Erlendir fjárfestingasjóðir verða meira áberandi á markaði við afnám hafta Hörður Ægisson skrifar 15. mars 2017 05:02 Fjárfesting erlendra aðila á hlutabréfamarkaði jókst til muna eftir að áætlun um afnám hafta var kynnt sumarið 2015. Vísir/Stefán Bandarískir fjárfestingasjóðir, sem byrjuðu fyrst að kaupa í íslenskum hlutabréfum síðla árs 2015, eru komnir í hóp stærstu hluthafa í meira en helmingi þeirra félaga sem eru skráð í Kauphöllinni. Þessir sjóðir, sem eru flestir hverjir í stýringu eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, eiga samanlagt orðið eignarhluti í íslenskum félögum að andvirði um tuttugu milljarða króna, eða sem jafngildir um tveimur prósentum af heildarmarkaðsvirði allra félaga sem eru skráð á markað. Í lok síðustu viku bættust þannig fjárfestingasjóðirnir Global Macro Portfolio, sem er á vegum Eaton Vance, og sjóður í stýringu Wellington Management á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Sjóvár og Símans. Þá stóð bandarískur sjóður, samkvæmt heimildum Markaðarins, fyrir kaupum á um eins prósents hlut í Eimskipi í byrjun þessarar viku auk þess sem aðrir erlendir fjárfestar keyptu á sama tíma talsvert af bréfum í fasteignafélögunum þremur á markaði. Viðmælendur Markaðarins eru á einu máli um að erlendir fjárfestar muni á komandi mánuðum og misserum horfa í enn meiri mæli til íslenska hlutabréfamarkaðarins núna þegar búið er að afnema nánast að fullu öll höft á fjármagnsviðskipti til og frá landinu. Viðbúið sé að lánshæfismat ríkisins hækki enn frekar á næstunni, vegna þessara aðgerða, sem aftur muni gera Ísland að mögulegum fjárfestingakosti hjá stærri hópi alþjóðlegra fjárfestingasjóða.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku, býst fastlega við því að erlendir fjárfestar verði meira áberandi á þessu ári.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka, segir í samtali við Markaðinn að erlendir fjárfestar hafi vissulega sýnt Íslandi áhuga á síðustu árum. „Sá áhugi jókst hins vegar til muna er áætlun um losun fjármagnshafta var kynnt sumarið 2015. Til að byrja með leitaði erlent fjármagn í öruggar fjárfestingar eins og ríkisskuldabréf en með tímanum hefur áhuginn beinst í meiri mæli að hlutafélögum. Kaup PT Capital á Nova eru gott dæmi um það. Höftin er flókið að skilja og þau fæla fjárfesta frá. Með afnámi fjármagnshafta má búast við hærra lánshæfismati auk minna flækjustigs þannig að Ísland ætti svo sannarlega að vera á kortinu hjá erlendum fjárfestum. Arion banki er ágætt dæmi og ég býst fastlega við því að erlendir fjárfestar verði meira áberandi á þessu ári. Þær fjárfestingar koma þá á móti mögulegu útflæði innlendra fjárfesta. Það yrði mikið styrkleikamerki fyrir innlendan markað ef af verður.“ Eiga um 2% af markaðnum Tveir fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance – Global Macro Portfolio og Global Macro Absolute Return Advantage – hafa frá árinu 2015 verið langsamlega umsvifamestir erlendra aðila á íslenskum hlutabréfamarkaði. Sjóðirnir eru í dag á meðal stærstu hluthafa í átta félögum í Kauphöllinni og nemur samanlagt markaðsvirði þess eignarhlutar um tíu milljörðum króna. Þá hafa sjóðirnir jafnframt staðið að kaupum í öðrum fyrirtækjum í Kauphöllinni á síðustu mánuðum og misserum. Þegar tekið er tillit til alls þessa má því varlega áætla að sjóðir Eaton Vance eigi samtals hátt í tvö prósent af heildarhlutafé á hlutabréfamarkaði.Fjárfesting Eaton Vance á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur skilað sjóðunum ríkulegri ávöxtun. Gengi hlutabréfa þar sem sjóðirnir eru hlutfallslega hvað stærstir, ef undan er skilið Icelandair, hefur í flestum tilfellum hækkað nokkuð í verði frá því 2015 auk þess sem gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur hækkað um liðlega 20 prósent. Fleiri bandarískir sjóðir hafa síðan hafið innreið sína á íslenska markaðinn það sem af er þessu ári en skammt er síðan tilkynnt var um kaup fyrirtækisins MSD Partners á rúmlega tveggja prósenta hlut í Marel af Eyri Invest fyrir tæplega 4,3 milljarða króna. Sjóður fyrirtækisins er núna sjöundi stærsti hluthafi Marels með 3,34 prósenta eignarhlut. Þá keypti fjárfestingasjóður á vegum Wellington Management, sem er eitt stærsta eignastýringarfyrirtæki heims, rúmlega 2,7 prósenta eignarhlut í N1 undir lok síðasta mánaðar.Bíða eftir „grænu ljósi“Fjárfestingar erlendra sjóða á hlutabréfamarkaði að undanförnu hafa því einskorðast við hlutfallslega fáa aðila. Væntingar eru aftur á móti sem fyrr segir um að það muni núna taka breytingum við afnám hafta – og fleiri fjárfestar fara að líta til Íslands.„Fleiri erlendir sjóðir eru á hliðarlínunni að bíða eftir „grænu ljósi“ frá áhættustýringu og/eða verðbréfavörslufyrirtæki sem þeir geyma bréfin hjá til að fá heimild til að fjárfesta á Íslandi,“ segir Einar Þór Einarsson, séfræðingur hjá Virðingu.Einar Þór Einarsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Virðingu, segir í samtali við Markaðinn að það sé rétt að erlendir fjárfestingasjóðir hafi á síðustu misserum verið að koma hægt og bítandi inn á hlutabréfamarkaðinn. „Það er hins vegar ekkert launungarmál að fleiri erlendir sjóðir eru á hliðarlínunni að bíða eftir „grænu ljósi“ frá áhættustýringu og/eða verðbréfavörslufyrirtæki sem þeir geyma bréfin hjá til að fá heimild til að fjárfesta á Íslandi. Við fjármálahrunið 2008 fór íslenska krónan í 100 prósent vöktun eða jafnvel bann hjá mörgum alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum. Þannig að aðgengi erlendra aðila,“ útskýrir Einar, „að íslenskum markaði er æði misjafnt og hingað til hafa ekki allir átt þess kost að fjárfesta í verðbréfum hérlendis enda þótt þeir hafi viljað það. Núna gæti þetta tekið örum breytingum samhliða því að Ísland er alfarið að opnast gagnvart alþjóðlegum fjármálamörkuðum.“ Hann telur að hlutabréfamarkaðurinn muni einkennast af vaxandi umsvifum erlendra fjárfesta og íslenskra einkafjárfesta samhliða því að lífeyrissjóðir fari að beina sjónum sínum að fjárfestingum erlendis.Þekkja betur til ÍslandsPáll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Markaðinn að með þeim skrefum sem núna sé verið að taka með fullu afnámi hafta muni það auka verulega trúverðugleika Íslands sem fjárfestingakosts í augum erlendra fjárfesta. Þrátt fyrir að þeir hafi hingað til getað fjárfest í skráðum félögum á Íslandi, í gegnum „gula miðann“ svokallaða, þá hefur það fyrirkomulag óhjákvæmilega haft í för með sér skriffinnsku og flækjustig sem hefur dregið úr áhuga erlendra fjárfesta. „Höftin sem slík hafa verið þröskuldur og það þarf oft ekki mikið til að mögulegir fjárfestar hörfi til baka,“ segir Páll. Það sé hins vegar hans upplifun að við munum á næstunni horfa fram á að fá fleiri og fjölbreyttari hóp erlendra fjárfesta inn á hlutabréfamarkaðinn hérlendis sem um leið gæti orðið til að fjölga skráningum fyrirtækja í Kauphöllinni. Páll bendir þannig á, með hliðsjón af sterkri efnahagsstöðu Íslands, að núna séum við líklega í betra færi en nokkurn tíma áður til að laða til landsins erlent langtímafjármagn sem gæti að stórum hluta leitað inn í skráð hlutabréf í Kauphöllinni. „Það er stærri hópur alþjóðlegra fjárfesta sem þekkir til efnahagsaðstæðna hér á landi en á árunum í aðdraganda fjármálaáfallsins 2008 Þá tel ég að núna séu í fyrsta sinn að verða til þær aðstæður að erlend fjármálafyrirtæki muni fara að líta hingað í því skyni að eiga viðskipti í skráðum félögum fyrir sína viðskiptavini beint og milliliðalaust. Það yrðu mikil tímamót,“ segir Páll.Fylla upp í tómarúmið„Stóra breytingin við þessar aðgerðir stjórnvalda,“ að sögn Einars, „mun felast í fyrirsjáanlegri hækkun á lánshæfismati íslenska ríkisins. Ísland er nú þegar komið inn á radarinn hjá stóru fjárfestingahúsunum sem fjárfesta í verðbréfum í ríkjum sem eru í fjárfestingaflokki, en samhliða frekari hækkun á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs munum við fá „græna stimpilinn“ hjá enn fleiri aðilum. Það þýðir að greinendur innan þessara fjárfestingahúsa fara í vaxandi mæli að líta til íslenska markaðarins sem álitlegs fjárfestingakosts. Til lengri tíma litið þá munu fjárfestingar erlendra aðila fylla upp í það tómarúm sem er líklegt að íslensku lífeyrissjóðirnir skilji eftir þegar þeir fara að draga sig út af markaðnum hérlendis og leita þess í stað meira út fyrir landsteinana í fjárfestingum sínum. Þetta yrði góð þróun og mikið heilbrigðismerki fyrir markaðinn,“ segir Einar.Frétting birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Bandarískir fjárfestingasjóðir, sem byrjuðu fyrst að kaupa í íslenskum hlutabréfum síðla árs 2015, eru komnir í hóp stærstu hluthafa í meira en helmingi þeirra félaga sem eru skráð í Kauphöllinni. Þessir sjóðir, sem eru flestir hverjir í stýringu eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, eiga samanlagt orðið eignarhluti í íslenskum félögum að andvirði um tuttugu milljarða króna, eða sem jafngildir um tveimur prósentum af heildarmarkaðsvirði allra félaga sem eru skráð á markað. Í lok síðustu viku bættust þannig fjárfestingasjóðirnir Global Macro Portfolio, sem er á vegum Eaton Vance, og sjóður í stýringu Wellington Management á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Sjóvár og Símans. Þá stóð bandarískur sjóður, samkvæmt heimildum Markaðarins, fyrir kaupum á um eins prósents hlut í Eimskipi í byrjun þessarar viku auk þess sem aðrir erlendir fjárfestar keyptu á sama tíma talsvert af bréfum í fasteignafélögunum þremur á markaði. Viðmælendur Markaðarins eru á einu máli um að erlendir fjárfestar muni á komandi mánuðum og misserum horfa í enn meiri mæli til íslenska hlutabréfamarkaðarins núna þegar búið er að afnema nánast að fullu öll höft á fjármagnsviðskipti til og frá landinu. Viðbúið sé að lánshæfismat ríkisins hækki enn frekar á næstunni, vegna þessara aðgerða, sem aftur muni gera Ísland að mögulegum fjárfestingakosti hjá stærri hópi alþjóðlegra fjárfestingasjóða.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku, býst fastlega við því að erlendir fjárfestar verði meira áberandi á þessu ári.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka, segir í samtali við Markaðinn að erlendir fjárfestar hafi vissulega sýnt Íslandi áhuga á síðustu árum. „Sá áhugi jókst hins vegar til muna er áætlun um losun fjármagnshafta var kynnt sumarið 2015. Til að byrja með leitaði erlent fjármagn í öruggar fjárfestingar eins og ríkisskuldabréf en með tímanum hefur áhuginn beinst í meiri mæli að hlutafélögum. Kaup PT Capital á Nova eru gott dæmi um það. Höftin er flókið að skilja og þau fæla fjárfesta frá. Með afnámi fjármagnshafta má búast við hærra lánshæfismati auk minna flækjustigs þannig að Ísland ætti svo sannarlega að vera á kortinu hjá erlendum fjárfestum. Arion banki er ágætt dæmi og ég býst fastlega við því að erlendir fjárfestar verði meira áberandi á þessu ári. Þær fjárfestingar koma þá á móti mögulegu útflæði innlendra fjárfesta. Það yrði mikið styrkleikamerki fyrir innlendan markað ef af verður.“ Eiga um 2% af markaðnum Tveir fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance – Global Macro Portfolio og Global Macro Absolute Return Advantage – hafa frá árinu 2015 verið langsamlega umsvifamestir erlendra aðila á íslenskum hlutabréfamarkaði. Sjóðirnir eru í dag á meðal stærstu hluthafa í átta félögum í Kauphöllinni og nemur samanlagt markaðsvirði þess eignarhlutar um tíu milljörðum króna. Þá hafa sjóðirnir jafnframt staðið að kaupum í öðrum fyrirtækjum í Kauphöllinni á síðustu mánuðum og misserum. Þegar tekið er tillit til alls þessa má því varlega áætla að sjóðir Eaton Vance eigi samtals hátt í tvö prósent af heildarhlutafé á hlutabréfamarkaði.Fjárfesting Eaton Vance á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur skilað sjóðunum ríkulegri ávöxtun. Gengi hlutabréfa þar sem sjóðirnir eru hlutfallslega hvað stærstir, ef undan er skilið Icelandair, hefur í flestum tilfellum hækkað nokkuð í verði frá því 2015 auk þess sem gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur hækkað um liðlega 20 prósent. Fleiri bandarískir sjóðir hafa síðan hafið innreið sína á íslenska markaðinn það sem af er þessu ári en skammt er síðan tilkynnt var um kaup fyrirtækisins MSD Partners á rúmlega tveggja prósenta hlut í Marel af Eyri Invest fyrir tæplega 4,3 milljarða króna. Sjóður fyrirtækisins er núna sjöundi stærsti hluthafi Marels með 3,34 prósenta eignarhlut. Þá keypti fjárfestingasjóður á vegum Wellington Management, sem er eitt stærsta eignastýringarfyrirtæki heims, rúmlega 2,7 prósenta eignarhlut í N1 undir lok síðasta mánaðar.Bíða eftir „grænu ljósi“Fjárfestingar erlendra sjóða á hlutabréfamarkaði að undanförnu hafa því einskorðast við hlutfallslega fáa aðila. Væntingar eru aftur á móti sem fyrr segir um að það muni núna taka breytingum við afnám hafta – og fleiri fjárfestar fara að líta til Íslands.„Fleiri erlendir sjóðir eru á hliðarlínunni að bíða eftir „grænu ljósi“ frá áhættustýringu og/eða verðbréfavörslufyrirtæki sem þeir geyma bréfin hjá til að fá heimild til að fjárfesta á Íslandi,“ segir Einar Þór Einarsson, séfræðingur hjá Virðingu.Einar Þór Einarsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Virðingu, segir í samtali við Markaðinn að það sé rétt að erlendir fjárfestingasjóðir hafi á síðustu misserum verið að koma hægt og bítandi inn á hlutabréfamarkaðinn. „Það er hins vegar ekkert launungarmál að fleiri erlendir sjóðir eru á hliðarlínunni að bíða eftir „grænu ljósi“ frá áhættustýringu og/eða verðbréfavörslufyrirtæki sem þeir geyma bréfin hjá til að fá heimild til að fjárfesta á Íslandi. Við fjármálahrunið 2008 fór íslenska krónan í 100 prósent vöktun eða jafnvel bann hjá mörgum alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum. Þannig að aðgengi erlendra aðila,“ útskýrir Einar, „að íslenskum markaði er æði misjafnt og hingað til hafa ekki allir átt þess kost að fjárfesta í verðbréfum hérlendis enda þótt þeir hafi viljað það. Núna gæti þetta tekið örum breytingum samhliða því að Ísland er alfarið að opnast gagnvart alþjóðlegum fjármálamörkuðum.“ Hann telur að hlutabréfamarkaðurinn muni einkennast af vaxandi umsvifum erlendra fjárfesta og íslenskra einkafjárfesta samhliða því að lífeyrissjóðir fari að beina sjónum sínum að fjárfestingum erlendis.Þekkja betur til ÍslandsPáll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Markaðinn að með þeim skrefum sem núna sé verið að taka með fullu afnámi hafta muni það auka verulega trúverðugleika Íslands sem fjárfestingakosts í augum erlendra fjárfesta. Þrátt fyrir að þeir hafi hingað til getað fjárfest í skráðum félögum á Íslandi, í gegnum „gula miðann“ svokallaða, þá hefur það fyrirkomulag óhjákvæmilega haft í för með sér skriffinnsku og flækjustig sem hefur dregið úr áhuga erlendra fjárfesta. „Höftin sem slík hafa verið þröskuldur og það þarf oft ekki mikið til að mögulegir fjárfestar hörfi til baka,“ segir Páll. Það sé hins vegar hans upplifun að við munum á næstunni horfa fram á að fá fleiri og fjölbreyttari hóp erlendra fjárfesta inn á hlutabréfamarkaðinn hérlendis sem um leið gæti orðið til að fjölga skráningum fyrirtækja í Kauphöllinni. Páll bendir þannig á, með hliðsjón af sterkri efnahagsstöðu Íslands, að núna séum við líklega í betra færi en nokkurn tíma áður til að laða til landsins erlent langtímafjármagn sem gæti að stórum hluta leitað inn í skráð hlutabréf í Kauphöllinni. „Það er stærri hópur alþjóðlegra fjárfesta sem þekkir til efnahagsaðstæðna hér á landi en á árunum í aðdraganda fjármálaáfallsins 2008 Þá tel ég að núna séu í fyrsta sinn að verða til þær aðstæður að erlend fjármálafyrirtæki muni fara að líta hingað í því skyni að eiga viðskipti í skráðum félögum fyrir sína viðskiptavini beint og milliliðalaust. Það yrðu mikil tímamót,“ segir Páll.Fylla upp í tómarúmið„Stóra breytingin við þessar aðgerðir stjórnvalda,“ að sögn Einars, „mun felast í fyrirsjáanlegri hækkun á lánshæfismati íslenska ríkisins. Ísland er nú þegar komið inn á radarinn hjá stóru fjárfestingahúsunum sem fjárfesta í verðbréfum í ríkjum sem eru í fjárfestingaflokki, en samhliða frekari hækkun á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs munum við fá „græna stimpilinn“ hjá enn fleiri aðilum. Það þýðir að greinendur innan þessara fjárfestingahúsa fara í vaxandi mæli að líta til íslenska markaðarins sem álitlegs fjárfestingakosts. Til lengri tíma litið þá munu fjárfestingar erlendra aðila fylla upp í það tómarúm sem er líklegt að íslensku lífeyrissjóðirnir skilji eftir þegar þeir fara að draga sig út af markaðnum hérlendis og leita þess í stað meira út fyrir landsteinana í fjárfestingum sínum. Þetta yrði góð þróun og mikið heilbrigðismerki fyrir markaðinn,“ segir Einar.Frétting birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira