Einkunnir strákanna okkar: Aron Rafn bestur 15. janúar 2017 16:17 Strákarnir fengu fyrsta stigið á HM í dag. vísir/afp Ísland er komið á blað á HM í Frakklandi eftir 22-22 jafntefli við Túnis í hörkuleik í Metz í dag. Eftir hvern leik íslenska liðsins munu íþróttafréttamenn 365 gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Túnis:Björgvin Páll Gústavsson - 2 Náði sér engan veginn á strik og virtist skorta einbeitingu eftir tvo frábæra leiki. Augljós þreytumerki.Guðjón Valur Sigurðsson - 3 Fyrirliðinn, sem var hvíldur gegn Slóveníum, gerði í sjálfu sér vel en fór illa með færi á ögurstundu. Auðvitað skipti það máli þegar uppi var staðið. Á að gera betur með alla þessa leikreynslu. Spurning hvort Bjarki Már Elísson hefði ekki mátt koma inn á fyrir Guðjón Val.Ólafur Guðmundsson - 3 Var með smjör á puttunum og tapaði fimm boltum. Tæknifeilarnir alltof margir. Ólafur er hins vegar góður í vörninni og skilaði sínu þar. En auglýsum eftir meira framlagi utan af velli.Janus Daði Smárason - 3 Skilaði tveimur góðum mörkum og frískaði upp á leik íslenska liðsins þegar hann kom inn á. Spurning hvort ekki hefði mátt hvíla hann í vörninni þar sem hann virtist í vandræðum í bakverðinum. Fékk þrjár brottvísanir og þarf að fækka þeim.Rúnar Kárason - 4 Spilaði vel. Skoraði fjögur mörk og það sem meira er lagði upp fyrir félaga sína. Skilaði fimm stoðsendingum. Þetta eru nýjungar hjá Rúnari og mjög jákvætt að sjá.Arnór Þór Gunnarsson - 2 Klúðraði eina skotinu sem hann tók. Atvinnumaður í þýsku úrvalsdeildinni á að skila betra verki fyrir landsliðið. Virtist taugaveiklaður.Kári Kristján Kristjánsson - 2 Hefur ollið miklum vonbrigðum á HM og enn ekki náð að skora. Hægt að setja spurningarmerki við líkamlegt atgervi hans. Auðvitað hefur hann átt við veikindi að stríða en verður að gera betur.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Hefur engan veginn náð sér á strik á mótinu. Hefur átt við meiðsli að stríða og virðist rúinn sjálfstrausti. Horfir ekki á markið sem er merki um hræðslu og ótta við að gera mistök.Arnar Freyr Arnarsson - 3 Skilaði í sjálfu sér góðu verki. Skoraði tvö góð mörk. Skilaði sínu í vörninni en var stundum flatur sem skrifast fyrst og síðast á reynsluleysi.Arnór Atlason - 3 Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Slóveníu og virkaði lúinn. Er hins vegar mikill keppnismaður og gæti orðið mikilvægur í síðasta leiknum gegn Makedóníu ef hann nær að endurhlaða batteríin.Guðmundur Hólmar Helgason - 3 Hans slakasti leikur á HM. Virtist orkulaus en gerði eins vel og hann mögulega gat. Verðum hins vegar gera meiri kröfur á hann.Gunnar Steinn Jónsson - 2 Spilaði í rúmar fimm mínútur. Oft verið ákall um að hafa hann í landsliðinu og gefa honum tækifæri. Hann verður hins vegar að nýta tækifærið þegar það gefst.Bjarki Már Gunnarsson - 4 Var einn albesti leikmaður íslenska liðsins. Nánast hnökralaus leikur hjá honum og ánægjulegt að sjá að þessi stæðilegi piltur getur hjálpað í framhaldinu.Ómar Ingi Magnússon - 3 Geir Sveinsson var gagnrýndur fyrir að gefa Ómari ekki tækifæri í fyrstu tveimur leikjunum. Hann verður hins vegar að gera betur. Tæknifeilarnir alltof margir og á mikilvægum augnablikum sem ekki er leyfilegt á HM. Hélt alltaf áfram og kláraði víti vel.Aron Rafn Eðvarðsson - 5 Einn hans besti landsleikur. Kom frábærlega inn og varði helminginn af skotunum sem hann fékk á sig í seinni hálfleik. Félagar hans og þjóðin geta í raun þakkað honum stigið mikilvæga sem liðið fékk. Varði lokaskot Túnisa.Bjarki Már Elísson - Spilaði ekkert.Geir Sveinsson - 3 Sóknarleikurinn sveik í þessum leik og vantaði mikið upp á. Liðið skilaði hins vegar 10 mörkum úr hraðaupphlaupum. Spurning hvort ekki hefði mátt hvíla Guðjón Val og einnig Rúnar í vörninni. Átti að nýta leikhléið sem hann átti inni undir lokin en það verður líka að skrifa það á aðstoðarmanninn.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Ómar Ingi: Góðir og slæmir hlutir hjá mér Ómar Ingi Magnússon þreytti sína fyrstu alvöru frumraun á HM í dag. Það gekk upp og ofan hjá honum. Hann skoraði fín mörk og gerði sig einnig sekan um slæm mistök. 15. janúar 2017 16:12 Geir: Túnis er með öflugt lið "Það er afríkanskt yfirbragð af einhverju leyti á liði Túnis,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en drengirnir hans mæta sterku liði Túnis klukkan 13.45 í dag. 15. janúar 2017 12:04 Alexander: Langar stundum að vera með Járnmaðurinn Alexander Petersson er í borgaralegum klæðum í Metz og hann var að fá sér pylsu með fjölskyldunni er Vísir rakst á hann fyrir leik. 15. janúar 2017 13:29 HM í dag: Óvænt víkingaklapp frá Túnisbúum Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Túnis á HM í dag og Túnisbúar koma mikið við sögu í þætti dagsins. 15. janúar 2017 09:47 Janus Daði: Hefði verið dauði að fá ekki neitt út úr þessum leik Janus Daði Smárason átti flotta innkomu í lið Íslands í jafnteflinu gegn Túnis á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:45 Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22 Rúnar brjálaður út í leikaraskap Túnismanna: Eins og einhver væri með rifil uppi í stúku „Við erum að fara hrikalega illa að ráðum okkar í þessum leik og gerusmst sekir um svakaleg mistök,“ segir Rúnar Kárason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:48 Bjarki Már: Komumst upp með ýmislegt í vörninni „Þetta var skemmtilegur leikur og við fengum heldur betur að berjast mikið í dag,“ segir Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:33 Umfjöllun: Ísland - Túnis 22-22 | Fyrsta stigið kom í háspennuleik Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. 15. janúar 2017 15:15 Faðir Arnars Freys: Strákurinn er búinn að massa sig upp „Maður er náttúrulega alveg gríðarlega stoltur af stráknum, hann kom mjög sterkur inn í fyrsta leik,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi og faðir línumannsins Arnars Freys sem sló í gegn í fyrsta leik Íslands á HM. 15. janúar 2017 11:25 Toumi: Berum virðingu fyrir íslenska liðinu "Mér fannst við ná að spila góðan leik. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur enda er Ísland með gott lið,“ sagði Túnisinn Amen Toumi eftir leikinn í dag. 15. janúar 2017 16:04 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Ísland er komið á blað á HM í Frakklandi eftir 22-22 jafntefli við Túnis í hörkuleik í Metz í dag. Eftir hvern leik íslenska liðsins munu íþróttafréttamenn 365 gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Túnis:Björgvin Páll Gústavsson - 2 Náði sér engan veginn á strik og virtist skorta einbeitingu eftir tvo frábæra leiki. Augljós þreytumerki.Guðjón Valur Sigurðsson - 3 Fyrirliðinn, sem var hvíldur gegn Slóveníum, gerði í sjálfu sér vel en fór illa með færi á ögurstundu. Auðvitað skipti það máli þegar uppi var staðið. Á að gera betur með alla þessa leikreynslu. Spurning hvort Bjarki Már Elísson hefði ekki mátt koma inn á fyrir Guðjón Val.Ólafur Guðmundsson - 3 Var með smjör á puttunum og tapaði fimm boltum. Tæknifeilarnir alltof margir. Ólafur er hins vegar góður í vörninni og skilaði sínu þar. En auglýsum eftir meira framlagi utan af velli.Janus Daði Smárason - 3 Skilaði tveimur góðum mörkum og frískaði upp á leik íslenska liðsins þegar hann kom inn á. Spurning hvort ekki hefði mátt hvíla hann í vörninni þar sem hann virtist í vandræðum í bakverðinum. Fékk þrjár brottvísanir og þarf að fækka þeim.Rúnar Kárason - 4 Spilaði vel. Skoraði fjögur mörk og það sem meira er lagði upp fyrir félaga sína. Skilaði fimm stoðsendingum. Þetta eru nýjungar hjá Rúnari og mjög jákvætt að sjá.Arnór Þór Gunnarsson - 2 Klúðraði eina skotinu sem hann tók. Atvinnumaður í þýsku úrvalsdeildinni á að skila betra verki fyrir landsliðið. Virtist taugaveiklaður.Kári Kristján Kristjánsson - 2 Hefur ollið miklum vonbrigðum á HM og enn ekki náð að skora. Hægt að setja spurningarmerki við líkamlegt atgervi hans. Auðvitað hefur hann átt við veikindi að stríða en verður að gera betur.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Hefur engan veginn náð sér á strik á mótinu. Hefur átt við meiðsli að stríða og virðist rúinn sjálfstrausti. Horfir ekki á markið sem er merki um hræðslu og ótta við að gera mistök.Arnar Freyr Arnarsson - 3 Skilaði í sjálfu sér góðu verki. Skoraði tvö góð mörk. Skilaði sínu í vörninni en var stundum flatur sem skrifast fyrst og síðast á reynsluleysi.Arnór Atlason - 3 Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Slóveníu og virkaði lúinn. Er hins vegar mikill keppnismaður og gæti orðið mikilvægur í síðasta leiknum gegn Makedóníu ef hann nær að endurhlaða batteríin.Guðmundur Hólmar Helgason - 3 Hans slakasti leikur á HM. Virtist orkulaus en gerði eins vel og hann mögulega gat. Verðum hins vegar gera meiri kröfur á hann.Gunnar Steinn Jónsson - 2 Spilaði í rúmar fimm mínútur. Oft verið ákall um að hafa hann í landsliðinu og gefa honum tækifæri. Hann verður hins vegar að nýta tækifærið þegar það gefst.Bjarki Már Gunnarsson - 4 Var einn albesti leikmaður íslenska liðsins. Nánast hnökralaus leikur hjá honum og ánægjulegt að sjá að þessi stæðilegi piltur getur hjálpað í framhaldinu.Ómar Ingi Magnússon - 3 Geir Sveinsson var gagnrýndur fyrir að gefa Ómari ekki tækifæri í fyrstu tveimur leikjunum. Hann verður hins vegar að gera betur. Tæknifeilarnir alltof margir og á mikilvægum augnablikum sem ekki er leyfilegt á HM. Hélt alltaf áfram og kláraði víti vel.Aron Rafn Eðvarðsson - 5 Einn hans besti landsleikur. Kom frábærlega inn og varði helminginn af skotunum sem hann fékk á sig í seinni hálfleik. Félagar hans og þjóðin geta í raun þakkað honum stigið mikilvæga sem liðið fékk. Varði lokaskot Túnisa.Bjarki Már Elísson - Spilaði ekkert.Geir Sveinsson - 3 Sóknarleikurinn sveik í þessum leik og vantaði mikið upp á. Liðið skilaði hins vegar 10 mörkum úr hraðaupphlaupum. Spurning hvort ekki hefði mátt hvíla Guðjón Val og einnig Rúnar í vörninni. Átti að nýta leikhléið sem hann átti inni undir lokin en það verður líka að skrifa það á aðstoðarmanninn.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Ómar Ingi: Góðir og slæmir hlutir hjá mér Ómar Ingi Magnússon þreytti sína fyrstu alvöru frumraun á HM í dag. Það gekk upp og ofan hjá honum. Hann skoraði fín mörk og gerði sig einnig sekan um slæm mistök. 15. janúar 2017 16:12 Geir: Túnis er með öflugt lið "Það er afríkanskt yfirbragð af einhverju leyti á liði Túnis,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en drengirnir hans mæta sterku liði Túnis klukkan 13.45 í dag. 15. janúar 2017 12:04 Alexander: Langar stundum að vera með Járnmaðurinn Alexander Petersson er í borgaralegum klæðum í Metz og hann var að fá sér pylsu með fjölskyldunni er Vísir rakst á hann fyrir leik. 15. janúar 2017 13:29 HM í dag: Óvænt víkingaklapp frá Túnisbúum Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Túnis á HM í dag og Túnisbúar koma mikið við sögu í þætti dagsins. 15. janúar 2017 09:47 Janus Daði: Hefði verið dauði að fá ekki neitt út úr þessum leik Janus Daði Smárason átti flotta innkomu í lið Íslands í jafnteflinu gegn Túnis á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:45 Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22 Rúnar brjálaður út í leikaraskap Túnismanna: Eins og einhver væri með rifil uppi í stúku „Við erum að fara hrikalega illa að ráðum okkar í þessum leik og gerusmst sekir um svakaleg mistök,“ segir Rúnar Kárason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:48 Bjarki Már: Komumst upp með ýmislegt í vörninni „Þetta var skemmtilegur leikur og við fengum heldur betur að berjast mikið í dag,“ segir Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:33 Umfjöllun: Ísland - Túnis 22-22 | Fyrsta stigið kom í háspennuleik Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. 15. janúar 2017 15:15 Faðir Arnars Freys: Strákurinn er búinn að massa sig upp „Maður er náttúrulega alveg gríðarlega stoltur af stráknum, hann kom mjög sterkur inn í fyrsta leik,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi og faðir línumannsins Arnars Freys sem sló í gegn í fyrsta leik Íslands á HM. 15. janúar 2017 11:25 Toumi: Berum virðingu fyrir íslenska liðinu "Mér fannst við ná að spila góðan leik. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur enda er Ísland með gott lið,“ sagði Túnisinn Amen Toumi eftir leikinn í dag. 15. janúar 2017 16:04 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Ómar Ingi: Góðir og slæmir hlutir hjá mér Ómar Ingi Magnússon þreytti sína fyrstu alvöru frumraun á HM í dag. Það gekk upp og ofan hjá honum. Hann skoraði fín mörk og gerði sig einnig sekan um slæm mistök. 15. janúar 2017 16:12
Geir: Túnis er með öflugt lið "Það er afríkanskt yfirbragð af einhverju leyti á liði Túnis,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en drengirnir hans mæta sterku liði Túnis klukkan 13.45 í dag. 15. janúar 2017 12:04
Alexander: Langar stundum að vera með Járnmaðurinn Alexander Petersson er í borgaralegum klæðum í Metz og hann var að fá sér pylsu með fjölskyldunni er Vísir rakst á hann fyrir leik. 15. janúar 2017 13:29
HM í dag: Óvænt víkingaklapp frá Túnisbúum Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Túnis á HM í dag og Túnisbúar koma mikið við sögu í þætti dagsins. 15. janúar 2017 09:47
Janus Daði: Hefði verið dauði að fá ekki neitt út úr þessum leik Janus Daði Smárason átti flotta innkomu í lið Íslands í jafnteflinu gegn Túnis á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:45
Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22
Rúnar brjálaður út í leikaraskap Túnismanna: Eins og einhver væri með rifil uppi í stúku „Við erum að fara hrikalega illa að ráðum okkar í þessum leik og gerusmst sekir um svakaleg mistök,“ segir Rúnar Kárason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:48
Bjarki Már: Komumst upp með ýmislegt í vörninni „Þetta var skemmtilegur leikur og við fengum heldur betur að berjast mikið í dag,“ segir Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:33
Umfjöllun: Ísland - Túnis 22-22 | Fyrsta stigið kom í háspennuleik Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. 15. janúar 2017 15:15
Faðir Arnars Freys: Strákurinn er búinn að massa sig upp „Maður er náttúrulega alveg gríðarlega stoltur af stráknum, hann kom mjög sterkur inn í fyrsta leik,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi og faðir línumannsins Arnars Freys sem sló í gegn í fyrsta leik Íslands á HM. 15. janúar 2017 11:25
Toumi: Berum virðingu fyrir íslenska liðinu "Mér fannst við ná að spila góðan leik. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur enda er Ísland með gott lið,“ sagði Túnisinn Amen Toumi eftir leikinn í dag. 15. janúar 2017 16:04