Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2017 17:03 Þrjár efstu í kvennaflokki. mynd/lyftingasamband íslands Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var stigahæst allra keppenda og náði þeim frábæra árangri að lyfta fyrst íslenskra kvenna yfir 200 kg í samanlögðum árangri. Í fyrri keppnisgreininni, snörun, byrjaði Birna Blöndal Sveinsdóttir (KFA) á því að setja nýtt íslandsmet í -53 kg flokki kvenna með því að bæta eigið met um eitt kg í þriðju tilraun, 66 kg. Katla Björk Ketilsdóttir bætti síðan eigin unglingamet, bæði 17 ára og yngri og 20 ára og yngri, í -63 kg flokki þegar hún lyfti 70 kg og bætti eigin met um tvö kg. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 23 ára og yngri þegar hún lyfti 75 kg í snörun og átti síðan tvær góðar tilraunir á 80 kg sem hún náði þó ekki í dag. Síðast en ekki síst setti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir glæsilegt íslandsmet í -69 kg flokki þegar hún bætti met Annie Mistar Þórisdóttur um þrjú kg þegar hún lyfti 91 kg í þriðju tilraun. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingakona ársins 2016, lyfti 80 kg í snörun og hin finnska Jenni Puputti 82 kg. Í seinni keppnisgreininni, jafnhendingu, þá byrjaði Birna Blöndal aftur á því að setja met í -53 kg flokki kvenna með því að lyfta 75 kg, 77 kg og 80 kg. Með þessum lyftum þríbætti hún einnig Íslandsmetið í samanlögðum árangri í -53 kg flokki. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 100kg í -63 kg flokki 23 ára og yngri. Hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 106 kg, sem er nýtt íslandsmet í fullorðinsflokki, og lyfti því í síðustu tilraun en fékk lyftuna dæmda ógilda af kviðdóm. Þuríður Erla lyfti 103 kg í annarri tilraun og reyndi einnig við 106 kg og nýtt íslandsmet og það munaði sáralitlu að hún næði að klára lyftuna. Ragnheiður Sara nýtti sér þetta og fór upp með 110 kg í lokatilrauninni og bætti þar með Íslandsmet Annie Mistar um tvö kg. Hún varð þar með fyrsta íslenska konan til að lyfta yfir 200 kg í samanlögðum árangri, 201 kg.Þrjár efstu í stigakeppninni kvenna urðu: 1. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (UMFN), Líkamsþyngd: 68,90 kg Snörun: 91 kg – Jafnhending: 110kg – Samanlagt: 201 kg – Sinclair: 252,4 stig 2. Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann), Líkamsþyngd: 60,40 kg Snörun: 80 kg – Jafnhending: 103 kg – Samanlagt: 183 kg – Sinclair: 250,3 stig 3. Jenni Puputti (Finland), Líkamsþyngd: 59,70 kg Snörun: 82 kg – Jafnhending: 93 kg – Samanlagt: 175 kg – Sinclair: 241,3 stig Aðrar íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Sjá meira
Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var stigahæst allra keppenda og náði þeim frábæra árangri að lyfta fyrst íslenskra kvenna yfir 200 kg í samanlögðum árangri. Í fyrri keppnisgreininni, snörun, byrjaði Birna Blöndal Sveinsdóttir (KFA) á því að setja nýtt íslandsmet í -53 kg flokki kvenna með því að bæta eigið met um eitt kg í þriðju tilraun, 66 kg. Katla Björk Ketilsdóttir bætti síðan eigin unglingamet, bæði 17 ára og yngri og 20 ára og yngri, í -63 kg flokki þegar hún lyfti 70 kg og bætti eigin met um tvö kg. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 23 ára og yngri þegar hún lyfti 75 kg í snörun og átti síðan tvær góðar tilraunir á 80 kg sem hún náði þó ekki í dag. Síðast en ekki síst setti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir glæsilegt íslandsmet í -69 kg flokki þegar hún bætti met Annie Mistar Þórisdóttur um þrjú kg þegar hún lyfti 91 kg í þriðju tilraun. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingakona ársins 2016, lyfti 80 kg í snörun og hin finnska Jenni Puputti 82 kg. Í seinni keppnisgreininni, jafnhendingu, þá byrjaði Birna Blöndal aftur á því að setja met í -53 kg flokki kvenna með því að lyfta 75 kg, 77 kg og 80 kg. Með þessum lyftum þríbætti hún einnig Íslandsmetið í samanlögðum árangri í -53 kg flokki. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 100kg í -63 kg flokki 23 ára og yngri. Hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 106 kg, sem er nýtt íslandsmet í fullorðinsflokki, og lyfti því í síðustu tilraun en fékk lyftuna dæmda ógilda af kviðdóm. Þuríður Erla lyfti 103 kg í annarri tilraun og reyndi einnig við 106 kg og nýtt íslandsmet og það munaði sáralitlu að hún næði að klára lyftuna. Ragnheiður Sara nýtti sér þetta og fór upp með 110 kg í lokatilrauninni og bætti þar með Íslandsmet Annie Mistar um tvö kg. Hún varð þar með fyrsta íslenska konan til að lyfta yfir 200 kg í samanlögðum árangri, 201 kg.Þrjár efstu í stigakeppninni kvenna urðu: 1. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (UMFN), Líkamsþyngd: 68,90 kg Snörun: 91 kg – Jafnhending: 110kg – Samanlagt: 201 kg – Sinclair: 252,4 stig 2. Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann), Líkamsþyngd: 60,40 kg Snörun: 80 kg – Jafnhending: 103 kg – Samanlagt: 183 kg – Sinclair: 250,3 stig 3. Jenni Puputti (Finland), Líkamsþyngd: 59,70 kg Snörun: 82 kg – Jafnhending: 93 kg – Samanlagt: 175 kg – Sinclair: 241,3 stig
Aðrar íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Sjá meira