Benz bauð rafmagnsrútur árið 1972 Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2017 13:21 Rafmagnssmárúta Mercedes Benz frá árinu 1972. Vafalaust finnst flestum að rafbílavæðingin sem nú stendur yfir sé rétt hafin og tiltölulega ný af nálinni. Það er þó alls ekki svo því til að mynda árið 1972 smíðaði Mercedes Benz nokkra smárútubíla sem eingöngu voru knúnir rafmagni. Þessar smárútur, L206/207, voru meðal annars notaðar á Ólympíuleikunum í Munchen það sama ár og voru leikarnir notaðir til að vekja athygli á þessari nýju tækni og umhverfismildi hennar. Smárúturnar voru kynntar undir slagorðinu „Mercedes Benz –Eco-friendly thanks to electric drive“. Rafmagnsbílar nútíðarinnar eru eiginlega kynntir undir sömu formerkjum, en munurinn síðan þá og nú er ef til vill meiri þekking almennings á umhverfisáhrifum af völdum farartækja og iðnaðar. Rafmagnsrúturnar gömlu voru með rafhlöðum frá Varta og rafmótorar bílanna voru 47 til 75 hestöfl. Rafhlöðurnar voru 22 kílóvött og dugðu til allt að 100 km aksturs á upp undir 80 km hraða. Það magnaðasta við þessar rútur var það að rafhlöður þeirra hlóðust við hemlun, líkt og hjá flestum rafmagnsbílum í dag. Þessi tækni var því komin til sögunnar fyrir löngu, en lá greinilega í dvala lengi. Svo virðist sem Mercedes Benz hafi ávallt haft mikinn áhuga á framleiðslu rafmagnsbíla og því til vitnis kom fyrirtækið fram með aðra rafmagnsrútu árið 1980, þ.e. LE 306 og LE 307 sem var smíðuð fyrir þýska póstinn. Þessar rútur höfðu 70 km drægni og þeim var svo fylgt á eftir með 308 E árið 1988 og áratuginn eftir það bauð Mercedes Benz rafmagnsútgáfur af Sprinter og Vito bílum sínum með um 150 km drægni. Saga rafmagnsbíla Mercedes Benz er því bæði lengri og margslungnari en flestir myndu ætla í fyrstu.Mercedes Benz LE 306 var líka heppilegur sendibíll. Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent
Vafalaust finnst flestum að rafbílavæðingin sem nú stendur yfir sé rétt hafin og tiltölulega ný af nálinni. Það er þó alls ekki svo því til að mynda árið 1972 smíðaði Mercedes Benz nokkra smárútubíla sem eingöngu voru knúnir rafmagni. Þessar smárútur, L206/207, voru meðal annars notaðar á Ólympíuleikunum í Munchen það sama ár og voru leikarnir notaðir til að vekja athygli á þessari nýju tækni og umhverfismildi hennar. Smárúturnar voru kynntar undir slagorðinu „Mercedes Benz –Eco-friendly thanks to electric drive“. Rafmagnsbílar nútíðarinnar eru eiginlega kynntir undir sömu formerkjum, en munurinn síðan þá og nú er ef til vill meiri þekking almennings á umhverfisáhrifum af völdum farartækja og iðnaðar. Rafmagnsrúturnar gömlu voru með rafhlöðum frá Varta og rafmótorar bílanna voru 47 til 75 hestöfl. Rafhlöðurnar voru 22 kílóvött og dugðu til allt að 100 km aksturs á upp undir 80 km hraða. Það magnaðasta við þessar rútur var það að rafhlöður þeirra hlóðust við hemlun, líkt og hjá flestum rafmagnsbílum í dag. Þessi tækni var því komin til sögunnar fyrir löngu, en lá greinilega í dvala lengi. Svo virðist sem Mercedes Benz hafi ávallt haft mikinn áhuga á framleiðslu rafmagnsbíla og því til vitnis kom fyrirtækið fram með aðra rafmagnsrútu árið 1980, þ.e. LE 306 og LE 307 sem var smíðuð fyrir þýska póstinn. Þessar rútur höfðu 70 km drægni og þeim var svo fylgt á eftir með 308 E árið 1988 og áratuginn eftir það bauð Mercedes Benz rafmagnsútgáfur af Sprinter og Vito bílum sínum með um 150 km drægni. Saga rafmagnsbíla Mercedes Benz er því bæði lengri og margslungnari en flestir myndu ætla í fyrstu.Mercedes Benz LE 306 var líka heppilegur sendibíll.
Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent