Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2017 12:21 Bjarni Benediktsson á Besssatöðum á föstudag þegar hann fékk stjórnarmyndunarumboðið. vísir/stefán Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. Þetta er í samræmi við orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í viðtali við Fréttablaðið á gamlársdag þar sem hann sagðist reikna með því að stærð flokkanna á þingi muni endurspeglast í fjölda ráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en Viðreisn er með sjö þingmenn og Björt framtíð fjóra. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram klukkan 15 í dag en þær hafa formlega staðið yfir frá því á mánudag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer með umboðið til stjórnarmyndunar en það fékk hann frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á föstudag. Bjartsýni ríkir í viðræðunum og sagði Bjarni í samtali við Stöð 2 í gær að líklegt væri að viðræðunum yrði lokið í vikulok. Þó væru ennþá nokkur stór mál sem stæðu út af. Á fundi með blaðamönnum á Bessastöðum á föstudag sagði Bjarni að gengið væri út frá því í viðræðunum að hann yrði forsætisráðherra ef tækist að koma ACD-ríkisstjórn saman. Þar með er að minnsta kosti eitt ráðuneyti mannað en ekkert annað hefur verið gefið upp um hverjir munu gegna ráðherraembætti eða hvaða ráðuneyti falla í skaut hvaða flokka. Þó verður að teljast nær öruggt að hinir formennirnir tveir, það er Benedikt og svo Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, setjist í ráðherrastóla. Þá er það líklegt, eftir því sem Vísir kemst næst, að þingflokksformenn flokkanna þriggja, þau Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, taki sæti í ríkisstjórn. Hingað til hefur ekki verið hefð fyrir því að þingflokksformenn séu einnig ráðherrar en hafa verður í huga að þau tóku að sér formennsku í þingflokkunum við afar sérstakar aðstæður á Alþingi núna í desember. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að skipta um þingflokksformenn. Tengdar fréttir Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22 Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. Þetta er í samræmi við orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í viðtali við Fréttablaðið á gamlársdag þar sem hann sagðist reikna með því að stærð flokkanna á þingi muni endurspeglast í fjölda ráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en Viðreisn er með sjö þingmenn og Björt framtíð fjóra. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram klukkan 15 í dag en þær hafa formlega staðið yfir frá því á mánudag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer með umboðið til stjórnarmyndunar en það fékk hann frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á föstudag. Bjartsýni ríkir í viðræðunum og sagði Bjarni í samtali við Stöð 2 í gær að líklegt væri að viðræðunum yrði lokið í vikulok. Þó væru ennþá nokkur stór mál sem stæðu út af. Á fundi með blaðamönnum á Bessastöðum á föstudag sagði Bjarni að gengið væri út frá því í viðræðunum að hann yrði forsætisráðherra ef tækist að koma ACD-ríkisstjórn saman. Þar með er að minnsta kosti eitt ráðuneyti mannað en ekkert annað hefur verið gefið upp um hverjir munu gegna ráðherraembætti eða hvaða ráðuneyti falla í skaut hvaða flokka. Þó verður að teljast nær öruggt að hinir formennirnir tveir, það er Benedikt og svo Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, setjist í ráðherrastóla. Þá er það líklegt, eftir því sem Vísir kemst næst, að þingflokksformenn flokkanna þriggja, þau Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, taki sæti í ríkisstjórn. Hingað til hefur ekki verið hefð fyrir því að þingflokksformenn séu einnig ráðherrar en hafa verður í huga að þau tóku að sér formennsku í þingflokkunum við afar sérstakar aðstæður á Alþingi núna í desember. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að skipta um þingflokksformenn.
Tengdar fréttir Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22 Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22
Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43