Tóku ekki eftir þjófnaði á 45 bílum Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2017 11:21 Lögreglan í Torrance stendur nú í stórræðum að hafa uppá 45 stolnum bílum af bílasölu nýrra bíla. Þegar bílasali er með 650 bíla fyrir utan hjá sér er ef til vill von að ekki sé tekið eftir því að 45 þeirra hverfi í hendur þjófa. Það var einmitt það sem gerðist hjá Infinity of South Bay and Nissan of South Bay í Torrance í Kaliforníu. Það var ekki fyrr en lögreglan elti uppi þjóf eins bílanna sem það uppgötvaðist að einir 45 bílar voru horfnir. Lögreglan hefur nú handsamað 15 manns í þessu þjófnaðarmáli og 25 bílanna hafa endurheimst. Rannsókn stendur enn yfir og leit af þeim bílum sem ekki hafa endurheimst. Þá gætu fleiri hafa verið viðriðnir stuldinn stóra. Ljóst er þó að sumir þessara stolnu bíla voru seldir til annarra og enn aðrir voru teknir í sundur og seldir í varahluti. Bílasalinn hefur nú 24 klukkutíma gæslu á bílastæðum sínum og hefur að auki sett upp myndarlegt myndavélakerfi á stæðum sínum. Gera má ráð fyrir að verðmæti bílanna stolnu sé um 200 milljónir króna. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent
Þegar bílasali er með 650 bíla fyrir utan hjá sér er ef til vill von að ekki sé tekið eftir því að 45 þeirra hverfi í hendur þjófa. Það var einmitt það sem gerðist hjá Infinity of South Bay and Nissan of South Bay í Torrance í Kaliforníu. Það var ekki fyrr en lögreglan elti uppi þjóf eins bílanna sem það uppgötvaðist að einir 45 bílar voru horfnir. Lögreglan hefur nú handsamað 15 manns í þessu þjófnaðarmáli og 25 bílanna hafa endurheimst. Rannsókn stendur enn yfir og leit af þeim bílum sem ekki hafa endurheimst. Þá gætu fleiri hafa verið viðriðnir stuldinn stóra. Ljóst er þó að sumir þessara stolnu bíla voru seldir til annarra og enn aðrir voru teknir í sundur og seldir í varahluti. Bílasalinn hefur nú 24 klukkutíma gæslu á bílastæðum sínum og hefur að auki sett upp myndarlegt myndavélakerfi á stæðum sínum. Gera má ráð fyrir að verðmæti bílanna stolnu sé um 200 milljónir króna.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent