvöföldu verðlaunahafa deildu viðurkenningunni með öðrum vísindamönnum. Sá fjórði, bandaríski efnafræðingurinn Linus Pauling, vann hins vegar þetta afrek einn síns liðs og það sem meira er: litlu mátti muna að hann bætti þriðju Nóbelsverðlaununum í safnið. Linus Pauling fæddist í Portland í Oregon árið 1901. Hann innritaðist í Caltech, virtasta tækniháskóla Kaliforníu og lauk þaðan doktorsprófi árið 1925. Við tók glæstur ferill með ferðalögum til Evrópu, þar sem vísindamaðurinn ungi nam við fótskör manna á borð við Níels Bohr og Erwin Schrödinger. Kynnin af kennilegri eðlisfræði leiddu Pauling út í rannsóknir á efnatengjum og það var fyrir kenningar hans á því sviði sem hann hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1954. Fljótlega leiddu þessar rannsóknir Pauling út í athuganir á lífrænum efnum og má kalla hann föður sameindalíffræðinnar. Hann setti fram tilgátur um uppbyggingu erfðaefnis og var hársbreidd frá því að leysa fyrstur gátuna um DNA. Sá heiður kom í hlut þeirra James Watson og Francis Kirk sem hlutu að launum Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1962. Sama ár og þeir Watson og Kirk héldu til Stokkhólms að veita verðlaunum sínum viðtöku fór Linus Pauling á fund Nóbelsnefndar norska stórþingsins. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir kröftuga baráttu sína gegn kjarnorkuvopnum, en Pauling varð einbeittur friðarsinni snemma á sjötta áratugnum. Með þennan glæsta vísindaferil í huga, er ekki að undra þótt Linus Pauling rati ofarlega á lista yfir áhrifamestu vísindamenn heims. En hans er þó ekki síður minnst fyrir annan og misheppnaðri hluta af sínum ferli: trúna á lækningamátt C-vítamíns.Bjargvættur sæfara Löngu áður en vísindamönnum tókst að einangra og skilja fyrirbærið C-vítamín, hafði mannkynið gert sér grein fyrir mikilvægi þess. Öfugt við flestar aðrar dýrategundir (en þó ekki allar) framleiðir mannskepnan ekki sitt eigið C-vítamín, heldur verður að innbyrða það í fæðu. Fjórði áratugur tuttugustu aldar var blómaskeið rannsókna á vítamínum. Þá hófst líka framleiðsla á sérstökum vítamíntöflum fyrir almenning, en áður höfðu læknar látið nægja að beina fólki að bætiefnaríkri fæðu. Jafnframt fóru ýmsir matvælaframleiðendur að vítamínbæta framleiðslu sína, bæði í auglýsingaskyni og í von um að auka geymslu- og bragðgæði. Hugmyndir um að risaskammtar af C-vítamíni væru öflug forvörn gegn hvers kyns kvillum létu á sér kræla strax á fjórða áratugnum, bæði meðal fólks sem aðhylltist óhefðbundnar lækningar og stöku vísindamanna. Linus Pauling var afar móttækilegur fyrir hugmyndum af þessum toga. Fyrir því voru bæði faglegar og persónulegar ástæður. Í vísindastarfi sínu kannaði Pauling sérstaklega efnafræðilegar ástæður ýmissa sjúkdóma. Þannig vakti hann mikla athygli árið 1949 þegar hann sýndi fram á að sameindagalli ylli erfðasjúkdómnum sigðkornablóðleysi. Pauling var því bjartsýnn á að fjölmargir kvillar mannsins ættu sér sameindalíffræðilegar orsakir, sem skýrðust af erfðagöllum í mannkyni öllu eða hlutum þess sem röskuðu eðlilegu jafnvægi í efnabúskapnum. Persónuleg reynsla vísindamannsins varð enn frekar til að styrkja þessa trú hans. Um fertugt greindist Pauling með nýrnasjúkdóm, en tókst að halda honum niðri með því að taka mataræðið í gegn: draga úr kjötáti og saltneyslu, en borða mikið af vítamínríkri fæðu. Ekki var því að undra þótt hann sperrti eyrun þegar kenningar um heilnæmi bætiefna bar á góma. Innblásinn af slíkum hugmyndum tók Pauling að innbyrða stóra skammta af C-vítamíni á degi hverjum og sannfærðist fljótt um að það gerði líkamanum gott. Vítamínið styrkti að hans mati ónæmiskerfi líkamans, ekki bara gegn hvers kyns bakteríupestum heldur einnig gegn veirum. Vísindamaðurinn veitti því athygli að hann fékk miklu sjaldnar kvef en áður. Öll þessi ár hefðu læknavísindin staðið ráðþrota gegnvart einföldustu kvefpestum, en lausnina hefði verið að finna í bætiefnahillum stórmarkaðanna! Pauling ritaði heila bók um C-vítamín og kvefpestir, sem vakti heimsathygli. Eftir því sem efnafræðingurinn sökkti sér dýpra í rannsóknir á C-vítamíni, því sannfærðari varð hann um undramáttinn. Pauling taldi líklegt að C-vítamínskortur væri stór orsakavaldur hjartasjúkdóma og að með almennri og stórfelldri neyslu á vítamíninu mætti snarfækka hjartaáföllum. Í bókinni um kvefið, sem út kom árið 1970, stakk hann svo upp á því í framhjáhlaupi að C-vítamín kynni að reynast haldgott í baráttunni við krabbamein.Myndir við pistil Stefáns PálssonarBaráttan við krabbann Á upphafsárum áttunda áratugarins varð krabbamein eitt helsta viðfangsefni læknavísindanna á Vesturlöndum. Krabbameinssjúkdómar höfðu löngum verið taldir nær óviðráðanlegir og verkefni lækna helst að draga úr þjáningum sjúklinga og reyna að framlengja líf þeirra örlítið. Nixon-stjórnin lýsti árið 1971 yfir „stríði gegn krabbameini“ og Bandaríkjaþing setti stórfé í rannsóknir á sjúkdómnum. Markmiðið skyldi vera að finna öfluga lækningu á skömmum tíma. Skoskur vísindamaður, Ewan Cameron, nálgaðist viðfangsefnið á frumlegan hátt. Í stað þess að reyna að uppræta krabbameinsfrumurnar, lét hann sér til hugar koma að reyna að draga úr árásargirni þeirra, sem hann taldi skýrast af röngum efnabúskap líkamans. Hann dældi í sjúklinga sína sterum og bætiefnum og komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að C-vítamín gæfi besta raun. Tilgátan var hins vegar svo á skjön við allar viðteknar hugmyndir í krabbameinsrannsóknum að engir voru til í að styðja við áframhaldandi rannsóknir og vísindatímarit veigruðu sér við að birta greinar um efnið. Cameron hafði samband við Linus Pauling sem vildi óður og uppvægur hjálpa. Rannsóknir Skotans á sjúkrahúsi hans í Glasgow lofuðu líka ansi góðu. Sjúklingar með krabbamein á seinni stigum sem tóku inn risaskammta af C-vítamíni lifðu mun lengur en sjúklingar í viðmiðunarhópi. Í einu tilviki virtist krabbameinið hreinlega ganga til baka og sjúklingurinn öðlast fulla heilsu á meðan hann hélt sig við C-vítamíntöflurnar. Pauling beitti frægð sinni og fræðilegum jafnt sem pólitískum samböndum til að vekja athygli á niðurstöðum Camerons og ekki leið á löngu uns helstu fjölmiðlar komust í málið. Fréttirnar vöktu mikla athygli og þrýstingurinn á læknasamfélagið að staðfesta tilgátuna eða afsanna varð gríðarmikill frá almenningi jafnt sem stjórnmálamönnum. Vísindamenn við hina virtu Mayo-rannsóknarstofnun í Minnesota tóku að lokum verkefnið að sér. Þeir fóru með gagnrýnum hætti yfir öll gögn rannsóknanna í Skotlandi og bentu á þætti sem kynnu að útskýra niðurstöðurnar. Síðast en ekki síst réðust þeir í klínískar rannsóknir á krabbameinssjúklingum, þar sem helmingur þátttakenda fékk risaskammta af C-vítamíni um nokkurra vikna skeið. Niðurstöðurnar frá Mayo voru afdráttarlausar. Tvennar rannsóknir leiddu ekki í ljós neinn marktækan mun á milli hópanna, ef eitthvað var farnaðist sjúklingunum með C-vítamínið verr en hinum. Krabbameinsæxli minnkuðu ekkert og dauðastríð beggja hópa varði álíka lengi. Þeir Pauling og Cameron brugðust ókvæða við niðurstöðunum. Þeir bentu á að kenning Camerons hefði aldrei gengið út á að C-vítamínið upprætti krabbameinið, heldur aðeins að það héldi því niðri, lengdi og bætti líf sjúklinganna. Því sannaði það ekki neitt að mæla stærð á æxlum. Þá hafi sjúklingarnir í úrtakinu verið of veikir og vítamínkúrinn varað of stutt. Veigamesta gagnrýnin beindist þó að því að allir sjúklingarnir hefðu áður gengist undir annars konar krabbameinsmeðferð, lyfja- og geislameðferð, sem skekkt gæti niðurstöðuna. Mayo-rannsakendurnir bentu á að nær útilokað væri að finna sjúklinga í Bandaríkjunum sem ekki hefðu hlotið slíka meðferð, enda notkun krabbameinslyfja komin mun lengra þar í landi en í Skotlandi. Til að leiðrétta þessa skekkju var seinni rannsóknin gerð á ristilkrabbameinssjúklingum, sem vísindin kunnu ekki að meðhöndla. Niðurstaðan varð á sömu leið, C-vítamínið gaf engu betri raun. Enn reyndu Pauling og Cameron að þræta og bentu á að lítt hefði verið fylgst með því hvort sjúklingarnir í viðmiðunarhópnum stælust í að taka inn C-vítamín. Þegar hér var komið sögu var vísindasamfélagið hætt að hlusta. Ritstjórar vísindatímarita skelltu í lás og engir fjármunir fengust framar í rannsóknir á samspili C-vítamíns og krabbameins, enda hefðbundnar krabbameinslækningar hvort sem er farnar að gefa miklu betri fyrirheit. Linus Pauling dó árið 1994, sannfærður fram í andlátið um lækningamátt C-vítamínsins. Í flestum alfræðiritum og kennslubókum er hans þó minnst sem afburðavísindamannsins sem endaði glæstan feril sinn sem skottulæknir með þráhyggju. Það er býsna harður dómur. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Í 116 ára sögu Nóbelsverðlaunanna hafa einungis fjórir einstaklingar hlotið tvenn verðlaun. Þrír þessara tvöföldu verðlaunahafa deildu viðurkenningunni með öðrum vísindamönnum. Sá fjórði, bandaríski efnafræðingurinn Linus Pauling, vann hins vegar þetta afrek einn síns liðs og það sem meira er: litlu mátti muna að hann bætti þriðju Nóbelsverðlaununum í safnið. Linus Pauling fæddist í Portland í Oregon árið 1901. Hann innritaðist í Caltech, virtasta tækniháskóla Kaliforníu og lauk þaðan doktorsprófi árið 1925. Við tók glæstur ferill með ferðalögum til Evrópu, þar sem vísindamaðurinn ungi nam við fótskör manna á borð við Níels Bohr og Erwin Schrödinger. Kynnin af kennilegri eðlisfræði leiddu Pauling út í rannsóknir á efnatengjum og það var fyrir kenningar hans á því sviði sem hann hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1954. Fljótlega leiddu þessar rannsóknir Pauling út í athuganir á lífrænum efnum og má kalla hann föður sameindalíffræðinnar. Hann setti fram tilgátur um uppbyggingu erfðaefnis og var hársbreidd frá því að leysa fyrstur gátuna um DNA. Sá heiður kom í hlut þeirra James Watson og Francis Kirk sem hlutu að launum Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1962. Sama ár og þeir Watson og Kirk héldu til Stokkhólms að veita verðlaunum sínum viðtöku fór Linus Pauling á fund Nóbelsnefndar norska stórþingsins. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir kröftuga baráttu sína gegn kjarnorkuvopnum, en Pauling varð einbeittur friðarsinni snemma á sjötta áratugnum. Með þennan glæsta vísindaferil í huga, er ekki að undra þótt Linus Pauling rati ofarlega á lista yfir áhrifamestu vísindamenn heims. En hans er þó ekki síður minnst fyrir annan og misheppnaðri hluta af sínum ferli: trúna á lækningamátt C-vítamíns.Bjargvættur sæfara Löngu áður en vísindamönnum tókst að einangra og skilja fyrirbærið C-vítamín, hafði mannkynið gert sér grein fyrir mikilvægi þess. Öfugt við flestar aðrar dýrategundir (en þó ekki allar) framleiðir mannskepnan ekki sitt eigið C-vítamín, heldur verður að innbyrða það í fæðu. Fjórði áratugur tuttugustu aldar var blómaskeið rannsókna á vítamínum. Þá hófst líka framleiðsla á sérstökum vítamíntöflum fyrir almenning, en áður höfðu læknar látið nægja að beina fólki að bætiefnaríkri fæðu. Jafnframt fóru ýmsir matvælaframleiðendur að vítamínbæta framleiðslu sína, bæði í auglýsingaskyni og í von um að auka geymslu- og bragðgæði. Hugmyndir um að risaskammtar af C-vítamíni væru öflug forvörn gegn hvers kyns kvillum létu á sér kræla strax á fjórða áratugnum, bæði meðal fólks sem aðhylltist óhefðbundnar lækningar og stöku vísindamanna. Linus Pauling var afar móttækilegur fyrir hugmyndum af þessum toga. Fyrir því voru bæði faglegar og persónulegar ástæður. Í vísindastarfi sínu kannaði Pauling sérstaklega efnafræðilegar ástæður ýmissa sjúkdóma. Þannig vakti hann mikla athygli árið 1949 þegar hann sýndi fram á að sameindagalli ylli erfðasjúkdómnum sigðkornablóðleysi. Pauling var því bjartsýnn á að fjölmargir kvillar mannsins ættu sér sameindalíffræðilegar orsakir, sem skýrðust af erfðagöllum í mannkyni öllu eða hlutum þess sem röskuðu eðlilegu jafnvægi í efnabúskapnum. Persónuleg reynsla vísindamannsins varð enn frekar til að styrkja þessa trú hans. Um fertugt greindist Pauling með nýrnasjúkdóm, en tókst að halda honum niðri með því að taka mataræðið í gegn: draga úr kjötáti og saltneyslu, en borða mikið af vítamínríkri fæðu. Ekki var því að undra þótt hann sperrti eyrun þegar kenningar um heilnæmi bætiefna bar á góma. Innblásinn af slíkum hugmyndum tók Pauling að innbyrða stóra skammta af C-vítamíni á degi hverjum og sannfærðist fljótt um að það gerði líkamanum gott. Vítamínið styrkti að hans mati ónæmiskerfi líkamans, ekki bara gegn hvers kyns bakteríupestum heldur einnig gegn veirum. Vísindamaðurinn veitti því athygli að hann fékk miklu sjaldnar kvef en áður. Öll þessi ár hefðu læknavísindin staðið ráðþrota gegnvart einföldustu kvefpestum, en lausnina hefði verið að finna í bætiefnahillum stórmarkaðanna! Pauling ritaði heila bók um C-vítamín og kvefpestir, sem vakti heimsathygli. Eftir því sem efnafræðingurinn sökkti sér dýpra í rannsóknir á C-vítamíni, því sannfærðari varð hann um undramáttinn. Pauling taldi líklegt að C-vítamínskortur væri stór orsakavaldur hjartasjúkdóma og að með almennri og stórfelldri neyslu á vítamíninu mætti snarfækka hjartaáföllum. Í bókinni um kvefið, sem út kom árið 1970, stakk hann svo upp á því í framhjáhlaupi að C-vítamín kynni að reynast haldgott í baráttunni við krabbamein.Myndir við pistil Stefáns PálssonarBaráttan við krabbann Á upphafsárum áttunda áratugarins varð krabbamein eitt helsta viðfangsefni læknavísindanna á Vesturlöndum. Krabbameinssjúkdómar höfðu löngum verið taldir nær óviðráðanlegir og verkefni lækna helst að draga úr þjáningum sjúklinga og reyna að framlengja líf þeirra örlítið. Nixon-stjórnin lýsti árið 1971 yfir „stríði gegn krabbameini“ og Bandaríkjaþing setti stórfé í rannsóknir á sjúkdómnum. Markmiðið skyldi vera að finna öfluga lækningu á skömmum tíma. Skoskur vísindamaður, Ewan Cameron, nálgaðist viðfangsefnið á frumlegan hátt. Í stað þess að reyna að uppræta krabbameinsfrumurnar, lét hann sér til hugar koma að reyna að draga úr árásargirni þeirra, sem hann taldi skýrast af röngum efnabúskap líkamans. Hann dældi í sjúklinga sína sterum og bætiefnum og komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að C-vítamín gæfi besta raun. Tilgátan var hins vegar svo á skjön við allar viðteknar hugmyndir í krabbameinsrannsóknum að engir voru til í að styðja við áframhaldandi rannsóknir og vísindatímarit veigruðu sér við að birta greinar um efnið. Cameron hafði samband við Linus Pauling sem vildi óður og uppvægur hjálpa. Rannsóknir Skotans á sjúkrahúsi hans í Glasgow lofuðu líka ansi góðu. Sjúklingar með krabbamein á seinni stigum sem tóku inn risaskammta af C-vítamíni lifðu mun lengur en sjúklingar í viðmiðunarhópi. Í einu tilviki virtist krabbameinið hreinlega ganga til baka og sjúklingurinn öðlast fulla heilsu á meðan hann hélt sig við C-vítamíntöflurnar. Pauling beitti frægð sinni og fræðilegum jafnt sem pólitískum samböndum til að vekja athygli á niðurstöðum Camerons og ekki leið á löngu uns helstu fjölmiðlar komust í málið. Fréttirnar vöktu mikla athygli og þrýstingurinn á læknasamfélagið að staðfesta tilgátuna eða afsanna varð gríðarmikill frá almenningi jafnt sem stjórnmálamönnum. Vísindamenn við hina virtu Mayo-rannsóknarstofnun í Minnesota tóku að lokum verkefnið að sér. Þeir fóru með gagnrýnum hætti yfir öll gögn rannsóknanna í Skotlandi og bentu á þætti sem kynnu að útskýra niðurstöðurnar. Síðast en ekki síst réðust þeir í klínískar rannsóknir á krabbameinssjúklingum, þar sem helmingur þátttakenda fékk risaskammta af C-vítamíni um nokkurra vikna skeið. Niðurstöðurnar frá Mayo voru afdráttarlausar. Tvennar rannsóknir leiddu ekki í ljós neinn marktækan mun á milli hópanna, ef eitthvað var farnaðist sjúklingunum með C-vítamínið verr en hinum. Krabbameinsæxli minnkuðu ekkert og dauðastríð beggja hópa varði álíka lengi. Þeir Pauling og Cameron brugðust ókvæða við niðurstöðunum. Þeir bentu á að kenning Camerons hefði aldrei gengið út á að C-vítamínið upprætti krabbameinið, heldur aðeins að það héldi því niðri, lengdi og bætti líf sjúklinganna. Því sannaði það ekki neitt að mæla stærð á æxlum. Þá hafi sjúklingarnir í úrtakinu verið of veikir og vítamínkúrinn varað of stutt. Veigamesta gagnrýnin beindist þó að því að allir sjúklingarnir hefðu áður gengist undir annars konar krabbameinsmeðferð, lyfja- og geislameðferð, sem skekkt gæti niðurstöðuna. Mayo-rannsakendurnir bentu á að nær útilokað væri að finna sjúklinga í Bandaríkjunum sem ekki hefðu hlotið slíka meðferð, enda notkun krabbameinslyfja komin mun lengra þar í landi en í Skotlandi. Til að leiðrétta þessa skekkju var seinni rannsóknin gerð á ristilkrabbameinssjúklingum, sem vísindin kunnu ekki að meðhöndla. Niðurstaðan varð á sömu leið, C-vítamínið gaf engu betri raun. Enn reyndu Pauling og Cameron að þræta og bentu á að lítt hefði verið fylgst með því hvort sjúklingarnir í viðmiðunarhópnum stælust í að taka inn C-vítamín. Þegar hér var komið sögu var vísindasamfélagið hætt að hlusta. Ritstjórar vísindatímarita skelltu í lás og engir fjármunir fengust framar í rannsóknir á samspili C-vítamíns og krabbameins, enda hefðbundnar krabbameinslækningar hvort sem er farnar að gefa miklu betri fyrirheit. Linus Pauling dó árið 1994, sannfærður fram í andlátið um lækningamátt C-vítamínsins. Í flestum alfræðiritum og kennslubókum er hans þó minnst sem afburðavísindamannsins sem endaði glæstan feril sinn sem skottulæknir með þráhyggju. Það er býsna harður dómur.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira