Frelsi til sölu Stefán Máni skrifar 3. mars 2017 07:00 Fyrst þetta: Frelsi er bara orð, hugmynd – eitthvað til að skreyta orðræðu með. Eina frelsið sem er raunverulegt er kannski að losna úr fangelsi. Að öðru leyti er frelsi í besta falla málamiðlun. Meira að segja málfrelsið er takmarkað – orð mega ekki meiða. Við búum í samfélagi sem er haldið saman af lögum og reglu. Við megum hvorki keyra eins hratt og okkur sýnist né undir áhrifum vímuefna, svo dæmi sé tekið. Megum í rauninni gera ansi fátt, nema þá innan ramma laga og hefða. Ef einkavæðing á áfengissölu er frelsi, þá er alveg eins hægt að segja að við sem þjóð séum frjáls að því að takmarka áfengissölu við sérverslanir í eigu Ríkisins. Þetta hlýtur að gilda í báðar áttir. Svo þetta: Áfengi er ekki bara hver önnur vara. Ef áfengið hefði verið fundið upp í gær væri það örugglega bannað. Það vita allir. Ef ekki væri fyrir hefðina og útbreiðsluna – vinsældirnar – væri þessi vímugjafi ekki seldur í nokkurri verslun. Áfengi er ávanabindandi og veldur alls konar skaða, beinum og óbeinum. Það er hættulegt efni en við leyfum það samt. Við seljum það í sérverslunum í eigu Ríkisins, sama Ríkis og rekur heilbrigðiskerfið sem tekur meðal annars við því fólki sem á um sárt að binda, á líkama og sálu, vegna áfengisneyslu. Ríkið selur eitrið en ber líka ábyrgð á afleiðingum sölunnar, svona upp að ákveðnu marki. Líka þetta: Það eru ekki margir kaupmenn á Íslandi. Raunverulegir kaupmenn, svona karlar og konur í bláum sloppum sem reka hverfisverslanir, eru varla til. Það er eiginlega bara einn „kaupmaður” á Íslandi, samsteypa sem rekur margar stórverslanir. Ef sala áfengis verður gefin frjáls munu stórmarkaðir selja langmest af því, fyrir um það bil 15 milljarða á ári, er varlega áætlað – líklega verður talan hærri. Svo eru nokkrir stórir „kaupmenn” til viðbótar sem allir munu líka selja áfengi. Það mun enginn velja það að selja ekki áfengi – það er eftir of miklu að slægjast. En kaupmennirnir, hverjir sem þeir eru, munu ekki taka ábyrgð á afleiðingum vörunnar sem þeir selja. Þeir reka ekki heilbrigðiskerfið og kemur það ekki við. Skatturinn af áfenginu fer í heilbrigðiskerfið, segir einhver. Jæja, er það? Fer bensínskatturinn í vegagerð, er það öruggt? Og duga svo þessir skattar til, einir og sér? Að lokum þetta: Ég hef bæði drukkið áfengi og kosið að sleppa því. Ég þekki báða lífsstílana. En ég hef aldrei verið hófdrykkjumaður, og áfengisfrumvarpið er auðvitað lagt fram af hófdrykkjufólki fyrir hófdrykkjufólk, svo að þetta sama hófdrykkjufólk þurfi ekki að fara í sérverslanir í eigu okkar allra.Frelsi stórkaupmannsins? En segjum sem svo að ég sé hófdrykkjumaður. Hvað þýðir það? Ég drekk þá kannski eitt rauðvínsglas á dag, segjum eina flösku á viku. Það er líklega hóflegt. Eða einn bjór á dag, segjum kassa á mánuði. Það er kannski hóflegt en varla hollt. En jæja. Ég gæti þá farið í Ríkið einu sinni í mánuði og keypt annaðhvort fjórar rauðvínsflöskur eða einn kassa af bjór. Mér finnst þetta ekki beint hóflegt en höfum það þannig. Er þetta mikil fyrirhöfn? Nei, sérstaklega ekki þar sem hófdrykkjumaður eins og ég er einnig smekkmaður sem gerir kröfur. Þegar mig langar í góða steik, stóran humar eða gæðaost, þá fer ég hvorki í Bónus né Hagkaup. Ég fer í kjötbúð, í fiskbúð og í ostabúð, því þar eru gæði fyrir mann eins og mig. Ég tel þetta ekki eftir mér, ekki frekar en mér finnst eitthvað stórmál að fara í apótek eða bakarí af og til. En ef það er svona lítið mál að vera hófdrykkjumaður, fyrir hvern er þá áfengisfrumvarpið? Og ef það er svona mikill glæpur að Ríkið eigi nokkrar sérverslanir, því ekki að einkavæða þær og selja áfengið bara áfram í sérverslunum? Snýst þetta kannski allt saman um frelsi stórkaupmannsins til að græða meiri peninga? Og frelsi auglýsenda til að fegra vímuefni, skapa glansmynd og slá ryki í augu neytenda frá blautu barnsbeini?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrst þetta: Frelsi er bara orð, hugmynd – eitthvað til að skreyta orðræðu með. Eina frelsið sem er raunverulegt er kannski að losna úr fangelsi. Að öðru leyti er frelsi í besta falla málamiðlun. Meira að segja málfrelsið er takmarkað – orð mega ekki meiða. Við búum í samfélagi sem er haldið saman af lögum og reglu. Við megum hvorki keyra eins hratt og okkur sýnist né undir áhrifum vímuefna, svo dæmi sé tekið. Megum í rauninni gera ansi fátt, nema þá innan ramma laga og hefða. Ef einkavæðing á áfengissölu er frelsi, þá er alveg eins hægt að segja að við sem þjóð séum frjáls að því að takmarka áfengissölu við sérverslanir í eigu Ríkisins. Þetta hlýtur að gilda í báðar áttir. Svo þetta: Áfengi er ekki bara hver önnur vara. Ef áfengið hefði verið fundið upp í gær væri það örugglega bannað. Það vita allir. Ef ekki væri fyrir hefðina og útbreiðsluna – vinsældirnar – væri þessi vímugjafi ekki seldur í nokkurri verslun. Áfengi er ávanabindandi og veldur alls konar skaða, beinum og óbeinum. Það er hættulegt efni en við leyfum það samt. Við seljum það í sérverslunum í eigu Ríkisins, sama Ríkis og rekur heilbrigðiskerfið sem tekur meðal annars við því fólki sem á um sárt að binda, á líkama og sálu, vegna áfengisneyslu. Ríkið selur eitrið en ber líka ábyrgð á afleiðingum sölunnar, svona upp að ákveðnu marki. Líka þetta: Það eru ekki margir kaupmenn á Íslandi. Raunverulegir kaupmenn, svona karlar og konur í bláum sloppum sem reka hverfisverslanir, eru varla til. Það er eiginlega bara einn „kaupmaður” á Íslandi, samsteypa sem rekur margar stórverslanir. Ef sala áfengis verður gefin frjáls munu stórmarkaðir selja langmest af því, fyrir um það bil 15 milljarða á ári, er varlega áætlað – líklega verður talan hærri. Svo eru nokkrir stórir „kaupmenn” til viðbótar sem allir munu líka selja áfengi. Það mun enginn velja það að selja ekki áfengi – það er eftir of miklu að slægjast. En kaupmennirnir, hverjir sem þeir eru, munu ekki taka ábyrgð á afleiðingum vörunnar sem þeir selja. Þeir reka ekki heilbrigðiskerfið og kemur það ekki við. Skatturinn af áfenginu fer í heilbrigðiskerfið, segir einhver. Jæja, er það? Fer bensínskatturinn í vegagerð, er það öruggt? Og duga svo þessir skattar til, einir og sér? Að lokum þetta: Ég hef bæði drukkið áfengi og kosið að sleppa því. Ég þekki báða lífsstílana. En ég hef aldrei verið hófdrykkjumaður, og áfengisfrumvarpið er auðvitað lagt fram af hófdrykkjufólki fyrir hófdrykkjufólk, svo að þetta sama hófdrykkjufólk þurfi ekki að fara í sérverslanir í eigu okkar allra.Frelsi stórkaupmannsins? En segjum sem svo að ég sé hófdrykkjumaður. Hvað þýðir það? Ég drekk þá kannski eitt rauðvínsglas á dag, segjum eina flösku á viku. Það er líklega hóflegt. Eða einn bjór á dag, segjum kassa á mánuði. Það er kannski hóflegt en varla hollt. En jæja. Ég gæti þá farið í Ríkið einu sinni í mánuði og keypt annaðhvort fjórar rauðvínsflöskur eða einn kassa af bjór. Mér finnst þetta ekki beint hóflegt en höfum það þannig. Er þetta mikil fyrirhöfn? Nei, sérstaklega ekki þar sem hófdrykkjumaður eins og ég er einnig smekkmaður sem gerir kröfur. Þegar mig langar í góða steik, stóran humar eða gæðaost, þá fer ég hvorki í Bónus né Hagkaup. Ég fer í kjötbúð, í fiskbúð og í ostabúð, því þar eru gæði fyrir mann eins og mig. Ég tel þetta ekki eftir mér, ekki frekar en mér finnst eitthvað stórmál að fara í apótek eða bakarí af og til. En ef það er svona lítið mál að vera hófdrykkjumaður, fyrir hvern er þá áfengisfrumvarpið? Og ef það er svona mikill glæpur að Ríkið eigi nokkrar sérverslanir, því ekki að einkavæða þær og selja áfengið bara áfram í sérverslunum? Snýst þetta kannski allt saman um frelsi stórkaupmannsins til að græða meiri peninga? Og frelsi auglýsenda til að fegra vímuefni, skapa glansmynd og slá ryki í augu neytenda frá blautu barnsbeini?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun