Ísland í fararbroddi í jafnréttismálum Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. mars 2017 09:47 Til hamingju með daginn konur. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er gott til þess að hugsa að staða í jafnréttismálum á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt Global Gender Gap Report skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) er Ísland í efsta sæti og hefur raunar skipað efsta sætið síðustu 7 ár. Við erum vissulega í fremstu röð í dag og ef við ætlum að halda stöðu okkar þar þurfum við stöðugt að horfa til þess sem við getum bætt.Mikil atvinnuþátttaka kvenna Þegar horft er til þeirra þátta sem mæla árangur landa kemur í ljós að Ísland er í fyrsta sæti hvað varðar forystu kvenna á sviði stjórnmálanna og aðgengi að menntun. Eftir síðustu kosningar náðist sá jákvæði árangur að á Alþingi er hlutfall kvenna nú 48%. Ísland er sömuleiðis í hópi tíu efstu landa um atvinnuþátttöku og tækifæra á vinnumarkaði og í 11. sæti þegar litið er til kynbundins launamisréttis. Sérstaða íslensks vinnumarkaðar hefur raunar lengi verið sá að hlutfall kvenna á vinnumarkaði er meðal þess hæsta sem þekkist í heiminum. Atvinnuþátttaka kvenna er raunar ein sú mesta sem mælist meðal OECD ríkja. Á árinu 2014 var hún þannig 78,2% en á hinum Norðurlöndunum mælist hún um 70%.Kynbundinn launamunur er staðreynd Það er helst hvað varðar tvö tiltekin vandamál sem mest er eftir óunnið, annarsvegar hvað varðar kynbundinn launamun og hinsvegar hvað varðar kynbundið ofbeldi. Þrátt fyrir almennt góðu stöðu glímum við enn við þann veruleika að konur fá greidd lægri laun vegna kynferðis og við glímum enn við að konur eru færri í ábyrgðarstöðum í viðskiptalífinu. Að þessu leyti er viðskiptalífið eftirbátur stjórnmálanna. Konum hefur fjölgað í stjórnum með setningu laga um kynjahlutföll en eftir stendur að fáar konur eru stjórnarformenn eða forstjórar stærstu fyrirtækja landsins. Aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun eru sannarlega meðal brýnustu verkefna jafnréttismála. Fyrsta íslenska rannsóknin á kynbundnum launamun sem tók til vinnumarkaðarins í heild var unnin af Hagstofu Íslands. Hún byggist á viðamiklum gagnagrunni um laun og margvíslegum þáttum um stöðu 70.0000 launamanna á árunum 2008–2013. Niðurstaðan var sú að kynbundinn launamunur var 7,6% á vinnumarkaðinum í heild þegar horft var til alls tímabilsins. Á almennum vinnumarkaði mælist meiri kynbundinn launamunur en á opinberum vinnumarkaði, en á hinum almenna vinnumarkaði var hann 7,8% en aftur á móti 7% á hinum opinbera. Allt tal um að vafi sé á kynbundnum launamun er því einfaldlega rangt, viðamiklar rannsóknir sýna þennan mun aftur og aftur.Aðgerðir til að tryggja launajafnrétti Innan skamms verður kynnt frumvarp um jafnlaunavottun, sem miðar að því að ná fram launajafnrétti karla og kvenna. Þá eru á döfinni hækkanir á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi. Ein afleiðing hrunsins var sú að stjórnvöld lækkuðu greiðslur til foreldra í fæðingarolofi nokkuð. Það varð til þess að mun færri börn nutu samvista við feður í fæðingarorlofi en áður var. Afleiðingin varð sú að feður í lægsta og hæsta tekjuþrepinu minnkuðu töku fæðingarorlofs til mikilla muna. Alvarlegri afleiðing þess að feður taka styttra fæðingarorlof er sú að með því aukast líkur á því að tími barna heimavið styttist, þar sem minni nýting á fæðingaorlofi getur orðið til þess að börnin fari fyrr í dagvistun. Að þessu leyti má því færa rök fyrir því að hærri greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi stuðli að lengra fæðingarorlofi, þar sem foreldrar fullnýta þá frekar rétt sinn. Sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er þess vegna ekki síður rétt barns til samvista við báða foreldra. Þann 8. mars getum við verið stolt af miklum árangri okkar sem þjóðar í jafnréttismálum. Sá góði árangur á að vera okkur öllum hvatning til að halda áfram og vera í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn konur. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er gott til þess að hugsa að staða í jafnréttismálum á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt Global Gender Gap Report skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) er Ísland í efsta sæti og hefur raunar skipað efsta sætið síðustu 7 ár. Við erum vissulega í fremstu röð í dag og ef við ætlum að halda stöðu okkar þar þurfum við stöðugt að horfa til þess sem við getum bætt.Mikil atvinnuþátttaka kvenna Þegar horft er til þeirra þátta sem mæla árangur landa kemur í ljós að Ísland er í fyrsta sæti hvað varðar forystu kvenna á sviði stjórnmálanna og aðgengi að menntun. Eftir síðustu kosningar náðist sá jákvæði árangur að á Alþingi er hlutfall kvenna nú 48%. Ísland er sömuleiðis í hópi tíu efstu landa um atvinnuþátttöku og tækifæra á vinnumarkaði og í 11. sæti þegar litið er til kynbundins launamisréttis. Sérstaða íslensks vinnumarkaðar hefur raunar lengi verið sá að hlutfall kvenna á vinnumarkaði er meðal þess hæsta sem þekkist í heiminum. Atvinnuþátttaka kvenna er raunar ein sú mesta sem mælist meðal OECD ríkja. Á árinu 2014 var hún þannig 78,2% en á hinum Norðurlöndunum mælist hún um 70%.Kynbundinn launamunur er staðreynd Það er helst hvað varðar tvö tiltekin vandamál sem mest er eftir óunnið, annarsvegar hvað varðar kynbundinn launamun og hinsvegar hvað varðar kynbundið ofbeldi. Þrátt fyrir almennt góðu stöðu glímum við enn við þann veruleika að konur fá greidd lægri laun vegna kynferðis og við glímum enn við að konur eru færri í ábyrgðarstöðum í viðskiptalífinu. Að þessu leyti er viðskiptalífið eftirbátur stjórnmálanna. Konum hefur fjölgað í stjórnum með setningu laga um kynjahlutföll en eftir stendur að fáar konur eru stjórnarformenn eða forstjórar stærstu fyrirtækja landsins. Aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun eru sannarlega meðal brýnustu verkefna jafnréttismála. Fyrsta íslenska rannsóknin á kynbundnum launamun sem tók til vinnumarkaðarins í heild var unnin af Hagstofu Íslands. Hún byggist á viðamiklum gagnagrunni um laun og margvíslegum þáttum um stöðu 70.0000 launamanna á árunum 2008–2013. Niðurstaðan var sú að kynbundinn launamunur var 7,6% á vinnumarkaðinum í heild þegar horft var til alls tímabilsins. Á almennum vinnumarkaði mælist meiri kynbundinn launamunur en á opinberum vinnumarkaði, en á hinum almenna vinnumarkaði var hann 7,8% en aftur á móti 7% á hinum opinbera. Allt tal um að vafi sé á kynbundnum launamun er því einfaldlega rangt, viðamiklar rannsóknir sýna þennan mun aftur og aftur.Aðgerðir til að tryggja launajafnrétti Innan skamms verður kynnt frumvarp um jafnlaunavottun, sem miðar að því að ná fram launajafnrétti karla og kvenna. Þá eru á döfinni hækkanir á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi. Ein afleiðing hrunsins var sú að stjórnvöld lækkuðu greiðslur til foreldra í fæðingarolofi nokkuð. Það varð til þess að mun færri börn nutu samvista við feður í fæðingarorlofi en áður var. Afleiðingin varð sú að feður í lægsta og hæsta tekjuþrepinu minnkuðu töku fæðingarorlofs til mikilla muna. Alvarlegri afleiðing þess að feður taka styttra fæðingarorlof er sú að með því aukast líkur á því að tími barna heimavið styttist, þar sem minni nýting á fæðingaorlofi getur orðið til þess að börnin fari fyrr í dagvistun. Að þessu leyti má því færa rök fyrir því að hærri greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi stuðli að lengra fæðingarorlofi, þar sem foreldrar fullnýta þá frekar rétt sinn. Sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er þess vegna ekki síður rétt barns til samvista við báða foreldra. Þann 8. mars getum við verið stolt af miklum árangri okkar sem þjóðar í jafnréttismálum. Sá góði árangur á að vera okkur öllum hvatning til að halda áfram og vera í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun