Umfjöllun: Ísland - Túnis 22-22 | Fyrsta stigið kom í háspennuleik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 15:15 Eitt stig niðurstaðan. vísir/epa Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. Strákarnir voru að spila á hálfgerðum útivelli því þó svo íslensku stuðningsmennirnir hafi látið vel í sér heyra þá var miklu meira af fólki komið frá Túnis og það lét vel í sér heyra. Strákarnir fóru ágætlega af stað en fljótt kom smá hikst í sóknarleikinn. Strákarnir að gera sig seka um klaufamistök og Túnisarnir skoruðu auðveld mörk og komust yfir, 3-6, eftir tíu mínútna leik. Það lak í gegnum vörnina og Túnisarnir fengu gott skot eða víti. Tvær brottvísanir snemma leiks hjálpuðu ekki til. Þess utan skoruðu Túnisar í tvígang í tómt mark Íslands. Þá var Geir nóg boðið og tók leikhlé. Bjarki Már Gunnarsson kom í vörnina og hún skánaði lítið við það. Amine Bannour raðaði inn mörkum að vild. Í sókninni gerði liðið vart annað en að kasta boltanum frá sér. Geir reyndi að bregðast við og skipti grimmt en hefði að ósekju mátt taka Ólaf Guðmundsson fyrr af velli hann var afar vanstilltur þær 16 mínútur sem hann spilaði. Janus Daði Smárason kom inn fyrir Óla og með hann í banastuði fór íslenska liðið að saxa á forskot Túnisanna. Í stöðunni 8-10 tóku Túnisbúar leikhlé. Strákarnir fengu tvö tækifæri til þess að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Staðan í hálfleik 11-13 og galopinn leikur. Vel ásættanleg staða miðað við sjö tapaða bolta, fjóra brottrekstra, þokkalega vörn, litla markvörslu og að liðið hafi leyft Bannour skora átta mörk í hálfleiknum. Já, liðið var lélegt í fyrri hálfleik og átti sem sagt mikið inni. Strákarnir héldu áfram að vera mistækir í sókninni í upphafi síðari hálfleiks en sem betur fer var liðið að spila flottan varnarleik og Aron Rafn kom inn og varði sín fyrstu skot í mótinu. Þá komu hraðaupphlaup og Ísland komst yfir, 14-13, þegar rúmar fimm mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Túnisarnir hreinlega gátu ekki keypt sér mark framan af síðari hálfleik og Guðjón Valur kom Íslandi í 16-14 með marki úr hraðaupphlaupi. Manni færri varði liðið svo tvö skot og skoraði úr hraðaupphlaupi. Það var gjörsamlega allt að ganga upp. 17-14 og þá fóru strákarnir að hleypa Túnisunum aftur inn í leikinn í stað þess að stíga bensínið í botn og skilja þá eftir í rykinu. Í stöðunni 18-18 virtust strákarnir vera að missa hausinn en þá kom Aron Rafn með tvær lykilvörslur, tvö hraðaupphlaup og Ísland 20-18 yfir er tíu mínútur voru eftir. Lokakaflinn var síðan ekki fyrir hjartveika. Túnisarnir jafna, 21-21, þegar fjórar mínútur voru eftir og allt gjörsamlega vitlaust í húsinu. Arnar Freyr skoraði mark í anda Robba Gunn til að koma Íslandi yfir er tvær múnútur voru eftir. Túnis jafnar er 80 sekúndur voru eftir. Ásgeir Örn lét verja frá sér er 20 sekúndur voru eftir og Aron Rafn varði síðasta skot leiksins á lokasekúndunni. Líklega var tíminn þó liðinn. Jafntefli niðurstaðan í leik sem strákarnir hefðu átt að vinna. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. Strákarnir voru að spila á hálfgerðum útivelli því þó svo íslensku stuðningsmennirnir hafi látið vel í sér heyra þá var miklu meira af fólki komið frá Túnis og það lét vel í sér heyra. Strákarnir fóru ágætlega af stað en fljótt kom smá hikst í sóknarleikinn. Strákarnir að gera sig seka um klaufamistök og Túnisarnir skoruðu auðveld mörk og komust yfir, 3-6, eftir tíu mínútna leik. Það lak í gegnum vörnina og Túnisarnir fengu gott skot eða víti. Tvær brottvísanir snemma leiks hjálpuðu ekki til. Þess utan skoruðu Túnisar í tvígang í tómt mark Íslands. Þá var Geir nóg boðið og tók leikhlé. Bjarki Már Gunnarsson kom í vörnina og hún skánaði lítið við það. Amine Bannour raðaði inn mörkum að vild. Í sókninni gerði liðið vart annað en að kasta boltanum frá sér. Geir reyndi að bregðast við og skipti grimmt en hefði að ósekju mátt taka Ólaf Guðmundsson fyrr af velli hann var afar vanstilltur þær 16 mínútur sem hann spilaði. Janus Daði Smárason kom inn fyrir Óla og með hann í banastuði fór íslenska liðið að saxa á forskot Túnisanna. Í stöðunni 8-10 tóku Túnisbúar leikhlé. Strákarnir fengu tvö tækifæri til þess að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Staðan í hálfleik 11-13 og galopinn leikur. Vel ásættanleg staða miðað við sjö tapaða bolta, fjóra brottrekstra, þokkalega vörn, litla markvörslu og að liðið hafi leyft Bannour skora átta mörk í hálfleiknum. Já, liðið var lélegt í fyrri hálfleik og átti sem sagt mikið inni. Strákarnir héldu áfram að vera mistækir í sókninni í upphafi síðari hálfleiks en sem betur fer var liðið að spila flottan varnarleik og Aron Rafn kom inn og varði sín fyrstu skot í mótinu. Þá komu hraðaupphlaup og Ísland komst yfir, 14-13, þegar rúmar fimm mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Túnisarnir hreinlega gátu ekki keypt sér mark framan af síðari hálfleik og Guðjón Valur kom Íslandi í 16-14 með marki úr hraðaupphlaupi. Manni færri varði liðið svo tvö skot og skoraði úr hraðaupphlaupi. Það var gjörsamlega allt að ganga upp. 17-14 og þá fóru strákarnir að hleypa Túnisunum aftur inn í leikinn í stað þess að stíga bensínið í botn og skilja þá eftir í rykinu. Í stöðunni 18-18 virtust strákarnir vera að missa hausinn en þá kom Aron Rafn með tvær lykilvörslur, tvö hraðaupphlaup og Ísland 20-18 yfir er tíu mínútur voru eftir. Lokakaflinn var síðan ekki fyrir hjartveika. Túnisarnir jafna, 21-21, þegar fjórar mínútur voru eftir og allt gjörsamlega vitlaust í húsinu. Arnar Freyr skoraði mark í anda Robba Gunn til að koma Íslandi yfir er tvær múnútur voru eftir. Túnis jafnar er 80 sekúndur voru eftir. Ásgeir Örn lét verja frá sér er 20 sekúndur voru eftir og Aron Rafn varði síðasta skot leiksins á lokasekúndunni. Líklega var tíminn þó liðinn. Jafntefli niðurstaðan í leik sem strákarnir hefðu átt að vinna.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira