Volkswagen stærsti bílaframleiðandi heims Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2017 15:38 Volkswagen bílar í röðum í Kína. Volkswagen bílasamstæðan er stærsti bílaframleiðandi heims en Volkswagen seldi 10,3 milljón bíla í fyrra en Toyota 10,18 milljón bíla. Með því velti Volkswagen Toyota úr fyrsta sætinu sem það hafði haldið í 4 ár. Sala Volkswagen jókst um 3,8% í fyrra en aðeins um 0,2% hjá Toyota og er þá sala Lexus, Daihatsu og Hino bíla meðtalin. Það er helst frábær sala bíla Volkswagen í Kína sem tryggði þeim efsta sætið í fyrra og hreint magnað að Volkswagen skuli ná þessum árangri árið eftir að dísilvélasvindl fyrirtækisins uppgötvaðist. Toyota hefur meiri ástæðu til að óttast aðgerðir Donald Trump þessa dagana en Volkswagen þar sem sala Toyota treystir meira á Bandaríkjamarkað en þýski framleiðandinn. Auk þess stefnir Toyota að því að opna nýja verksmiðju í Mexíkó sem ætlað er að framleiða bíla fyrir Bandaríkjamarkað og ef Trump stendur við orð sín gæti á þá bíla verða lagður mjög hamlandi skattur. Sala Toyota bíla féll lítillega í Bandaríkjunum í fyrra, aðallega vegna minnkandi sölu metsölubíls síns þar til langs tíma, þ.e. Camry fólksbílnum. Ný kynslóð Camry var þó kynnt vestanhafs fyrr í þessum mánuði og fer í sölu í sumar. Toyota þurfti að þola talsverðar framleiðslustöðvanir í verksmiðjum sínum í fyrra vegna náttúruhamfara, bruna og verkfalla og kom það í veg fyrir framleiðslu á nokkrum gerðum bíla Toyota og hamlaði sölu þeirra. Ef ekkert slíkt verður uppi á þessu ári er aldrei að vita nema Toyota nái aftur sætinu af Volkswagen sem stærsti bílaframleiðandi heims. Donald Trump Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent
Volkswagen bílasamstæðan er stærsti bílaframleiðandi heims en Volkswagen seldi 10,3 milljón bíla í fyrra en Toyota 10,18 milljón bíla. Með því velti Volkswagen Toyota úr fyrsta sætinu sem það hafði haldið í 4 ár. Sala Volkswagen jókst um 3,8% í fyrra en aðeins um 0,2% hjá Toyota og er þá sala Lexus, Daihatsu og Hino bíla meðtalin. Það er helst frábær sala bíla Volkswagen í Kína sem tryggði þeim efsta sætið í fyrra og hreint magnað að Volkswagen skuli ná þessum árangri árið eftir að dísilvélasvindl fyrirtækisins uppgötvaðist. Toyota hefur meiri ástæðu til að óttast aðgerðir Donald Trump þessa dagana en Volkswagen þar sem sala Toyota treystir meira á Bandaríkjamarkað en þýski framleiðandinn. Auk þess stefnir Toyota að því að opna nýja verksmiðju í Mexíkó sem ætlað er að framleiða bíla fyrir Bandaríkjamarkað og ef Trump stendur við orð sín gæti á þá bíla verða lagður mjög hamlandi skattur. Sala Toyota bíla féll lítillega í Bandaríkjunum í fyrra, aðallega vegna minnkandi sölu metsölubíls síns þar til langs tíma, þ.e. Camry fólksbílnum. Ný kynslóð Camry var þó kynnt vestanhafs fyrr í þessum mánuði og fer í sölu í sumar. Toyota þurfti að þola talsverðar framleiðslustöðvanir í verksmiðjum sínum í fyrra vegna náttúruhamfara, bruna og verkfalla og kom það í veg fyrir framleiðslu á nokkrum gerðum bíla Toyota og hamlaði sölu þeirra. Ef ekkert slíkt verður uppi á þessu ári er aldrei að vita nema Toyota nái aftur sætinu af Volkswagen sem stærsti bílaframleiðandi heims.
Donald Trump Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent