Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2017 18:30 Lögreglan telur líklegt að líki Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið í Vogsós sem er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem hún fannst. Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. Í dag eru tvær vikur síðan Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita eftir átta daga leit. Frá þeim tíma hefur lítil sem engin leit farið fram í tengslum við rannsókn málsins en hún hófst að nýju í dag. Tæplega eitt hundrað björgunarsveitarfólk frá björgunarsveitum af Suðurlandi og Suðurnesjum í ellefu leitarhópum tóku þátt í henni auk lögreglumanna. Þá voru meðal annars notaðir drónar, fjórhjól og bátar við leitina. Leitarsvæðið var allt frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita. Ekki var verið að leita að einum tilteknum hlut. Björgunarsveitarfólk fékk fyrirmæli um að hafa augun opin fyrir öllum hugsanlegum vísbendingum, meðal annars fatnaði eða farsíma.Björggunarsveitarmenn að störfum við leitina í dag.Vísir/GAGErfitt að segja til um hvort að leitin skilaði árangri Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og stjórnandi leitarinnar segir að leitað hafi verið að öllum veraldlegum hlutum sem tengst geta máli Birnu. Meðal annars hafi verið leitað að fatnaði og farsíma Birnu en tilefni leitarinnar var ábending sem lögreglu barst frá almennum borgara. „Það kom ábending sem að styrkti þá trú okkar að fara og leita betur hér á þessu svæði. En ég get ekki farið nánar út í hver sú ábending er,“ segir Ásgeir. Leitinni lauk nú síðdegis. Aðspurður hvort leitin hafi skilað árangri segir Ásgeir erfitt að segja til um það. „Við höfum ekki fundið neinar eigur eða neitt sem að tengist málinu. En við erum búin að útiloka að sama skapi einhver svæði sem að við teljum ekki þurfa að leita aftur,“ segir Ásgeir.Vogsós.Vísir/GAGTelja að Birnu hafi frekar verið komið í vatn vestan við fundarstaðinn en austan Í leitinni í dag var sérstök áhersla lögð á leit við Vogsós sem er afrennsli Hlíðarvatns. Lögreglan telur líklegt að líki Birnu hafi verið komið fyrir í ósnum en hann er um tæpum sex kílómetrum frá þeim stað þar sem Birna fannst.Hvers vegna teljið þið þennan stað líklegan?„Þetta er samkvæmt veðurfarslegum skilyrðum að þá teljum við að henni hafi verið komið í vatn frekar vestan við fundarstaðinn heldur en austan. Þetta er bara einn af þeim stöðum sem að tengist sjónum vestan við Selvogsvita,“ segir Ásgeir. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Lögreglan telur líklegt að líki Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið í Vogsós sem er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem hún fannst. Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. Í dag eru tvær vikur síðan Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita eftir átta daga leit. Frá þeim tíma hefur lítil sem engin leit farið fram í tengslum við rannsókn málsins en hún hófst að nýju í dag. Tæplega eitt hundrað björgunarsveitarfólk frá björgunarsveitum af Suðurlandi og Suðurnesjum í ellefu leitarhópum tóku þátt í henni auk lögreglumanna. Þá voru meðal annars notaðir drónar, fjórhjól og bátar við leitina. Leitarsvæðið var allt frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita. Ekki var verið að leita að einum tilteknum hlut. Björgunarsveitarfólk fékk fyrirmæli um að hafa augun opin fyrir öllum hugsanlegum vísbendingum, meðal annars fatnaði eða farsíma.Björggunarsveitarmenn að störfum við leitina í dag.Vísir/GAGErfitt að segja til um hvort að leitin skilaði árangri Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og stjórnandi leitarinnar segir að leitað hafi verið að öllum veraldlegum hlutum sem tengst geta máli Birnu. Meðal annars hafi verið leitað að fatnaði og farsíma Birnu en tilefni leitarinnar var ábending sem lögreglu barst frá almennum borgara. „Það kom ábending sem að styrkti þá trú okkar að fara og leita betur hér á þessu svæði. En ég get ekki farið nánar út í hver sú ábending er,“ segir Ásgeir. Leitinni lauk nú síðdegis. Aðspurður hvort leitin hafi skilað árangri segir Ásgeir erfitt að segja til um það. „Við höfum ekki fundið neinar eigur eða neitt sem að tengist málinu. En við erum búin að útiloka að sama skapi einhver svæði sem að við teljum ekki þurfa að leita aftur,“ segir Ásgeir.Vogsós.Vísir/GAGTelja að Birnu hafi frekar verið komið í vatn vestan við fundarstaðinn en austan Í leitinni í dag var sérstök áhersla lögð á leit við Vogsós sem er afrennsli Hlíðarvatns. Lögreglan telur líklegt að líki Birnu hafi verið komið fyrir í ósnum en hann er um tæpum sex kílómetrum frá þeim stað þar sem Birna fannst.Hvers vegna teljið þið þennan stað líklegan?„Þetta er samkvæmt veðurfarslegum skilyrðum að þá teljum við að henni hafi verið komið í vatn frekar vestan við fundarstaðinn heldur en austan. Þetta er bara einn af þeim stöðum sem að tengist sjónum vestan við Selvogsvita,“ segir Ásgeir.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20
Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38
Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33