Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2017 02:00 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafa unnið vel úr spilum sínum og fá sín stóru mál inn í stjórnarsáttmálann Vísir/Stefán Samkomulag hefur náðst milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um öll þau stóru mál sem steyttu á skeri í síðustu viðræðum. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir nú aðeins eftir að setjast niður og skrifa stjórnarsáttmála og að það þyrfti ekki að taka meira en tvær vikur. „Við höfum komist yfir stærstu þröskuldana. Núna munum við nota næstu daga í að skrifa stjórnarsáttmála. Það í sjálfu sér þarf ekkert að taka neitt rosalega langan tíma en við erum ekkert að flýta okkur að neinu,“ segir Benedikt. „Við ákváðum að taka okkur frí á nýársdag en munum hefjast handa strax í byrjun vikunnar.“ Viðræður flokkanna þriggja hafa tekið nokkuð langan tíma frá því að upp úr slitnaði í viðræðum fimm flokka á vinstri vængnum undir forystu Birgittu Jónsdóttur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð forseta rétt fyrir áramót til að mynda ríkisstjórn enda höfðu samningaviðræður flokkanna þokast í rétta átt yfir hátíðirnar.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, gengur til veislu að Bessastöðum á nýársdag. Fréttablaðið/HannaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun þjóðaratkvæðagreiðsla verða haldin á kjörtímabilinu um hvort hefja eigi að nýju viðræður við ESB. Líkt og í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og VG árið 2009 verður ákvæði í stjórnarsáttmála um að skoðanir flokkanna sem mynda ríkisstjórn séu mismunandi, að þeir virði skoðanir hver annars og að ríkisstjórnarflokkunum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiði atkvæði um þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi ESB á kjörtímabilinu.Óttarr Proppé, formaður BF, ásamt S. Birni Blöndal, borgarfulltrúa, ganga til nýársmóttöku á Bessastöðum Fréttablaðið/HannaÍ sjávarútvegsmálum mun hlutfall af aflaheimildum verða boðið upp árlega til að tryggja að markaðsverð fáist fyrir aflaheimildirnar. Þannig mun markaðurinn ákveða hvað samfélagið geti fengið fyrir aflaheimildir á markaði. Varðandi landbúnaðarmál verða tollar lækkaðir á bæði kjúklinga- og svínakjöt og tollar á osta og aðrar landbúnaðarafurðir verða lækkaðir í áföngum á næsta kjörtímabili samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einnig verður endurskoðun búvörusamninga tekin föstum tökum. Þá hefur náðst samkomulag milli flokkanna þriggja um að undanþágur Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum verði afnumdar. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um öll þau stóru mál sem steyttu á skeri í síðustu viðræðum. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir nú aðeins eftir að setjast niður og skrifa stjórnarsáttmála og að það þyrfti ekki að taka meira en tvær vikur. „Við höfum komist yfir stærstu þröskuldana. Núna munum við nota næstu daga í að skrifa stjórnarsáttmála. Það í sjálfu sér þarf ekkert að taka neitt rosalega langan tíma en við erum ekkert að flýta okkur að neinu,“ segir Benedikt. „Við ákváðum að taka okkur frí á nýársdag en munum hefjast handa strax í byrjun vikunnar.“ Viðræður flokkanna þriggja hafa tekið nokkuð langan tíma frá því að upp úr slitnaði í viðræðum fimm flokka á vinstri vængnum undir forystu Birgittu Jónsdóttur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð forseta rétt fyrir áramót til að mynda ríkisstjórn enda höfðu samningaviðræður flokkanna þokast í rétta átt yfir hátíðirnar.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, gengur til veislu að Bessastöðum á nýársdag. Fréttablaðið/HannaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun þjóðaratkvæðagreiðsla verða haldin á kjörtímabilinu um hvort hefja eigi að nýju viðræður við ESB. Líkt og í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og VG árið 2009 verður ákvæði í stjórnarsáttmála um að skoðanir flokkanna sem mynda ríkisstjórn séu mismunandi, að þeir virði skoðanir hver annars og að ríkisstjórnarflokkunum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiði atkvæði um þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi ESB á kjörtímabilinu.Óttarr Proppé, formaður BF, ásamt S. Birni Blöndal, borgarfulltrúa, ganga til nýársmóttöku á Bessastöðum Fréttablaðið/HannaÍ sjávarútvegsmálum mun hlutfall af aflaheimildum verða boðið upp árlega til að tryggja að markaðsverð fáist fyrir aflaheimildirnar. Þannig mun markaðurinn ákveða hvað samfélagið geti fengið fyrir aflaheimildir á markaði. Varðandi landbúnaðarmál verða tollar lækkaðir á bæði kjúklinga- og svínakjöt og tollar á osta og aðrar landbúnaðarafurðir verða lækkaðir í áföngum á næsta kjörtímabili samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einnig verður endurskoðun búvörusamninga tekin föstum tökum. Þá hefur náðst samkomulag milli flokkanna þriggja um að undanþágur Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum verði afnumdar.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira