Fallegur samruni óperu og leikrits Jónas Sen skrifar 11. febrúar 2017 09:30 Auður Gunnarsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir í hlutverkum sínum í Mannsröddinni í Kaldalóni Hörpu. Ópera Mannsröddin eftir Poulenc og Cocteau. Íslenska óperan í Kaldalóni í Hörpu Leikgerð og leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir. Leikendur: Auður Gunnarsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir. Píanóleikari: Eva Þyrí Hilmarsdóttir. Tónlistarstjóri: Irene Kudela Búninga- og leikmyndahönnun: Helga I. Stefánsdóttir Óperan Mannsröddin, La Voix Humaine eftir Poulenc, er sérkennilegt verk. Aðeins einn söngvari stendur á sviðinu, kona sem talar í síma. Hún á síðasta símtalið við ástmann sinn til fimm ára, sem er búinn að binda enda á sambandið og er að fara að gifta sig daginn eftir. Óperan er mun styttri en gengur og gerist, tekur aðeins um þrjú korter í flutningi. Hún er upphaflega skrifuð fyrir litla sinfóníuhljómsveit, en er oftar flutt aðeins með píanóleikara, sem er praktískt fyrir svo smágert verk. Því miður nást ekki öll blæbrigði tónlistarinnar þegar eingöngu er leikið á píanó, stemningin sem best er framkölluð með strengjum er víðsfjarri. Sífelldur píanóleikur í tæpan klukkutíma gerir tónlistina einhæfa og ef söngurinn er ekki þeim mun meira spennandi er hætt við að óperan missi marks. Leikgerð Brynhildar Guðjónsdóttur, sem jafnframt er leikstjórinn, mætir þessum veikleikum á óvanalegan hátt. Mannsröddin er byggð á samnefndu leikriti eftir Cocteau og Brynhildur fer þá leið að blanda því við óperuna. Það eru tvær leikkonur á sviðinu, Auður Gunnarsdóttir sópran syngur og Elva Ósk Ólafsdóttir flytur talaða textann. Í stað textavélar, sem hefð er fyrir að nota á óperusýningum, leikur Elva Ósk það sem Auður syngur á frönsku. Þetta er djörf tilraun og hún er áhættusöm. Megineinkenni Mannsraddarinnar er einmanaleiki, hin forsmáða ástkona stendur uppi alein; skelfileg einsemd gegnsýrir allt verkið. Í uppfærslu Brynhildar eru aftur á móti tvær konur og þær eiga stundum í samskiptum, önnur réttir t.d. hinni símtólið á nokkrum stöðum í óperunni. Jú, við vitum auðvitað að þetta er sama konan þótt hún sé klofin. Engu að síður getur tilfinningin fyrir einmanaleika horfið þegar tvær konur sjást á sviðinu frekar en ein. Önnur áhætta er að áheyrandinn upplifi sífellt talið sem truflun á tónlistarupplifuninni, rétt eins og að vera við hliðina á málglöðum náunga á Sinfóníutónleikum. Ef maður hins vegar lítur á verkið sem leikrit, þá getur tónlistin hæglega komið út eins og alltof yfirgnæfandi leikhúsmúsík. Það er til marks um snilld Brynhildar að óperan fellur aldrei í þessa gryfju, heldur er þvert á móti gríðarlega áhrifarík. Skiptingin á milli leikrits og óperu er snyrtileg, leikur Elvu Óskar er fullur af smitandi þjáningu en sársaukinn sem Auður miðlar er allur í söngnum. Leikur hennar er fjarlægur og látlaus, hún er fyrst og fremst mannsrödd án líkama. Fyrir bragðið vega konurnar tvær hvor aðra upp. Önnur er það sem hin er ekki og saman mynda þær kraftmikla heild, eina margbrotna persónu. Tónlistarlega séð kemur leikgerðin líka ágætlega út. Eva Þyrí Hilmarsdóttir spilar á píanóið og gerir það af fagmennsku, nákvæmni og tæknilegum yfirburðum. Einhæf píanóröddin fær svo nýtt líf með því að fléttast saman við leik fremur en bara við söng. Í óperunni er píanóið mun meira en undirspil, það undirstrikar tilfinningarnar í söngnum, skapar samhengið og stemninguna í leiknum. Á vissan hátt er það bæði leikmynd og lýsing. Það heppnast þó sjaldan í öðrum uppfærslum, en hér bætir leikur Elvu Óskar við píanóröddina og hún verður skiljanlegri og fjölbreyttari en ella. Ef svo má segja þá er byrði píanóleikarans að hluta til velt yfir á leikkonuna. Þetta er í fyrsta sinn sem óperusýning fer fram í Kaldalóni í Hörpu, minnsta salnum. Smæð salarins skapar skemmtilega nálægð, og leikmynd Helgu I. Stefánsdóttur er hæfilega óreiðukennd, undirstrikar angistina í símtalinu. Heildarútkoman er óneitanlega mögnuð.Niðurstaða: Áhrifamikil sýning, spennandi leikgerð, flottur leikur, glæstur söngur og píanóleikur. Tónlistargagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ópera Mannsröddin eftir Poulenc og Cocteau. Íslenska óperan í Kaldalóni í Hörpu Leikgerð og leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir. Leikendur: Auður Gunnarsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir. Píanóleikari: Eva Þyrí Hilmarsdóttir. Tónlistarstjóri: Irene Kudela Búninga- og leikmyndahönnun: Helga I. Stefánsdóttir Óperan Mannsröddin, La Voix Humaine eftir Poulenc, er sérkennilegt verk. Aðeins einn söngvari stendur á sviðinu, kona sem talar í síma. Hún á síðasta símtalið við ástmann sinn til fimm ára, sem er búinn að binda enda á sambandið og er að fara að gifta sig daginn eftir. Óperan er mun styttri en gengur og gerist, tekur aðeins um þrjú korter í flutningi. Hún er upphaflega skrifuð fyrir litla sinfóníuhljómsveit, en er oftar flutt aðeins með píanóleikara, sem er praktískt fyrir svo smágert verk. Því miður nást ekki öll blæbrigði tónlistarinnar þegar eingöngu er leikið á píanó, stemningin sem best er framkölluð með strengjum er víðsfjarri. Sífelldur píanóleikur í tæpan klukkutíma gerir tónlistina einhæfa og ef söngurinn er ekki þeim mun meira spennandi er hætt við að óperan missi marks. Leikgerð Brynhildar Guðjónsdóttur, sem jafnframt er leikstjórinn, mætir þessum veikleikum á óvanalegan hátt. Mannsröddin er byggð á samnefndu leikriti eftir Cocteau og Brynhildur fer þá leið að blanda því við óperuna. Það eru tvær leikkonur á sviðinu, Auður Gunnarsdóttir sópran syngur og Elva Ósk Ólafsdóttir flytur talaða textann. Í stað textavélar, sem hefð er fyrir að nota á óperusýningum, leikur Elva Ósk það sem Auður syngur á frönsku. Þetta er djörf tilraun og hún er áhættusöm. Megineinkenni Mannsraddarinnar er einmanaleiki, hin forsmáða ástkona stendur uppi alein; skelfileg einsemd gegnsýrir allt verkið. Í uppfærslu Brynhildar eru aftur á móti tvær konur og þær eiga stundum í samskiptum, önnur réttir t.d. hinni símtólið á nokkrum stöðum í óperunni. Jú, við vitum auðvitað að þetta er sama konan þótt hún sé klofin. Engu að síður getur tilfinningin fyrir einmanaleika horfið þegar tvær konur sjást á sviðinu frekar en ein. Önnur áhætta er að áheyrandinn upplifi sífellt talið sem truflun á tónlistarupplifuninni, rétt eins og að vera við hliðina á málglöðum náunga á Sinfóníutónleikum. Ef maður hins vegar lítur á verkið sem leikrit, þá getur tónlistin hæglega komið út eins og alltof yfirgnæfandi leikhúsmúsík. Það er til marks um snilld Brynhildar að óperan fellur aldrei í þessa gryfju, heldur er þvert á móti gríðarlega áhrifarík. Skiptingin á milli leikrits og óperu er snyrtileg, leikur Elvu Óskar er fullur af smitandi þjáningu en sársaukinn sem Auður miðlar er allur í söngnum. Leikur hennar er fjarlægur og látlaus, hún er fyrst og fremst mannsrödd án líkama. Fyrir bragðið vega konurnar tvær hvor aðra upp. Önnur er það sem hin er ekki og saman mynda þær kraftmikla heild, eina margbrotna persónu. Tónlistarlega séð kemur leikgerðin líka ágætlega út. Eva Þyrí Hilmarsdóttir spilar á píanóið og gerir það af fagmennsku, nákvæmni og tæknilegum yfirburðum. Einhæf píanóröddin fær svo nýtt líf með því að fléttast saman við leik fremur en bara við söng. Í óperunni er píanóið mun meira en undirspil, það undirstrikar tilfinningarnar í söngnum, skapar samhengið og stemninguna í leiknum. Á vissan hátt er það bæði leikmynd og lýsing. Það heppnast þó sjaldan í öðrum uppfærslum, en hér bætir leikur Elvu Óskar við píanóröddina og hún verður skiljanlegri og fjölbreyttari en ella. Ef svo má segja þá er byrði píanóleikarans að hluta til velt yfir á leikkonuna. Þetta er í fyrsta sinn sem óperusýning fer fram í Kaldalóni í Hörpu, minnsta salnum. Smæð salarins skapar skemmtilega nálægð, og leikmynd Helgu I. Stefánsdóttur er hæfilega óreiðukennd, undirstrikar angistina í símtalinu. Heildarútkoman er óneitanlega mögnuð.Niðurstaða: Áhrifamikil sýning, spennandi leikgerð, flottur leikur, glæstur söngur og píanóleikur.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira