Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-30 | Kaflaskipt í tapi fyrir Ungverjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2017 18:45 Guðjón Valur Sigurðsson og strákarnir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag. vísir/anton brink Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 27-30, í öðrum leik sínum í Bygma bikarnum í Skjern í dag. Ungverjar voru með frumkvæðið nær allan tímann og Íslendingar komust aðeins tvisvar sinnum yfir í leiknum. Íslenska liðið spilaði vel á köflum en slæmur endir á fyrri hálfleik og byrjun á þeim seinni reyndist dýr. Ungverjar unnu síðustu 12 mínútur fyrri hálfleiks og fyrstu 10 mínúturnar í þeim seinni samtals 14-8. Þrátt fyrir að lenda mest sex mörkum undir, 18-24, gafst íslenska liðið ekki upp og vann sig aftur inn í leikinn, ekki síst fyrir tilstuðlan Björgvin Páls Gústavssonar sem varði mjög vel í seinni hálfleik. Kollegi hans í ungverska markinu, hinn fertugi Nándor Fazekas, reyndist Íslendingum hins vegar erfiður en hann varði frá Ómari Inga Magnússyni úr dauðafæri í stöðunni 26-27. Ungverjar nýttu sér það, skoruðu þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-30. Janus Daði Smárason átti stórleik í íslensku sókninni og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Ómar Ingi kom næstur með sex mörk, þar af fjögur úr vítum. Varnarleikurinn var aðal hausverkur íslenska liðsins í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega seinni hluta hans. Geir Sveinsson prófaði ýmsar samsetningar í vörninni en Ungverjar áttu svör við þeim öllum. Ungverjar voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu, bæði í annarri bylgju í hraðaupphlaupum og með hraðri miðju, sem skilaði mörgum mörkum. Á meðan skoraði Ísland aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson byrjuðu í skyttustöðunum en fundu sig engan veginn. Rúnar skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum en það var eina markið frá þeim Ólafi í fyrri hálfleiknum. Sem betur fer var Janus Daði sjóðheitur en hann skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum á fyrstu 18 mínútum leiksins. Janus jafnaði metin í 10-10 með sínu fimmta marki en þá seig á ógæfuhliðina. Ungverjar stigu á bensíngjöfina, kláruðu fyrri hálfleikinn með 8-5 kafla og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 15-18. Byrjunin á seinni hálfleik var afleit hjá íslenska liðinu sem tapaði boltanum fjórum sinnum á fyrstu 10 mínútunum. Ólafur tapaði tveimur af þessum boltum auk þess sem hann fékk á sig víti og tveggja mínútna brottvísun í kjölfarið. Eins fínan leik og Hafnfirðingurinn átti gegn Egyptum í gær, þá var hann úti á túni í dag. Gergely Harsányi kom Ungverjum sex mörkum yfir, 18-24, þegar 20 mínútur voru eftir. Þá tók Geir leikhlé sem hafði góð áhrif á íslenska liðið. Varnarleikurinn, með Bjarka Má Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson í miðjunni, var mjög öflugur á lokakaflanum og Björgvin Páll var frábær í markinu. Þá átti Gunnar Steinn Jónsson fína innkomu í sóknina eins og gegn Egyptum. Ísland vann síðustu 20 mínútur leiksins 12-6 en það dugði því miður ekki til. Lokatölur 27-30, Ungverjalandi í vil. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 27-30, í öðrum leik sínum í Bygma bikarnum í Skjern í dag. Ungverjar voru með frumkvæðið nær allan tímann og Íslendingar komust aðeins tvisvar sinnum yfir í leiknum. Íslenska liðið spilaði vel á köflum en slæmur endir á fyrri hálfleik og byrjun á þeim seinni reyndist dýr. Ungverjar unnu síðustu 12 mínútur fyrri hálfleiks og fyrstu 10 mínúturnar í þeim seinni samtals 14-8. Þrátt fyrir að lenda mest sex mörkum undir, 18-24, gafst íslenska liðið ekki upp og vann sig aftur inn í leikinn, ekki síst fyrir tilstuðlan Björgvin Páls Gústavssonar sem varði mjög vel í seinni hálfleik. Kollegi hans í ungverska markinu, hinn fertugi Nándor Fazekas, reyndist Íslendingum hins vegar erfiður en hann varði frá Ómari Inga Magnússyni úr dauðafæri í stöðunni 26-27. Ungverjar nýttu sér það, skoruðu þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-30. Janus Daði Smárason átti stórleik í íslensku sókninni og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Ómar Ingi kom næstur með sex mörk, þar af fjögur úr vítum. Varnarleikurinn var aðal hausverkur íslenska liðsins í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega seinni hluta hans. Geir Sveinsson prófaði ýmsar samsetningar í vörninni en Ungverjar áttu svör við þeim öllum. Ungverjar voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu, bæði í annarri bylgju í hraðaupphlaupum og með hraðri miðju, sem skilaði mörgum mörkum. Á meðan skoraði Ísland aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson byrjuðu í skyttustöðunum en fundu sig engan veginn. Rúnar skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum en það var eina markið frá þeim Ólafi í fyrri hálfleiknum. Sem betur fer var Janus Daði sjóðheitur en hann skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum á fyrstu 18 mínútum leiksins. Janus jafnaði metin í 10-10 með sínu fimmta marki en þá seig á ógæfuhliðina. Ungverjar stigu á bensíngjöfina, kláruðu fyrri hálfleikinn með 8-5 kafla og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 15-18. Byrjunin á seinni hálfleik var afleit hjá íslenska liðinu sem tapaði boltanum fjórum sinnum á fyrstu 10 mínútunum. Ólafur tapaði tveimur af þessum boltum auk þess sem hann fékk á sig víti og tveggja mínútna brottvísun í kjölfarið. Eins fínan leik og Hafnfirðingurinn átti gegn Egyptum í gær, þá var hann úti á túni í dag. Gergely Harsányi kom Ungverjum sex mörkum yfir, 18-24, þegar 20 mínútur voru eftir. Þá tók Geir leikhlé sem hafði góð áhrif á íslenska liðið. Varnarleikurinn, með Bjarka Má Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson í miðjunni, var mjög öflugur á lokakaflanum og Björgvin Páll var frábær í markinu. Þá átti Gunnar Steinn Jónsson fína innkomu í sóknina eins og gegn Egyptum. Ísland vann síðustu 20 mínútur leiksins 12-6 en það dugði því miður ekki til. Lokatölur 27-30, Ungverjalandi í vil.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira