Rembihnútur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Hlutur kvenna í framkvæmdastjórastöðum hjá 800 stærstu fyrirtækjum landsins var aðeins níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. Konur voru tólf prósent framkvæmdastjóra hjá meðalstórum fyrirtækjum, líkt og árið 2015. Hlutur kvenna í stjórnarformennsku hjá þessum fyrirtækjum var undir tuttugu prósentum, lítil breyting frá fyrra ári. Sömu sögu er að segja almennt af hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja. Þetta kom fram í Markaði Fréttablaðsins í gær, byggt á tölum frá Creditinfo. Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, sagði þetta sýna að enn sé langt í land að konur komist með tærnar þar sem karlar hafa hælana á valdastólum atvinnulífsins. Helga Hlín Hákonardóttir, sérfræðingur í góðum stjórnarháttum, sagði niðurstöðurnar vonbrigði. Tölurnar staðfesta þá hryggilegu staðreynd að enn eru skrifaðar lægri tölur á verðmiða vinnuframlags kvenna. Líka er staðfest að konur eru eftirbátar þegar horft er á framgang og ábyrgð á vinnustað. Holur hljómur er í þeirri margtuggðu fullyrðingu að Ísland sé meðal fremstu þjóða heims í jafnréttismálum. Langt er í land. Svo langt, að konur fá 11 mánaðarlaun á ári meðan karlar fá tólf. Konur vinna einn mánuð ársins án endurgjalds. Margvíslegur árangur hefur náðst í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa ritað nafn sitt á spjöld sögunnar. Enginn kippir sér lengur upp við konur í háum stöðum eða virðulegum embættum. Skipan Alþingis er í samræmi við það en ráðherrastólunum er misskipt. Kannski er það táknrænt. Á dögunum hvarf eini kvenkyns forstjórinn úr fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni úr starfi. Ekki skortir hæfar konur. Útskriftir úr æðstu menntastofnunum, þar sem konur eru í meirihluta, sýna það. Vandamálið liggur víða. Markmið fæðingarorlofslaganna er að jafna stöðu kynjanna. Orlofsréttur feðra er ein ástæða þess að Ísland telst meðal fremstu þjóða í jafnréttismálum. En þak á greiðslur úr fæðingarorlofssjóði leiðir til þess að tekjuháir feður nýta síður orlofsréttinn. Launamunur á heimilinu leiðir til þess að margar fjölskyldur velja móðurinni það hlutverk að setja starf og framtíðaráform til hliðar. Kvennalaun eru minni fórn en karlalaun. Enn þann dag í dag finnst okkur í lagi að karlinn sé í vinnunni „allan sólarhringinn“. Hver hugsar um börnin? er hins vegar spurt, ef konan vinnur langan dag. Þótt við látum sem ekkert sé þegar karlinn fer snemma til að sækja barn á leikskólann, er heima hjá veiku barni, vill fæðingarorlof, skipuleggur barnaafmælið, eldar mat – hefur oft heyrst að konan fái sektarkennd yfir að sinna ekki „hefðbundnum heimilisstörfum“. Aðgerðir stjórnvalda hafa ekki skilað miklu. Þær eru eins og oft vill verða – nefnd sett á fót og treyst á guð og lukkuna. Samt er pólitísk samstaða um málið og aðilar vinnumarkaðarins í orði kveðnu einhuga um að höggva þurfi á hnútinn. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Hlutur kvenna í framkvæmdastjórastöðum hjá 800 stærstu fyrirtækjum landsins var aðeins níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. Konur voru tólf prósent framkvæmdastjóra hjá meðalstórum fyrirtækjum, líkt og árið 2015. Hlutur kvenna í stjórnarformennsku hjá þessum fyrirtækjum var undir tuttugu prósentum, lítil breyting frá fyrra ári. Sömu sögu er að segja almennt af hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja. Þetta kom fram í Markaði Fréttablaðsins í gær, byggt á tölum frá Creditinfo. Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, sagði þetta sýna að enn sé langt í land að konur komist með tærnar þar sem karlar hafa hælana á valdastólum atvinnulífsins. Helga Hlín Hákonardóttir, sérfræðingur í góðum stjórnarháttum, sagði niðurstöðurnar vonbrigði. Tölurnar staðfesta þá hryggilegu staðreynd að enn eru skrifaðar lægri tölur á verðmiða vinnuframlags kvenna. Líka er staðfest að konur eru eftirbátar þegar horft er á framgang og ábyrgð á vinnustað. Holur hljómur er í þeirri margtuggðu fullyrðingu að Ísland sé meðal fremstu þjóða heims í jafnréttismálum. Langt er í land. Svo langt, að konur fá 11 mánaðarlaun á ári meðan karlar fá tólf. Konur vinna einn mánuð ársins án endurgjalds. Margvíslegur árangur hefur náðst í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa ritað nafn sitt á spjöld sögunnar. Enginn kippir sér lengur upp við konur í háum stöðum eða virðulegum embættum. Skipan Alþingis er í samræmi við það en ráðherrastólunum er misskipt. Kannski er það táknrænt. Á dögunum hvarf eini kvenkyns forstjórinn úr fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni úr starfi. Ekki skortir hæfar konur. Útskriftir úr æðstu menntastofnunum, þar sem konur eru í meirihluta, sýna það. Vandamálið liggur víða. Markmið fæðingarorlofslaganna er að jafna stöðu kynjanna. Orlofsréttur feðra er ein ástæða þess að Ísland telst meðal fremstu þjóða í jafnréttismálum. En þak á greiðslur úr fæðingarorlofssjóði leiðir til þess að tekjuháir feður nýta síður orlofsréttinn. Launamunur á heimilinu leiðir til þess að margar fjölskyldur velja móðurinni það hlutverk að setja starf og framtíðaráform til hliðar. Kvennalaun eru minni fórn en karlalaun. Enn þann dag í dag finnst okkur í lagi að karlinn sé í vinnunni „allan sólarhringinn“. Hver hugsar um börnin? er hins vegar spurt, ef konan vinnur langan dag. Þótt við látum sem ekkert sé þegar karlinn fer snemma til að sækja barn á leikskólann, er heima hjá veiku barni, vill fæðingarorlof, skipuleggur barnaafmælið, eldar mat – hefur oft heyrst að konan fái sektarkennd yfir að sinna ekki „hefðbundnum heimilisstörfum“. Aðgerðir stjórnvalda hafa ekki skilað miklu. Þær eru eins og oft vill verða – nefnd sett á fót og treyst á guð og lukkuna. Samt er pólitísk samstaða um málið og aðilar vinnumarkaðarins í orði kveðnu einhuga um að höggva þurfi á hnútinn. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.