Traust er forsenda góðs samstarfs Elín Björg Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2017 07:00 Ástæða er til að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim mörgu mikilvægu verkefnum sem framundan eru á þessu kjörtímabili. Það er gott til þess að vita að stjórnin ætli sér að styðja aðila vinnumarkaðarins í vinnu við umbætur á íslenska vinnumarkaðslíkaninu. Því miður verðum við hjá BSRB að líta svo á að það séu orðin tóm, enda öll slík vinna á ís um fyrirsjáanlega framtíð. Lykilforsendan fyrir því að hægt sé að gera slíkar breytingar er að traust ríki milli þeirra sem að þeim vinna. Stjórnvöld brugðust því trausti gagnvart opinberum starfsmönnum þegar þau ákváðu að fara ekki að samkomulagi sem gert var við bandalög opinberra starfsmanna um lífeyrismál. BSRB tók fullan þátt í þeirri vinnu, en ávallt á þeim forsendum að áunnin réttindi sjóðfélaga yrðu jafn verðmæt fyrir og eftir breytingarnar. Í samkomulagi sem undirritað var þann 19. september síðastliðinn var skýrt kveðið á um að svo ætti að vera. Þrátt fyrir það samþykkti Alþingi frumvarp fjármálaráðherra þar sem ekki var staðið við þau fyrirheit. Það tekur langan tíma og mikla vinnu að byggja upp traust en aðeins eitt augnablik að glata því niður. Hafi ný ríkisstjórn einhvern áhuga á því að auka efnahagslegan og félagslegan stöðugleika með því að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga er ljóst hvert fyrsta skrefið þarf að vera. Nýr fjármálaráðherra þarf að koma í gegn breytingum á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna þannig að þær skerðingar á áunnum réttindum sem Alþingi samþykkti fyrir jól verði leiðréttar og að staðið verði að fullu við samkomulagið frá 19. september. Það þarf ekki að vera flókið og ætti ekki að taka langan tíma. Það eitt og sér að gera þessa breytingu vinnur ekki upp það traust sem glataðist þegar stjórnvöld og Alþingi ákváðu að hafa að engu skýr ákvæði í samkomulagi sem þáverandi fjármálaráðherra, nú forsætisráðherra, undirritaði. En það væri gott fyrsta skref að bæta fyrir skaðann. Þegar það er komið má skoða framhaldið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ástæða er til að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim mörgu mikilvægu verkefnum sem framundan eru á þessu kjörtímabili. Það er gott til þess að vita að stjórnin ætli sér að styðja aðila vinnumarkaðarins í vinnu við umbætur á íslenska vinnumarkaðslíkaninu. Því miður verðum við hjá BSRB að líta svo á að það séu orðin tóm, enda öll slík vinna á ís um fyrirsjáanlega framtíð. Lykilforsendan fyrir því að hægt sé að gera slíkar breytingar er að traust ríki milli þeirra sem að þeim vinna. Stjórnvöld brugðust því trausti gagnvart opinberum starfsmönnum þegar þau ákváðu að fara ekki að samkomulagi sem gert var við bandalög opinberra starfsmanna um lífeyrismál. BSRB tók fullan þátt í þeirri vinnu, en ávallt á þeim forsendum að áunnin réttindi sjóðfélaga yrðu jafn verðmæt fyrir og eftir breytingarnar. Í samkomulagi sem undirritað var þann 19. september síðastliðinn var skýrt kveðið á um að svo ætti að vera. Þrátt fyrir það samþykkti Alþingi frumvarp fjármálaráðherra þar sem ekki var staðið við þau fyrirheit. Það tekur langan tíma og mikla vinnu að byggja upp traust en aðeins eitt augnablik að glata því niður. Hafi ný ríkisstjórn einhvern áhuga á því að auka efnahagslegan og félagslegan stöðugleika með því að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga er ljóst hvert fyrsta skrefið þarf að vera. Nýr fjármálaráðherra þarf að koma í gegn breytingum á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna þannig að þær skerðingar á áunnum réttindum sem Alþingi samþykkti fyrir jól verði leiðréttar og að staðið verði að fullu við samkomulagið frá 19. september. Það þarf ekki að vera flókið og ætti ekki að taka langan tíma. Það eitt og sér að gera þessa breytingu vinnur ekki upp það traust sem glataðist þegar stjórnvöld og Alþingi ákváðu að hafa að engu skýr ákvæði í samkomulagi sem þáverandi fjármálaráðherra, nú forsætisráðherra, undirritaði. En það væri gott fyrsta skref að bæta fyrir skaðann. Þegar það er komið má skoða framhaldið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun